Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2018 06:52 Rússlandsforseti segir ekkert til í því að þjóð sín standi á bakvið eiturefnaárásir á breskri grundu. Vísir/getty Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. Hann segir ásakanir breskra yfirvalda um að Rússar beri ábyrgð á árásunum með öllu tilhæfulausar. Þetta sagði Pútín í samtali við blaðamann Fox News í gær. Hann sagði að yfirvöld í Moskvu hefðu óskað eftir því að sjá sönnunargögn en yfirvöld í Bretlandi hafi ekki orðið við þeirri bón. „Það vill enginn kanna þetta,“ sagði Pútín. „Það eina sem fáum eru þessar dularfullu ásakanir, af hverju þarf þetta að vera svona? Af hverju þarf að grafa undan sambandi okkar [Bretlands og Rússlands] með þessu máli?“ bætti forsetinn við.Sjá einnig: Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslinguUm er að ræða tvær árásir. Annars vegar á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans Júlíu sem komust bæði lífs af eftir árás með eitrinu í mars. Hins vegar var um að ræða parið Charlie Rowley og Dawn Sturgess sem komust í snertingu við eitrið í lok júní, en Sturgess lést viku síðar. Breska lögreglan rannsakar nú hvort að eitrið sem notað var í árásunum tveimur hafi komið úr sömu löguninni. Rowley liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi en bróðir hans greindi frá því í samtali við breska miðla að hann hafi veikst eftir að hafa tekið upp ilmvatnsflösku. „Hvernig flaska var þetta? Hvert var efnasambandið í henni? Hver er með hana?“ spurði Pútín í viðtalinu í gærkvöldi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Sökudólgar enn ófundnir Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi. 12. júlí 2018 06:00 Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu "Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu.“ 16. júlí 2018 23:11 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. Hann segir ásakanir breskra yfirvalda um að Rússar beri ábyrgð á árásunum með öllu tilhæfulausar. Þetta sagði Pútín í samtali við blaðamann Fox News í gær. Hann sagði að yfirvöld í Moskvu hefðu óskað eftir því að sjá sönnunargögn en yfirvöld í Bretlandi hafi ekki orðið við þeirri bón. „Það vill enginn kanna þetta,“ sagði Pútín. „Það eina sem fáum eru þessar dularfullu ásakanir, af hverju þarf þetta að vera svona? Af hverju þarf að grafa undan sambandi okkar [Bretlands og Rússlands] með þessu máli?“ bætti forsetinn við.Sjá einnig: Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslinguUm er að ræða tvær árásir. Annars vegar á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans Júlíu sem komust bæði lífs af eftir árás með eitrinu í mars. Hins vegar var um að ræða parið Charlie Rowley og Dawn Sturgess sem komust í snertingu við eitrið í lok júní, en Sturgess lést viku síðar. Breska lögreglan rannsakar nú hvort að eitrið sem notað var í árásunum tveimur hafi komið úr sömu löguninni. Rowley liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi en bróðir hans greindi frá því í samtali við breska miðla að hann hafi veikst eftir að hafa tekið upp ilmvatnsflösku. „Hvernig flaska var þetta? Hvert var efnasambandið í henni? Hver er með hana?“ spurði Pútín í viðtalinu í gærkvöldi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Sökudólgar enn ófundnir Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi. 12. júlí 2018 06:00 Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu "Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu.“ 16. júlí 2018 23:11 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Sökudólgar enn ófundnir Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi. 12. júlí 2018 06:00
Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu "Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu.“ 16. júlí 2018 23:11