Ríkisstyrktar misþyrmingar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. júní 2018 10:00 Á síðustu vikum hafa bandarísk yfirvöld aðskilið rúmlega 2.300 börn frá foreldrum sínum og fangelsað. Þessar fjölskyldur héldu yfir landamærin í leit að framtíð í landi tækifæranna. Landi sem byggt var á grunni hinnar einu sönnu mannlegu viðleitni; leitarinnar að öryggi, framtíð og friði. Landi sem lengi vel minntist uppruna síns, þar sem frelsisgyðjan Libertis sagði við hinn gamla, fáfróða heim að í framtíðarlandinu væru hinir uppgefnu, þreyttu og frelsisþyrstu velkomnir. Þetta göfuga viðhorf var framan af leiðarstef leiðtoga á heimssviðinu. En um leið er boðskapurinn djúpstæður og mikilvægur vitnisburður um uppruna allra þjóða og samfélaga frá örófi alda – þau eiga uppruna sinn og menningu að rekja til fólksflutninga, blöndunar mismunandi hópa og sífelldrar innleiðingar nýrra hugmynda, gilda og viðmiða. Villimennskan sem bandarísk yfirvöld hafa sýnt í garð þeirra sem þangað leita í von um öruggt athvarf er viðurstyggileg, en þó ekki óvænt miðað við það sem Bandaríkjaforseti lofaði í kosningabaráttu sinni. Forsetinn og handbendi hans vísa í lög máli sínu til stuðnings, en allir sjá að óþarfi er að beita þeim með þessum hætti. Forsetinn kennir minnihluta Demókrata á Bandaríkjaþingi um stöðuna, sem er auðvitað fásinna. Að mati bandarískra yfirvalda glatar einstaklingurinn mannréttindum sínum þegar hann kemur til landsins án vegabréfsáritunar. Og nú er svo komið að börn eru geymd í hundraðatali bak við lás og slá, fjarri foreldrum sínum. En þessi þjóðernisrembingur einskorðast auðvitað ekki við Bandaríkin. Við höfum séð slíkt spretta fram víða um heim á undanförnum árum, þar á meðal í Evrópu. Oft eru þetta leiðtogar sem hafa tilhneigingu til að dást að einveldistilburðum, líkt og í tilfelli Bandaríkjaforseta sem opinberlega hefur lýst aðdáun sinni á kollegum sínum í Rússlandi og Norður-Kóreu. Það ætti að vera markmið okkar sem vitum betur, okkar einstaklinganna og þeirra sem við höfum valið til að tala fyrir okkar hönd, að mótmæla þjóðrembingi og þeim hörmungum sem hljótast af honum. Þessari meinsemd verður að mæta með andófi, og leiðtogar okkar eru meðsekir þeim, sem hirða ekki um mannlega reisn og þverbrjóta á mannréttindum þeirra sem minna mega sín, láti þeir ekki í sér heyra. Sem aðili að Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum eigum við að láta í okkur heyra, ekki bara til að mótmæla mannfyrirlitningunni í Bandaríkjunum, heldur einnig til að segja hingað og ekki lengra við þá sem telja landamærin æðri mannskepnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa bandarísk yfirvöld aðskilið rúmlega 2.300 börn frá foreldrum sínum og fangelsað. Þessar fjölskyldur héldu yfir landamærin í leit að framtíð í landi tækifæranna. Landi sem byggt var á grunni hinnar einu sönnu mannlegu viðleitni; leitarinnar að öryggi, framtíð og friði. Landi sem lengi vel minntist uppruna síns, þar sem frelsisgyðjan Libertis sagði við hinn gamla, fáfróða heim að í framtíðarlandinu væru hinir uppgefnu, þreyttu og frelsisþyrstu velkomnir. Þetta göfuga viðhorf var framan af leiðarstef leiðtoga á heimssviðinu. En um leið er boðskapurinn djúpstæður og mikilvægur vitnisburður um uppruna allra þjóða og samfélaga frá örófi alda – þau eiga uppruna sinn og menningu að rekja til fólksflutninga, blöndunar mismunandi hópa og sífelldrar innleiðingar nýrra hugmynda, gilda og viðmiða. Villimennskan sem bandarísk yfirvöld hafa sýnt í garð þeirra sem þangað leita í von um öruggt athvarf er viðurstyggileg, en þó ekki óvænt miðað við það sem Bandaríkjaforseti lofaði í kosningabaráttu sinni. Forsetinn og handbendi hans vísa í lög máli sínu til stuðnings, en allir sjá að óþarfi er að beita þeim með þessum hætti. Forsetinn kennir minnihluta Demókrata á Bandaríkjaþingi um stöðuna, sem er auðvitað fásinna. Að mati bandarískra yfirvalda glatar einstaklingurinn mannréttindum sínum þegar hann kemur til landsins án vegabréfsáritunar. Og nú er svo komið að börn eru geymd í hundraðatali bak við lás og slá, fjarri foreldrum sínum. En þessi þjóðernisrembingur einskorðast auðvitað ekki við Bandaríkin. Við höfum séð slíkt spretta fram víða um heim á undanförnum árum, þar á meðal í Evrópu. Oft eru þetta leiðtogar sem hafa tilhneigingu til að dást að einveldistilburðum, líkt og í tilfelli Bandaríkjaforseta sem opinberlega hefur lýst aðdáun sinni á kollegum sínum í Rússlandi og Norður-Kóreu. Það ætti að vera markmið okkar sem vitum betur, okkar einstaklinganna og þeirra sem við höfum valið til að tala fyrir okkar hönd, að mótmæla þjóðrembingi og þeim hörmungum sem hljótast af honum. Þessari meinsemd verður að mæta með andófi, og leiðtogar okkar eru meðsekir þeim, sem hirða ekki um mannlega reisn og þverbrjóta á mannréttindum þeirra sem minna mega sín, láti þeir ekki í sér heyra. Sem aðili að Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum eigum við að láta í okkur heyra, ekki bara til að mótmæla mannfyrirlitningunni í Bandaríkjunum, heldur einnig til að segja hingað og ekki lengra við þá sem telja landamærin æðri mannskepnunni.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun