Nýútgefin gögn varpa ljósi á mannskæðan YouTube-hrekk Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2018 08:35 Perez og Ruiz í myndbandi sem saksóknarar birtu á dögunum. Í stiklunni sést parið undirbúa atriðið, sem lyktaði með andláti Ruiz. Skjáskot/Youtube Saksóknarar í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum birtu á dögunum ný myndbönd, auk annarra gagna, í tengslum við mál Monulisu Perez og Pedro Ruiz. Perez skaut Ruiz til bana í myndbandi sem birt var á netinu en töluvert var fjallað um málið á sínum tíma.Sjá einnig: Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Hin nýútgefnu myndbönd, auk afrits af samtali parsins rétt áður en Perez tók í gikkinn, varpa nýju ljósi á aðdraganda atviksins sem átti sér stað í júní í fyrra. Myndband af atvikinu sjálfu, og þar með síðustu andartökum í lífi Ruiz, var ekki gefið út þar eð saksóknarar töldu það ekki eiga erindi við almenning. Í téðu afriti af samtali Ruiz og Perez lýsir hin síðarnefnda yfir mikilli tregðu til að framkvæma hrekkinn. „Ég get ekki gert þetta, elskan,“ segir hún. „Ég er svo hrædd,“ bætir hún við en á meðan beinir Ruiz til hennar tilmælum um hvar hún eigi að standa. „Elskan, ég ætla ekki að gera þetta. Ég get það ekki,“ segir Perez. Parið virðir fyrir sér byssuna sem að endingu var notuð til verksins.Skjáskot/YoutubeÞá birtu saksóknarar einnig nokkurs konar stiklu, sem parið hlóð inn á YouTube-reikning sinn til að auglýsa byssuhrekkinn, en í henni sjást þau við undirbúning. Í myndbandinu sýna þau auk þess byssuna sem nota átti við framkvæmdina auk þess sem Ruiz skýrir frá áætlunum sínum. „Ef ég dey þá er ég svo gott sem tilbúinn til að fara til himnaríkis strax. Ef ég dey er ég tilbúinn fyrir Jesú. Hann mun líklega ekki taka á móti mér við hliðið vegna þess hversu heimskulegt þetta er, en ég er fullviss um að kærasta mín muni hæfa bókina en ekki mig.“ Afrit af yfirheyrslum lögreglu yfir Perez voru einnig gefin út en þar segir hún Ruiz hafa reynt að sannfæra hana um að framkvæma atriðið svo vikum skipti. Hún hafi ávallt þvertekið fyrir það en látið undan þrýstingnum rétt áður en þau réðust í verkið. Perez var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp í mars síðastliðnum. Hún játaði á sínum að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust með því þegar Perez hleypti af en atriðinu var streymt beint á netinu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir mannskæðan YouTube-hrekk Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. 14. mars 2018 23:42 Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Saksóknarar í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum birtu á dögunum ný myndbönd, auk annarra gagna, í tengslum við mál Monulisu Perez og Pedro Ruiz. Perez skaut Ruiz til bana í myndbandi sem birt var á netinu en töluvert var fjallað um málið á sínum tíma.Sjá einnig: Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Hin nýútgefnu myndbönd, auk afrits af samtali parsins rétt áður en Perez tók í gikkinn, varpa nýju ljósi á aðdraganda atviksins sem átti sér stað í júní í fyrra. Myndband af atvikinu sjálfu, og þar með síðustu andartökum í lífi Ruiz, var ekki gefið út þar eð saksóknarar töldu það ekki eiga erindi við almenning. Í téðu afriti af samtali Ruiz og Perez lýsir hin síðarnefnda yfir mikilli tregðu til að framkvæma hrekkinn. „Ég get ekki gert þetta, elskan,“ segir hún. „Ég er svo hrædd,“ bætir hún við en á meðan beinir Ruiz til hennar tilmælum um hvar hún eigi að standa. „Elskan, ég ætla ekki að gera þetta. Ég get það ekki,“ segir Perez. Parið virðir fyrir sér byssuna sem að endingu var notuð til verksins.Skjáskot/YoutubeÞá birtu saksóknarar einnig nokkurs konar stiklu, sem parið hlóð inn á YouTube-reikning sinn til að auglýsa byssuhrekkinn, en í henni sjást þau við undirbúning. Í myndbandinu sýna þau auk þess byssuna sem nota átti við framkvæmdina auk þess sem Ruiz skýrir frá áætlunum sínum. „Ef ég dey þá er ég svo gott sem tilbúinn til að fara til himnaríkis strax. Ef ég dey er ég tilbúinn fyrir Jesú. Hann mun líklega ekki taka á móti mér við hliðið vegna þess hversu heimskulegt þetta er, en ég er fullviss um að kærasta mín muni hæfa bókina en ekki mig.“ Afrit af yfirheyrslum lögreglu yfir Perez voru einnig gefin út en þar segir hún Ruiz hafa reynt að sannfæra hana um að framkvæma atriðið svo vikum skipti. Hún hafi ávallt þvertekið fyrir það en látið undan þrýstingnum rétt áður en þau réðust í verkið. Perez var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp í mars síðastliðnum. Hún játaði á sínum að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust með því þegar Perez hleypti af en atriðinu var streymt beint á netinu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir mannskæðan YouTube-hrekk Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. 14. mars 2018 23:42 Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir mannskæðan YouTube-hrekk Hin tvítuga Monalisa Perez, sem skaut kærasta sinn til bana í myndbandi sem birt var á YouTube, hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi. 14. mars 2018 23:42
Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Skaut kærasta sinn til bana en parið taldi að alfræðiorðabók myndi stöðva byssukúluna. 20. desember 2017 19:54