Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2018 14:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Kanada í dag. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. Trump er sagður hafa haldið reiðilestur yfir öðrum fundargestum um það hve illa þeir kæmu fram við Bandaríkin. Starfsmaður forsetaembættis Frakklands sagði blaðamönnum að reiðilestur Trump hefði verið frekar óhefðbundinn en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefði svarað honum „kurteisislega en með ákveðnum hætti og komið sjónarmiði Evrópu á framfæri.Eftir fundinn hélt Trump ræðu þar sem hann kvartaði meðal annars yfir óhæfi fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna og því að Rússum hefði verið vikið úr G8, eins og ríkin voru kölluð á árum áður. Í ræðu sinni í dag hrósaði Trump hinum leiðtogunum fyrir „brjálaða“ samninga sem þeim hafi tekist að gera við Bandaríkin. Hann sagðist ekki kenna þeim um að þeir hefðu grætt svo vel á Bandaríkjunum því það væri fyrrverandi leiðtogum Bandaríkjanna að kenna. „Við erum eins og sparibaukur sem allir eru að ræna úr. Það hættir núna,“ sagði Trump og bætti við að ef það myndi ekki hætta myndu Bandaríkin hætta viðskiptum við þessi ríki, helstu bandamenn Bandaríkjanna um áraraðir. Trump sagði að hann vildi helst að allir tollar yrðu lagðir niður, þó hann hafi ítrekað lýst sig andsnúinn fríverslunarsamningum.Mætti seint og fer snemma Trump mætti of seint á fyrsta fund dagsins í dag sem sneri að jafnrétti kynjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hóf fundinn þó áður en Trump mætti og í opnunarræðu sinni gerði hann létt grín að seinleika bandaríska forsetans. Þá mun Trump fara snemma af fundinum í dag, áður en tvo málefni verða tekin fyrir. Þau málefni eru loftslagsbreytingar og verndun hafsins.Réttast að hleypa Rússum aftur inn Þegar Trump ræddi um Rússland sagði hann að „eitthvað hefði gerst“ sem leiddi til þess að Rússum var vikið úr G8. Réttast væri að hleypa þeim inn aftur. Aðrir leiðtogar G7 ríkjanna hafa lýst því yfir að þeir séu á móti því að hleypa Rússum aftur inn. Blaðamaður Politico benti honum síðan á að „eitthvað“ hefði verið innlimun Rússa á Krímskaga frá Úkraínu og spurði Trump hvort að hann ætlaði sér að viðurkenna með opinberum hætti að Kímskagi væri hluti af Rússlandi. Þá svaraði Trump að blaðamaðurinn þyrfti að spyrja Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að því. Hann hefði leyft Rússum að taka Krímskaga. Trump sagðist vilja hleypa Rússum inn í G8 án þess að skila Krímskaga. Trump endaði fundinn á því að kvarta yfir fjölmiðlum og sagði þá flesta vera einstaklega óheiðarlega, áður en hann þakkaði fjölmiðlafólkinu fyrir og fór. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. Trump er sagður hafa haldið reiðilestur yfir öðrum fundargestum um það hve illa þeir kæmu fram við Bandaríkin. Starfsmaður forsetaembættis Frakklands sagði blaðamönnum að reiðilestur Trump hefði verið frekar óhefðbundinn en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefði svarað honum „kurteisislega en með ákveðnum hætti og komið sjónarmiði Evrópu á framfæri.Eftir fundinn hélt Trump ræðu þar sem hann kvartaði meðal annars yfir óhæfi fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna og því að Rússum hefði verið vikið úr G8, eins og ríkin voru kölluð á árum áður. Í ræðu sinni í dag hrósaði Trump hinum leiðtogunum fyrir „brjálaða“ samninga sem þeim hafi tekist að gera við Bandaríkin. Hann sagðist ekki kenna þeim um að þeir hefðu grætt svo vel á Bandaríkjunum því það væri fyrrverandi leiðtogum Bandaríkjanna að kenna. „Við erum eins og sparibaukur sem allir eru að ræna úr. Það hættir núna,“ sagði Trump og bætti við að ef það myndi ekki hætta myndu Bandaríkin hætta viðskiptum við þessi ríki, helstu bandamenn Bandaríkjanna um áraraðir. Trump sagði að hann vildi helst að allir tollar yrðu lagðir niður, þó hann hafi ítrekað lýst sig andsnúinn fríverslunarsamningum.Mætti seint og fer snemma Trump mætti of seint á fyrsta fund dagsins í dag sem sneri að jafnrétti kynjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hóf fundinn þó áður en Trump mætti og í opnunarræðu sinni gerði hann létt grín að seinleika bandaríska forsetans. Þá mun Trump fara snemma af fundinum í dag, áður en tvo málefni verða tekin fyrir. Þau málefni eru loftslagsbreytingar og verndun hafsins.Réttast að hleypa Rússum aftur inn Þegar Trump ræddi um Rússland sagði hann að „eitthvað hefði gerst“ sem leiddi til þess að Rússum var vikið úr G8. Réttast væri að hleypa þeim inn aftur. Aðrir leiðtogar G7 ríkjanna hafa lýst því yfir að þeir séu á móti því að hleypa Rússum aftur inn. Blaðamaður Politico benti honum síðan á að „eitthvað“ hefði verið innlimun Rússa á Krímskaga frá Úkraínu og spurði Trump hvort að hann ætlaði sér að viðurkenna með opinberum hætti að Kímskagi væri hluti af Rússlandi. Þá svaraði Trump að blaðamaðurinn þyrfti að spyrja Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að því. Hann hefði leyft Rússum að taka Krímskaga. Trump sagðist vilja hleypa Rússum inn í G8 án þess að skila Krímskaga. Trump endaði fundinn á því að kvarta yfir fjölmiðlum og sagði þá flesta vera einstaklega óheiðarlega, áður en hann þakkaði fjölmiðlafólkinu fyrir og fór.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30
Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10
Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43
Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36
Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28
Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30