Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2018 14:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Kanada í dag. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. Trump er sagður hafa haldið reiðilestur yfir öðrum fundargestum um það hve illa þeir kæmu fram við Bandaríkin. Starfsmaður forsetaembættis Frakklands sagði blaðamönnum að reiðilestur Trump hefði verið frekar óhefðbundinn en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefði svarað honum „kurteisislega en með ákveðnum hætti og komið sjónarmiði Evrópu á framfæri.Eftir fundinn hélt Trump ræðu þar sem hann kvartaði meðal annars yfir óhæfi fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna og því að Rússum hefði verið vikið úr G8, eins og ríkin voru kölluð á árum áður. Í ræðu sinni í dag hrósaði Trump hinum leiðtogunum fyrir „brjálaða“ samninga sem þeim hafi tekist að gera við Bandaríkin. Hann sagðist ekki kenna þeim um að þeir hefðu grætt svo vel á Bandaríkjunum því það væri fyrrverandi leiðtogum Bandaríkjanna að kenna. „Við erum eins og sparibaukur sem allir eru að ræna úr. Það hættir núna,“ sagði Trump og bætti við að ef það myndi ekki hætta myndu Bandaríkin hætta viðskiptum við þessi ríki, helstu bandamenn Bandaríkjanna um áraraðir. Trump sagði að hann vildi helst að allir tollar yrðu lagðir niður, þó hann hafi ítrekað lýst sig andsnúinn fríverslunarsamningum.Mætti seint og fer snemma Trump mætti of seint á fyrsta fund dagsins í dag sem sneri að jafnrétti kynjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hóf fundinn þó áður en Trump mætti og í opnunarræðu sinni gerði hann létt grín að seinleika bandaríska forsetans. Þá mun Trump fara snemma af fundinum í dag, áður en tvo málefni verða tekin fyrir. Þau málefni eru loftslagsbreytingar og verndun hafsins.Réttast að hleypa Rússum aftur inn Þegar Trump ræddi um Rússland sagði hann að „eitthvað hefði gerst“ sem leiddi til þess að Rússum var vikið úr G8. Réttast væri að hleypa þeim inn aftur. Aðrir leiðtogar G7 ríkjanna hafa lýst því yfir að þeir séu á móti því að hleypa Rússum aftur inn. Blaðamaður Politico benti honum síðan á að „eitthvað“ hefði verið innlimun Rússa á Krímskaga frá Úkraínu og spurði Trump hvort að hann ætlaði sér að viðurkenna með opinberum hætti að Kímskagi væri hluti af Rússlandi. Þá svaraði Trump að blaðamaðurinn þyrfti að spyrja Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að því. Hann hefði leyft Rússum að taka Krímskaga. Trump sagðist vilja hleypa Rússum inn í G8 án þess að skila Krímskaga. Trump endaði fundinn á því að kvarta yfir fjölmiðlum og sagði þá flesta vera einstaklega óheiðarlega, áður en hann þakkaði fjölmiðlafólkinu fyrir og fór. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. Trump er sagður hafa haldið reiðilestur yfir öðrum fundargestum um það hve illa þeir kæmu fram við Bandaríkin. Starfsmaður forsetaembættis Frakklands sagði blaðamönnum að reiðilestur Trump hefði verið frekar óhefðbundinn en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefði svarað honum „kurteisislega en með ákveðnum hætti og komið sjónarmiði Evrópu á framfæri.Eftir fundinn hélt Trump ræðu þar sem hann kvartaði meðal annars yfir óhæfi fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna og því að Rússum hefði verið vikið úr G8, eins og ríkin voru kölluð á árum áður. Í ræðu sinni í dag hrósaði Trump hinum leiðtogunum fyrir „brjálaða“ samninga sem þeim hafi tekist að gera við Bandaríkin. Hann sagðist ekki kenna þeim um að þeir hefðu grætt svo vel á Bandaríkjunum því það væri fyrrverandi leiðtogum Bandaríkjanna að kenna. „Við erum eins og sparibaukur sem allir eru að ræna úr. Það hættir núna,“ sagði Trump og bætti við að ef það myndi ekki hætta myndu Bandaríkin hætta viðskiptum við þessi ríki, helstu bandamenn Bandaríkjanna um áraraðir. Trump sagði að hann vildi helst að allir tollar yrðu lagðir niður, þó hann hafi ítrekað lýst sig andsnúinn fríverslunarsamningum.Mætti seint og fer snemma Trump mætti of seint á fyrsta fund dagsins í dag sem sneri að jafnrétti kynjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hóf fundinn þó áður en Trump mætti og í opnunarræðu sinni gerði hann létt grín að seinleika bandaríska forsetans. Þá mun Trump fara snemma af fundinum í dag, áður en tvo málefni verða tekin fyrir. Þau málefni eru loftslagsbreytingar og verndun hafsins.Réttast að hleypa Rússum aftur inn Þegar Trump ræddi um Rússland sagði hann að „eitthvað hefði gerst“ sem leiddi til þess að Rússum var vikið úr G8. Réttast væri að hleypa þeim inn aftur. Aðrir leiðtogar G7 ríkjanna hafa lýst því yfir að þeir séu á móti því að hleypa Rússum aftur inn. Blaðamaður Politico benti honum síðan á að „eitthvað“ hefði verið innlimun Rússa á Krímskaga frá Úkraínu og spurði Trump hvort að hann ætlaði sér að viðurkenna með opinberum hætti að Kímskagi væri hluti af Rússlandi. Þá svaraði Trump að blaðamaðurinn þyrfti að spyrja Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að því. Hann hefði leyft Rússum að taka Krímskaga. Trump sagðist vilja hleypa Rússum inn í G8 án þess að skila Krímskaga. Trump endaði fundinn á því að kvarta yfir fjölmiðlum og sagði þá flesta vera einstaklega óheiðarlega, áður en hann þakkaði fjölmiðlafólkinu fyrir og fór.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30
Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10
Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43
Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36
Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28
Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent