Ferðalangarnir þakklátir eftir hrakfarirnar í Botnsfjalli Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 07:03 Dayne Stone og Michael Hughes komust í hann krappan á Íslandi um helgina. Facebook Ferðalangarnir tveir, sem bjargað var úr hlíðum Botnsfjalls á sunnudag, eru gríðarlega þakklátir björgunarsveitarmönnum og þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar sem komu þeim til aðstoðar. Þeir segjast vera vanir fjallgöngumenn en að aðstæðurnar hafi breyst svo snögglega að þeir hafi neyðst til að kalla eftir björgun. Mennirnir tveir, hinn tvítugi Michael Hughes og hinn 23 ára gamli Dayne Stone, eru velskir og í samtali við þarlenda miðla lýsa þeir hrakförum sínum á Íslandi. Hér að neðan má jafnframt sjá myndband sem þeir birtu á Facebook eftir björgunina.Sjá einnig: Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Er þeir óku um Snæfellsnes um helgina ákváðu Hughes og Stone að ganga upp á Botnsfjall, sem er í grennd við Arnarstapa. Aðstæður voru nokkuð erfiðar að þeirra sögn, mjög hált var í brekkunum og eftir því sem þær fikruðu sig ofar varð alltaf brattara og brattara. Að endingu komust þeir upp á fjallið - en þá var engin fýsileg leið niður. Eina undankomuleiðin var að klifra niður ísilagðan foss sem liðast niður eina hlíðina. Þeir áttuðu sig hins vegar fljótt á því að það myndi reynast þeim ómögulegt, þar sem þeir höfðu ekki með sér búnað sem bauð upp á slíkt ísklifur.Þetta myndband tók Stone um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt mánudags Ekki bætti úr skák að jökulkalt var uppi á toppi Botnsfjalls og að það var byrjað að dimma þegar þeir reyndu að fikra sig niður. Eftir að hafa reynt í nokkrar klukkustundir gáfust þeir að lokum upp og hringdu, að þeirra sögn, í Landhelgisgæsluna. Fyrst komu lögreglu- og björgunarsveitarmenn á vettvang en þeir mátu aðstæður svo að mjög langan tíma tæki að bjarga þeim með 30 manna gönguhópnum sem kallaður var út. Var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu sem bjargaði þeim af fjallinu um klukkan 3 um nóttina og ekkert amaði að þeim. Þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður segjast Hughes og Stone hafa haldið ró sinni. Þeir hafi áður lent í sambærilegum aðstæðum og náðu þá að bjarga sér sjálfir úr þeim. Þeir séu hins vegar ekki vanir íslenska jarðveginum og því hafi þeir ekki viljað taka óþarfa áhættu þegar upp var komið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Dayne Stone birti á Facebook á mánudagsmorgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Ferðalangarnir tveir, sem bjargað var úr hlíðum Botnsfjalls á sunnudag, eru gríðarlega þakklátir björgunarsveitarmönnum og þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar sem komu þeim til aðstoðar. Þeir segjast vera vanir fjallgöngumenn en að aðstæðurnar hafi breyst svo snögglega að þeir hafi neyðst til að kalla eftir björgun. Mennirnir tveir, hinn tvítugi Michael Hughes og hinn 23 ára gamli Dayne Stone, eru velskir og í samtali við þarlenda miðla lýsa þeir hrakförum sínum á Íslandi. Hér að neðan má jafnframt sjá myndband sem þeir birtu á Facebook eftir björgunina.Sjá einnig: Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Er þeir óku um Snæfellsnes um helgina ákváðu Hughes og Stone að ganga upp á Botnsfjall, sem er í grennd við Arnarstapa. Aðstæður voru nokkuð erfiðar að þeirra sögn, mjög hált var í brekkunum og eftir því sem þær fikruðu sig ofar varð alltaf brattara og brattara. Að endingu komust þeir upp á fjallið - en þá var engin fýsileg leið niður. Eina undankomuleiðin var að klifra niður ísilagðan foss sem liðast niður eina hlíðina. Þeir áttuðu sig hins vegar fljótt á því að það myndi reynast þeim ómögulegt, þar sem þeir höfðu ekki með sér búnað sem bauð upp á slíkt ísklifur.Þetta myndband tók Stone um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt mánudags Ekki bætti úr skák að jökulkalt var uppi á toppi Botnsfjalls og að það var byrjað að dimma þegar þeir reyndu að fikra sig niður. Eftir að hafa reynt í nokkrar klukkustundir gáfust þeir að lokum upp og hringdu, að þeirra sögn, í Landhelgisgæsluna. Fyrst komu lögreglu- og björgunarsveitarmenn á vettvang en þeir mátu aðstæður svo að mjög langan tíma tæki að bjarga þeim með 30 manna gönguhópnum sem kallaður var út. Var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlu sem bjargaði þeim af fjallinu um klukkan 3 um nóttina og ekkert amaði að þeim. Þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður segjast Hughes og Stone hafa haldið ró sinni. Þeir hafi áður lent í sambærilegum aðstæðum og náðu þá að bjarga sér sjálfir úr þeim. Þeir séu hins vegar ekki vanir íslenska jarðveginum og því hafi þeir ekki viljað taka óþarfa áhættu þegar upp var komið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Dayne Stone birti á Facebook á mánudagsmorgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði ferðamönnum úr sjálfheldu í nótt Tveimur erlendum ferðamönnum var bjargað úr sjálfheldu í hlíðum Botnfjalls. 16. apríl 2018 08:15