Refsa Rússum fyrir afskiptin Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2018 16:28 Steve Mnuchin og Donald Trump. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakar Rússa um áframhaldandi tölvuárásir á raforkukerfi Bandaríkjanna og öðrum innviðum ríkisins.Þá sagði Trump í dag að útlit væri fyrir að Rússar stæðu að baki morðtilraun á rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal, sem reynt var að myrða með taugaeitri í Bretlandi. „Það lítur svo sannarlega út fyrir að Rússar séu á bakvið hana, eitthvað sem hefði aldrei átt að gerast og við tökum það mjög alvarlega eins og ég held að margir aðrir gera,“ sagði Trump. Hann sagðist einnig eiga í miklum viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um hvernig bregðast ætti við.Refsiaðgerðirnar, sem byggja á frumvarpi sem báðar deildir þingsins samþykktu í fyrra og Trump hefur ekki framfylgt, beinast að 19 aðilum og fimm stofnunum Rússlands. Þar á meðal eru þrettán starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði í síðasta mánuði.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgÞar að auki beinast aðgerðirnar gegn leyniþjónustu herafla Rússlands (GRU), Tröllaverksmiðjunni sjálfri, Leyniþjónustu Rússlands (FSB), starfsmönnum hennar og auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin, sem rekur og fjármagnar verksmiðjuna.Eignir aðilanna og stofnanna í Bandaríkjunum verða frystar og ríkisborgurum verður meinað að eiga í viðskiptum við þau. Í umfjöllun Washington Post segir að aðgerðirnar séu þær umfangsmestu sem ríkisstjórn Trump hafi gripið til gegn Rússlandi og þeim sé ætlað að draga úr vilja Rússa til að hafa áhrif á þingkosningar Bandaríkjanna í nóvember.Mnuchin sagði að ráðuneyti hans ætlaði beita frekari aðgerðum til að draga rússneska embættismenn og auðjöfra til ábyrgðar fyrir aðgerðir þeirra til að grafa undan lýðræðinu í Bandaríkjunum. Það væri gert með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sagði yfirvöld í Moskvu undirbúin fyrir aðgerðir Bandaríkjanna. Þá sagði hann þær vera lið í áætlun Bandaríkjanna að grafa undan forsetakosningum Rússlands á laugardaginn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakar Rússa um áframhaldandi tölvuárásir á raforkukerfi Bandaríkjanna og öðrum innviðum ríkisins.Þá sagði Trump í dag að útlit væri fyrir að Rússar stæðu að baki morðtilraun á rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal, sem reynt var að myrða með taugaeitri í Bretlandi. „Það lítur svo sannarlega út fyrir að Rússar séu á bakvið hana, eitthvað sem hefði aldrei átt að gerast og við tökum það mjög alvarlega eins og ég held að margir aðrir gera,“ sagði Trump. Hann sagðist einnig eiga í miklum viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um hvernig bregðast ætti við.Refsiaðgerðirnar, sem byggja á frumvarpi sem báðar deildir þingsins samþykktu í fyrra og Trump hefur ekki framfylgt, beinast að 19 aðilum og fimm stofnunum Rússlands. Þar á meðal eru þrettán starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði í síðasta mánuði.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgÞar að auki beinast aðgerðirnar gegn leyniþjónustu herafla Rússlands (GRU), Tröllaverksmiðjunni sjálfri, Leyniþjónustu Rússlands (FSB), starfsmönnum hennar og auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin, sem rekur og fjármagnar verksmiðjuna.Eignir aðilanna og stofnanna í Bandaríkjunum verða frystar og ríkisborgurum verður meinað að eiga í viðskiptum við þau. Í umfjöllun Washington Post segir að aðgerðirnar séu þær umfangsmestu sem ríkisstjórn Trump hafi gripið til gegn Rússlandi og þeim sé ætlað að draga úr vilja Rússa til að hafa áhrif á þingkosningar Bandaríkjanna í nóvember.Mnuchin sagði að ráðuneyti hans ætlaði beita frekari aðgerðum til að draga rússneska embættismenn og auðjöfra til ábyrgðar fyrir aðgerðir þeirra til að grafa undan lýðræðinu í Bandaríkjunum. Það væri gert með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sagði yfirvöld í Moskvu undirbúin fyrir aðgerðir Bandaríkjanna. Þá sagði hann þær vera lið í áætlun Bandaríkjanna að grafa undan forsetakosningum Rússlands á laugardaginn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Sjá meira
Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48
Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016 vekja usla. 13. febrúar 2018 16:30
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52