Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 19:00 James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, er sakaður um að hafa blekkt dómara. Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Síðastliðinn mánudag greiddu repúblikanar, sem eru í meirihluta nefndarinnar, atkvæði með því að birta hið fjögurra blaðsíðna minnisblað sem formaður nefndarinnar, Devin Nunes, lét taka saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér eða skoða í sérstökum kassa hér fyrir neðan.Þar sem minnisblaðið var leynilegt var það sent til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem fékk fimm daga til að taka ákvörðun um hvort minnisblaðið yrði gert opinbert eða ekki.Tók hann ákvörðun í dag um að birta minnisblaðið.Minnisblaðið er afar umdeilt og hafa demókratar, sem og FBI ásamt dómsmálaráðuneytinu harðlega gagnrýnt birtingu þess.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBandarískivefmiðillinn Vox hefur tekið saman efni minnisblaðsinsog segir í umfjöllun Vox að í minnisblaðinu megi finna fjölmargar eldfimar ásakanir sem kunni að koma illa við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni svokölluðu.Eftirfarandi eru lykilfullyrðingar minnisblaðsins en rétt er að taka fram að FBI telur að efnislegar staðreyndir semhefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðingaí minnisblaðinu hafi verið skildar út undan. FBI notaði hina umdeildu Steele-skýrslu sem tekin var saman af Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustumanni til þess að fá heimild til þess að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump. Í skýrslunni er því haldið fram að náið samstarf hafi verið á milli Donald Trump og yfirvalda í Rússlandi. Skýrslan var að hluta til fjármögnuð að framboði Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum 2016. Í minnisblaðinu segir að þetta sé alvarlegt vandamálEmbættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI vissu að lögfræðingur á vegum framboðs Clinton hafi fjármagnað skýrsluna á óbeinan hátt án þess að taka það fram í dómsal þegar farið var fram á heimild til þess að hlera framboð Trump. Þá var þetta heldur ekki tekið fram þegar heimildin var endurnýjuð.Þá er því einnig haldið fram að í samræðum við Bruce Ohr, þáverandi aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna í september 2016, hafi Steele sagst vera mjög áfram um það að Trump yrði ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þá starfaði eiginkona Ohr fyrir fyrirtækið sem réð Steele til þess að vinna skýrsluna. Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum og pólitískum grundvelli. Ljóst þykir að repúblikanar munu nota efni minnisblaðsins til þess að grafa undan rannsókn Mueller. Devin Nunes hefur sagt að minnisblaðið leiði það í ljós að háttsettir embættismenn hafi notað óstaðfestar upplýsingar til þess að fá heimild til þess að hlera framboð í miðri kosningabaráttu.Þá gaf Trump til kynna í dag á Twitter að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Hefur verið greint frá því að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu. Þá hefur Washington Post eftir heimildarmönnum innan löggæslustofnanna Bandaríkjanna að þeir óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem átyllu til þess að reka Rosenstein, sem er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. Síðastliðinn mánudag greiddu repúblikanar, sem eru í meirihluta nefndarinnar, atkvæði með því að birta hið fjögurra blaðsíðna minnisblað sem formaður nefndarinnar, Devin Nunes, lét taka saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér eða skoða í sérstökum kassa hér fyrir neðan.Þar sem minnisblaðið var leynilegt var það sent til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem fékk fimm daga til að taka ákvörðun um hvort minnisblaðið yrði gert opinbert eða ekki.Tók hann ákvörðun í dag um að birta minnisblaðið.Minnisblaðið er afar umdeilt og hafa demókratar, sem og FBI ásamt dómsmálaráðuneytinu harðlega gagnrýnt birtingu þess.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBandarískivefmiðillinn Vox hefur tekið saman efni minnisblaðsinsog segir í umfjöllun Vox að í minnisblaðinu megi finna fjölmargar eldfimar ásakanir sem kunni að koma illa við rannsókn Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni svokölluðu.Eftirfarandi eru lykilfullyrðingar minnisblaðsins en rétt er að taka fram að FBI telur að efnislegar staðreyndir semhefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðingaí minnisblaðinu hafi verið skildar út undan. FBI notaði hina umdeildu Steele-skýrslu sem tekin var saman af Christopher Steele, fyrrverandi leyniþjónustumanni til þess að fá heimild til þess að hlera fyrrverandi starfsmann framboðs Trump. Í skýrslunni er því haldið fram að náið samstarf hafi verið á milli Donald Trump og yfirvalda í Rússlandi. Skýrslan var að hluta til fjármögnuð að framboði Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum 2016. Í minnisblaðinu segir að þetta sé alvarlegt vandamálEmbættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI vissu að lögfræðingur á vegum framboðs Clinton hafi fjármagnað skýrsluna á óbeinan hátt án þess að taka það fram í dómsal þegar farið var fram á heimild til þess að hlera framboð Trump. Þá var þetta heldur ekki tekið fram þegar heimildin var endurnýjuð.Þá er því einnig haldið fram að í samræðum við Bruce Ohr, þáverandi aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna í september 2016, hafi Steele sagst vera mjög áfram um það að Trump yrði ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þá starfaði eiginkona Ohr fyrir fyrirtækið sem réð Steele til þess að vinna skýrsluna. Í minnisblaðinu er því haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum og pólitískum grundvelli. Ljóst þykir að repúblikanar munu nota efni minnisblaðsins til þess að grafa undan rannsókn Mueller. Devin Nunes hefur sagt að minnisblaðið leiði það í ljós að háttsettir embættismenn hafi notað óstaðfestar upplýsingar til þess að fá heimild til þess að hlera framboð í miðri kosningabaráttu.Þá gaf Trump til kynna í dag á Twitter að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Hefur verið greint frá því að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu. Þá hefur Washington Post eftir heimildarmönnum innan löggæslustofnanna Bandaríkjanna að þeir óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem átyllu til þess að reka Rosenstein, sem er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. 2. febrúar 2018 17:26
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00