Þú og ég töpum á brottkasti Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson skrifar 13. desember 2017 07:00 Brottkast og endurvigtun eru alvarlegt en nokkuð dulið vandamál. Þetta eru umhverfismál en þau bitna líka fjárhagslega bæði á sjómönnum og þjóðinni allri. Minni afli á land og í bókhaldið gefur af sér minna aflaverðmæti. Sjómenn fá þá minna í sinn hlut og þjóðin verður af skatttekjum. Umfjöllun Kveiks um brottkast, endurvigtun og annan subbuskap við fiskveiðar í nóvember vakti mikla athygli. Sérfræðingar hafa bent á leiðir til að sporna við þessum vanda, m.a. úrbætur á lögum og reglum, aukið eftirlit og hert viðurlög. Bent hefur verið á að kvótakerfið sé með innbyggða hvata til brottkasts sem þarf að fjarlægja með lagabreytingum. Hugmyndir um hvata til þess að koma með allan fisk að landi eru áhugaverðar og þarf að skoða betur. Aukið eftirlit getur falið í sér tíðari heimsóknir eftirlitsaðila um borð en einnig sjálfvirkar myndavélar um borð í öllum bátum og skipum. Þá hafa eftirlitsaðilar bent á að erfið sönnunarbyrði og bitlaus viðurlög við brotum geri það að verkum að brottkast sé meira en ella. Leyfi til endurvigtunar á eigin afla er dæmi um kerfisgalla sem er auðvelt að lagfæra. Það er óþarfi að sanna svindl af þessu tagi. Það nægir að möguleiki á svindli er til staðar, innbyggður í kerfið. Flestir hljóta að sjá gallana sem fylgja því að leyfa eiganda aflans að endurvigta hann. Þetta er skýr kerfisgalli sem hægt er að koma í veg fyrir með einfaldri lagabreytingu þess efnis að afnema alla endurvigtun og setja þess í stað fasta ísprósentu á allar aflategundir. Það eru kostir og gallar við þessar lausnir en við Píratar erum sammála um að óbreytt ástand er óásættanlegt. Píratar njóta nú liðsinnis Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu til þess að ræða lausnir á vandanum. Það er brýnt að vandinn verði leystur og mikilvægt að Íslendingar séu til fyrirmyndar í allri umgengni við sjávarauðlindina. Álfheiður Eymarsdóttir er varaþingmaður Pírata.Gunnar Ingiberg Guðmundsson er Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Brottkast og endurvigtun eru alvarlegt en nokkuð dulið vandamál. Þetta eru umhverfismál en þau bitna líka fjárhagslega bæði á sjómönnum og þjóðinni allri. Minni afli á land og í bókhaldið gefur af sér minna aflaverðmæti. Sjómenn fá þá minna í sinn hlut og þjóðin verður af skatttekjum. Umfjöllun Kveiks um brottkast, endurvigtun og annan subbuskap við fiskveiðar í nóvember vakti mikla athygli. Sérfræðingar hafa bent á leiðir til að sporna við þessum vanda, m.a. úrbætur á lögum og reglum, aukið eftirlit og hert viðurlög. Bent hefur verið á að kvótakerfið sé með innbyggða hvata til brottkasts sem þarf að fjarlægja með lagabreytingum. Hugmyndir um hvata til þess að koma með allan fisk að landi eru áhugaverðar og þarf að skoða betur. Aukið eftirlit getur falið í sér tíðari heimsóknir eftirlitsaðila um borð en einnig sjálfvirkar myndavélar um borð í öllum bátum og skipum. Þá hafa eftirlitsaðilar bent á að erfið sönnunarbyrði og bitlaus viðurlög við brotum geri það að verkum að brottkast sé meira en ella. Leyfi til endurvigtunar á eigin afla er dæmi um kerfisgalla sem er auðvelt að lagfæra. Það er óþarfi að sanna svindl af þessu tagi. Það nægir að möguleiki á svindli er til staðar, innbyggður í kerfið. Flestir hljóta að sjá gallana sem fylgja því að leyfa eiganda aflans að endurvigta hann. Þetta er skýr kerfisgalli sem hægt er að koma í veg fyrir með einfaldri lagabreytingu þess efnis að afnema alla endurvigtun og setja þess í stað fasta ísprósentu á allar aflategundir. Það eru kostir og gallar við þessar lausnir en við Píratar erum sammála um að óbreytt ástand er óásættanlegt. Píratar njóta nú liðsinnis Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu til þess að ræða lausnir á vandanum. Það er brýnt að vandinn verði leystur og mikilvægt að Íslendingar séu til fyrirmyndar í allri umgengni við sjávarauðlindina. Álfheiður Eymarsdóttir er varaþingmaður Pírata.Gunnar Ingiberg Guðmundsson er Pírati.
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar