Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 3. júlí 2017 15:30 Farsímar eru ekki óalgeng sjón í umferðinni. Ómar Smári Ármannson, aðstoðaryfirlögregluþjónn starfar á umferðardeild lögreglunnar. Hann segir að búast megi við verulegri hækkun á sektum fyrir að vera í símanum undir stýri. Vísir/Ernir Stefnt er að því að hækka sektir fyrir notkun á farsímum undir stýri. Búist er við að hækkunin verði töluverð og að hún muni taka gildi fljótlega. „Menn mega eiga von á verulegri hækkun,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu, aðspurður um sektir fyrir notkun á farsímum undir stýri. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna þessa. Vísir hefur ítrekað beint fyrirspurnum til ráðuneytisins vegna málsins en hvorki hafa fengist svör varðandi það hvað breytingin mun nákvæmlega fela í sér né hvenær hún mun taka gildi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru 433 teknir fyrir að nota farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar árið 2016. Árið 2015 voru 308 teknir.Ómar Smári starfar á umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.VegagerðinSkynsamir ökuþórarÍ skýrslu sem gerð var af Samgöngustofu árið 2016 um aksturshegðun almennings má sjá að meirihluti eða 85 prósent telur stórhættulegt, mjög hættulegt eða frekar hættulegt að nota síma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þá eru 72 prósent sem telja stórhættulegt að senda skilaboð á borð við SMS, Snapchat og Messenger undir stýri og 75 prósent segja það stórhættulegt að hanga á samfélagsmiðlum á meðan verið er að stjórna ökutæki. Tekin eru dæmi af því að taka myndir undir stýri, stjórna tónlist í símanum, skrifa skilaboð og taka símtöl. Netnotkun og skoðun samfélagsmiðla er einnig tekin sem dæmi. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á öryggis- og fræðslusviði Samgöngustofu, segir erfitt að vita með vissu hvenær umferðarslys verða af völdum farsímanotkunar.Myndritið sýnir hugmyndir fólks um slysahættu vegna notkun síma án handfrjáls búnaðar. 85 prósent telja það hættulegt að keyra „undir áhrifum farsíma“.Skjáskot„Það er mjög erfitt að segja til um þetta. Það hafa reyndar orðið banaslys og alvarleg slys sem eru meðal annars rakin til þess að viðkomandi var að nota farsíma. Hins vegar er þetta mjög vanskráð. Það er vegna þess að ekki er hægt að greina þetta með blóðsýni eins og annað sem skerðir athygli okkar í umferðinni eins og vímuefni og það er mjög sjaldan sem ökumaður gerir grein fyrir því að hann eða hún hafi verið að aka, eins og ég leyfi mér stundum að segja, undir áhrifum farsíma,“ segir Einar. Hann nefnir að umræða hafi verið um hvort að breyta þurfi vinnulagi varðandi rannsókn á umferðarslysum og lögum sem um það gilda, til að auðvelda lögreglu að greina þetta sem mögulegan orsakavald.Athyglin óskert Ómar Smári segir að notkun á farsímum sé ekki æskileg meðan verið sé að stjórna ökutæki. „Þú átt að beina athyglinni að akstrinum, ekki að öðru. Reyndar geta menn notað handfrjálsan búnað en strangt til tekið mega menn ekki vera að gera neitt annað undir stýri en að aka bílnum og horfa í kringum sig. Það er eina örugga leiðin til að komast á milli staða og koma í veg fyrir að slasa sjálfan sig og aðra,“ segir hann í samtali við Vísi. Ómar segir það mismunandi hvort fólk, sem stoppað sé af lögreglu, viðurkenni hvort það hafi verið að nota símann. „Sumir gera það, aðrir ekki. Ef að grunur er um að athyglin hafi verið einhvers staðar annars staðar en á veginum þá er fólk yfirleitt spurt að því hvar athyglin hafi verið og hvað það hafi verið að horfa á,“ segir Ómar. Lög og regla Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Stefnt er að því að hækka sektir fyrir notkun á farsímum undir stýri. Búist er við að hækkunin verði töluverð og að hún muni taka gildi fljótlega. „Menn mega eiga von á verulegri hækkun,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu, aðspurður um sektir fyrir notkun á farsímum undir stýri. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða sektir vegna þessa. Vísir hefur ítrekað beint fyrirspurnum til ráðuneytisins vegna málsins en hvorki hafa fengist svör varðandi það hvað breytingin mun nákvæmlega fela í sér né hvenær hún mun taka gildi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru 433 teknir fyrir að nota farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar árið 2016. Árið 2015 voru 308 teknir.Ómar Smári starfar á umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.VegagerðinSkynsamir ökuþórarÍ skýrslu sem gerð var af Samgöngustofu árið 2016 um aksturshegðun almennings má sjá að meirihluti eða 85 prósent telur stórhættulegt, mjög hættulegt eða frekar hættulegt að nota síma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þá eru 72 prósent sem telja stórhættulegt að senda skilaboð á borð við SMS, Snapchat og Messenger undir stýri og 75 prósent segja það stórhættulegt að hanga á samfélagsmiðlum á meðan verið er að stjórna ökutæki. Tekin eru dæmi af því að taka myndir undir stýri, stjórna tónlist í símanum, skrifa skilaboð og taka símtöl. Netnotkun og skoðun samfélagsmiðla er einnig tekin sem dæmi. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á öryggis- og fræðslusviði Samgöngustofu, segir erfitt að vita með vissu hvenær umferðarslys verða af völdum farsímanotkunar.Myndritið sýnir hugmyndir fólks um slysahættu vegna notkun síma án handfrjáls búnaðar. 85 prósent telja það hættulegt að keyra „undir áhrifum farsíma“.Skjáskot„Það er mjög erfitt að segja til um þetta. Það hafa reyndar orðið banaslys og alvarleg slys sem eru meðal annars rakin til þess að viðkomandi var að nota farsíma. Hins vegar er þetta mjög vanskráð. Það er vegna þess að ekki er hægt að greina þetta með blóðsýni eins og annað sem skerðir athygli okkar í umferðinni eins og vímuefni og það er mjög sjaldan sem ökumaður gerir grein fyrir því að hann eða hún hafi verið að aka, eins og ég leyfi mér stundum að segja, undir áhrifum farsíma,“ segir Einar. Hann nefnir að umræða hafi verið um hvort að breyta þurfi vinnulagi varðandi rannsókn á umferðarslysum og lögum sem um það gilda, til að auðvelda lögreglu að greina þetta sem mögulegan orsakavald.Athyglin óskert Ómar Smári segir að notkun á farsímum sé ekki æskileg meðan verið sé að stjórna ökutæki. „Þú átt að beina athyglinni að akstrinum, ekki að öðru. Reyndar geta menn notað handfrjálsan búnað en strangt til tekið mega menn ekki vera að gera neitt annað undir stýri en að aka bílnum og horfa í kringum sig. Það er eina örugga leiðin til að komast á milli staða og koma í veg fyrir að slasa sjálfan sig og aðra,“ segir hann í samtali við Vísi. Ómar segir það mismunandi hvort fólk, sem stoppað sé af lögreglu, viðurkenni hvort það hafi verið að nota símann. „Sumir gera það, aðrir ekki. Ef að grunur er um að athyglin hafi verið einhvers staðar annars staðar en á veginum þá er fólk yfirleitt spurt að því hvar athyglin hafi verið og hvað það hafi verið að horfa á,“ segir Ómar.
Lög og regla Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira