Íslenski boltinn

Bríet dæmir þriðja árið í röð á La Manga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bríet Bragadóttir.
Bríet Bragadóttir. Mynd/KSÍ
Knattspyrnudómararnir Bríet Bragadóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir eru á leiðinni út til Spánar í byrjun mars þar sem þær munu báðar starfa á æfingamóti á vegum norska knattspyrnusambandsins.

Þetta er átta þjóða æfingamóti 19 ára landsliða og fer fram 3. til 7. mars á La Manga á Spáni.  

Auk Noregs taka Danmörk, Bandaríkin, Frakkland, Svíþjóð, Ítalía, Holland og England þátt á mótinu. Bríet mun starfa sem dómari á mótinu en Rúna Kristín sem aðstoðardómari.

Þetta er þriðja árið í röð sem Bríet Bragadóttir dæmir á La Manga á Spáni á þessum tíma en Rúna Sif fór einnig með fyrir tveimur árum.

Bríet Bragadóttir var valin besti dómari Pepsi-deildar kvenna 2014 og hún hefur undanfarin misseri unnið sig hægt og bítandi upp innan dómarastéttarinnar.





 


Tengdar fréttir

Mikilvægast af öllu er að gagnrýna sjálfan sig

Bríet Bragadóttir var á dögunum valin besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en hún var bæði valin af leikmönnum deildarinnar sem og af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ. Bríet er í viðtali á heimasíðu KSÍ.

Þrjár íslenskar konur dæma á La Manga

Konurnar eru líka að fá verkefni erlendis eins og íslensku karlkynsdómararnir og heimasíða Knattspyrnusambands Íslands segir frá því í dag að þrjár íslenskar konur séu á leiðinni til suður Spánar í byrjun mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×