Eftir jafntefli Ankaragucu og Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í desember í fyrra kýldi Koca dómara leiksins, Halil Umut Meler. Í kjölfarið var keppni í öllum deildum Tyrklands stöðvuð.
Koca var handtekinn og dæmdur í ævilangt bann frá fótbolta. Og núna hefur dómstóll í Ankara, höfuðborg Tyrklands, dæmt hann í þriggja ára og sjö mánaða fangelsi fyrir að ráðast á Meler. Búist er við því að hann áfrýji dómnum.
Þrír aðrir sem réðust á Koca fengu eins til fimm ára langa fangelsisdóma. Sparkað var í Meler þegar hann lá í jörðinni eftir að Koca hafði kýlt hann.
Ankaragucu fékk rúmlega átta milljóna króna sekt fyrir árásina á Meler og þurfti að spila fimm heimaleiki fyrir luktum dyrum.