Siðferðileg skylda? Skjóðan skrifar 12. ágúst 2015 12:00 Utanríkismálanefnd Alþingis er einróma í afstöðu sinni um að Ísland skuli taka þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússlandi vegna framgöngu Rússa gegn Úkraínumönnum og innlimunar Krímskaga í Rússland á síðasta ári þrátt fyrir að líkur séu verulegar á að Rússar setji Ísland á lista ríkja sem beitt verða viðskiptabanni vegna þessa. Þessi afstaða er réttlætt með því að vísa til siðferðilegrar skyldu okkar Íslendinga til að standa með nágrannaþjóðum okkar gegn svívirðilegum yfirgangi Rússa við nágrannaþjóð. Allir hagsmunaaðilar í íslenskum sjávarútvegi hafa mótmælt þátttöku okkar í þvingunaraðgerðum stórveldanna gegn Rússum. Hagsmunir stórútgerðarinnar, fiskvinnslunnar, smábátasjómanna og annarra í greininni eru sameiginlegir í þessum efnum. Setji Rússar viðskiptabann á Ísland geta útflutningstekjur okkar lækkað um þrjátíu milljarða eða meira í einu vetfangi. Slíkt tekjutap skaðar ekki einungis fyrirtæki í sjávarútvegi heldur hagkerfið allt. Vangaveltur utanríkisráðherra um að utanríkisþjónustan geti aðstoðað sjávarútvegsfyrirtæki við að finna nýja markaði í stað Rússlandsmarkaðar eru hjáróma. Utanríkisráðuneytið er ekki í stakk búið til að veita slíka aðstoð og þess utan tekur langan tíma að vinna nýja markaði þó að auðvelt sé að glata mörkuðum á einni nóttu. Tugmilljarða samdráttur á útflutningstekjum veldur lækkun krónunnar, sem aftur leiðir til aukinnar verðbólgu, sem kemur illa við heimili og fyrirtæki. Verðtryggðar skuldir heimilanna hækka. Spyrja má hvort íslensk stjórnvöld beri meiri siðferðilega skyldu gagnvart Bandaríkjunum og forystuþjóðum ESB en gagnvart íslenskum fyrirtækjum og heimilum? Voru það ekki einmitt Bandaríkin, Bretland, Holland og fleiri ríki, sem nú eru í broddi fylkingar þeirra sem beita Rússa þvingunaraðgerðum, sem gengu hvað harðast fram í að knýja íslenska ríkið til að hengja Icesave-skuldir Landsbankans á herðar íslensks almennings? Þegar bandamenn okkar í NATO í Evrópu með Breta í broddi fylkingar settu löndunarbann á íslenskan fisk á tímum þorskastríða, örfáum árum eftir að íslenskir sjómenn höfðu hætt lífi og limum til að sjá Bretum fyrir mat í síðari heimsstyrjöldinni, opnuðu Rússar markaði sína fyrir íslenskan fisk. Bretar hafa ítrekað sýnt okkur Íslendingum yfirgang og fjandskap, svo sem með beitingu hryðjuverkalaga í október 2008. Íslensk stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis þurfa líka að hugsa það til enda ef ætlunin er að láta milliríkjaviðskipti okkar ráðast af siðferðilegri afstöðu okkar til meðferðar stjórnvalda í viðskiptalöndum okkar á eigin þegnum eða annarra ríkja. Ættum við þá ekki að setja viðskiptabann á Kína, Króatíu, Serbíu, Bandaríkin og fleiri lönd? Lýstum við stuðningi við stjórnarstefnu Sovétríkjanna er við áttum farsæl viðskipti við þau í áratugi?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Alþingi Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Utanríkismálanefnd Alþingis er einróma í afstöðu sinni um að Ísland skuli taka þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússlandi vegna framgöngu Rússa gegn Úkraínumönnum og innlimunar Krímskaga í Rússland á síðasta ári þrátt fyrir að líkur séu verulegar á að Rússar setji Ísland á lista ríkja sem beitt verða viðskiptabanni vegna þessa. Þessi afstaða er réttlætt með því að vísa til siðferðilegrar skyldu okkar Íslendinga til að standa með nágrannaþjóðum okkar gegn svívirðilegum yfirgangi Rússa við nágrannaþjóð. Allir hagsmunaaðilar í íslenskum sjávarútvegi hafa mótmælt þátttöku okkar í þvingunaraðgerðum stórveldanna gegn Rússum. Hagsmunir stórútgerðarinnar, fiskvinnslunnar, smábátasjómanna og annarra í greininni eru sameiginlegir í þessum efnum. Setji Rússar viðskiptabann á Ísland geta útflutningstekjur okkar lækkað um þrjátíu milljarða eða meira í einu vetfangi. Slíkt tekjutap skaðar ekki einungis fyrirtæki í sjávarútvegi heldur hagkerfið allt. Vangaveltur utanríkisráðherra um að utanríkisþjónustan geti aðstoðað sjávarútvegsfyrirtæki við að finna nýja markaði í stað Rússlandsmarkaðar eru hjáróma. Utanríkisráðuneytið er ekki í stakk búið til að veita slíka aðstoð og þess utan tekur langan tíma að vinna nýja markaði þó að auðvelt sé að glata mörkuðum á einni nóttu. Tugmilljarða samdráttur á útflutningstekjum veldur lækkun krónunnar, sem aftur leiðir til aukinnar verðbólgu, sem kemur illa við heimili og fyrirtæki. Verðtryggðar skuldir heimilanna hækka. Spyrja má hvort íslensk stjórnvöld beri meiri siðferðilega skyldu gagnvart Bandaríkjunum og forystuþjóðum ESB en gagnvart íslenskum fyrirtækjum og heimilum? Voru það ekki einmitt Bandaríkin, Bretland, Holland og fleiri ríki, sem nú eru í broddi fylkingar þeirra sem beita Rússa þvingunaraðgerðum, sem gengu hvað harðast fram í að knýja íslenska ríkið til að hengja Icesave-skuldir Landsbankans á herðar íslensks almennings? Þegar bandamenn okkar í NATO í Evrópu með Breta í broddi fylkingar settu löndunarbann á íslenskan fisk á tímum þorskastríða, örfáum árum eftir að íslenskir sjómenn höfðu hætt lífi og limum til að sjá Bretum fyrir mat í síðari heimsstyrjöldinni, opnuðu Rússar markaði sína fyrir íslenskan fisk. Bretar hafa ítrekað sýnt okkur Íslendingum yfirgang og fjandskap, svo sem með beitingu hryðjuverkalaga í október 2008. Íslensk stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis þurfa líka að hugsa það til enda ef ætlunin er að láta milliríkjaviðskipti okkar ráðast af siðferðilegri afstöðu okkar til meðferðar stjórnvalda í viðskiptalöndum okkar á eigin þegnum eða annarra ríkja. Ættum við þá ekki að setja viðskiptabann á Kína, Króatíu, Serbíu, Bandaríkin og fleiri lönd? Lýstum við stuðningi við stjórnarstefnu Sovétríkjanna er við áttum farsæl viðskipti við þau í áratugi?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Alþingi Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira