Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Árni Sæberg skrifar 17. desember 2025 11:55 Heiðar Guðjónsson er stærsti einkafjárfestirinn í Íslandsbanka með 0,8 prósenta hlut í gegnum félag sitt, Ursus ehf. Vísir/Vilhelm Heiðar Guðjónsson fjárfestir hefur staðfest að hann stefni á framboð til stjórnar Íslandsbanka en hann er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segist hafa fundist vanta tilfinnanlega rödd hluthafa inn í stjórn bankans og tekur sem dæmi síðasta hluthafafund, þar sem aðeins einn hluthafi tók til máls. „Hvaða sirkus er þetta?“ segist hann hafa spurt sig á fundinum. Greint var frá því þann 8. desember að hópur hluthafa í Íslandsbanka hefði krafist hluthafafundar og stjórnarkjörs í krafti rúmlega fimm prósenta eignarhlutar í bankanum. Daginn eftir greindi Innherji frá því að Heiðar færi fyrir hópnum og að hann freistaði þess að komast í stjórn bankans. Þetta hefur Heiðar nú staðfest í viðtali við Alexander Hjálmarsson í hlaðvarpi hans, Spjallinu með Akkur. Nú er þetta líklega verst geymda leyndarmálið á markaðnum að þú, ásamt einhverjum fleiri aðilum, sért sér á bak við þessa kröfu um hluthafafund. Ertu til í að staðfesta það? „Já, ég skal staðfesta það. Ég hef ekkert verið að fela mig. Ég var bara í Afríku utan símasambands, akkúrat þegar þessi ósk um hluthafafund er sett inn. Það vildi nú bara þannig til að ég var löngubúinn að ákveða að hitta dóttur mína sem er í sjálfboðastarfi þar.“ Vihjálmur sá eini sem tók til máls Hann segist hafa sett sig í samband við svo gott sem alla stóra hluthafa í bankanum. Þrjátíu þúsund Íslendingar séu hluthafar í bankanum en 20 til 30 stærstu hluthafarnir eigi rúmlega helming hlutafjár. „Mér hefur þótt tilfinnanlega vanta rödd hluthafa þarna inn. Og það sem sló mig svolítið var að það var hluthafafundur snemmsumars rétt eftir að einkavæðingin kláraðist. Þar sem voru, jú, jú, fulltrúar lífeyrissjóða og einhverjir, en það var enginn sem tók til máls nema Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og formaður Samtaka sparifjáreigenda. Hann var með einhverjar tvær, þrjár tillögur og vildi láta kjósa um þær en hann fékk ekki einu sinni eitt prósent fylgi við sínar tillögur. Maður hugsaði bara, hvaða sirkus er þetta? Þetta er alveg stjórnlaus vitleysa að vera að eyða tíma allra í svona.“ Ein tillaga Vilhjálms sneri að því að fundurinn lýsti því yfir að hann teldi stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Ástæðan var tölvubréf sem Stefán sendi fyrir hrun. Tillagan var felld með nánast öllum atkvæðum, eða 99,74 prósentum atkvæða. Vill gaumgæfa grunnreksturinn Heiðar segist hafa fundað með Jóni Guðna Ómarssyni bankastjóra og Lindu Jónsdóttur, fráfarandi stjórnarformanni Íslandsbanka, í kjölfar fundarins og þau hafi spurt hann hvort hann hefði áhuga á að taka sæti í stjórn. Þá hafi hann ekki haft áhuga á því. „Svo líður og bíður og maður fer að velta því fyrir sér hvenær komi einhver frekari mynd á hluthafahópinn. Af því að það þarf að setja nýtt arðsemismarkmið og það þarf að setja einhvers konar stefnumótun.“ Í síðasta uppgjöri bankans hafi mótað fyrir stefnumótun, komið hafi fram að stjórnendur stefndu á að leggja meiri áherslu á sambankalán erlendis og jafnvel að kaupa fjármálafyrirtæki erlendis.“ „Ég hugsa með mér, bíddu við, þetta er allt í gangi og svo er líka komið í sambandi við kaupin á Skaga. Eru menn að fara í þessa vegferð áður en að það er búið að gaumgæfa hvað er hægt að gera í grunnrekstrinum? Hvað er hægt að gera á kostnaðarhliðinni? Hvað er hægt að gera á tekjuhliðinni? Hvar eru verðmætustu hlutar starfseminnar og verja þá sérstaklega og sækja fram þar og minnka sig á öðrum sem eru ekki jafn gjöfulir. Með öðrum orðum, auka þóknunartekjur, en það var ekki gert. Þannig að mér fannst svona skipta máli að núna kæmu einhverjir nýir aðilar inn í stjórnina sem væru hluthafar og myndu brenna fyrir því að skoða grunnreksturinn og gera svona heilsteypta stefnumótun fyrir bankann.“ Þá tekur hann fram að hann sé ekki að bjóða sig fram til stjórnarsetu gagngert til að koma í veg fyrir samruna Íslandsbanka og Skaga. Hlutabréfaverð í Skaga hefur lækkað talsvert frá því að greint var frá því að Heiðar stæði að baki hópnum sem lagði fram kröfu um hluthafafund. Líka með lífeyrissjóði á bak við sig Þess vegna stefni hann á framboð til stjórnar og vonist til þess að verða stjórnarformaður. „Ég tel mig hafa burði til þess. Mér þykir mjög vænt um Íslandsbanka. Ég þekki Íslandsbanka og þekki fyrirtækjamenninguna þar og held að hún sé góð. Ég tel að það sé hægt, bara með því að skerpa á nokkrum áherslum, að gera meira fyrir minna.“ Þá segist hann hafa ákveðið að hafa aðeins einkafjárfesta með sér þegar hann setti fram kröfu um hluthafafund. Hins vegar hafi þrír lífeyrissjóðir sett sig í samband við hann og lýst yfir stuðningi við framtakið. „Ég held að ég sé bara með alla með mér, ég veit ekki um neinn [sem er á móti]. Að minnsta kosti hefur enginn sagt mér það. Hingað til hefur fólk bara sagt: Við styðjum þig í þessu.“ Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Greint var frá því þann 8. desember að hópur hluthafa í Íslandsbanka hefði krafist hluthafafundar og stjórnarkjörs í krafti rúmlega fimm prósenta eignarhlutar í bankanum. Daginn eftir greindi Innherji frá því að Heiðar færi fyrir hópnum og að hann freistaði þess að komast í stjórn bankans. Þetta hefur Heiðar nú staðfest í viðtali við Alexander Hjálmarsson í hlaðvarpi hans, Spjallinu með Akkur. Nú er þetta líklega verst geymda leyndarmálið á markaðnum að þú, ásamt einhverjum fleiri aðilum, sért sér á bak við þessa kröfu um hluthafafund. Ertu til í að staðfesta það? „Já, ég skal staðfesta það. Ég hef ekkert verið að fela mig. Ég var bara í Afríku utan símasambands, akkúrat þegar þessi ósk um hluthafafund er sett inn. Það vildi nú bara þannig til að ég var löngubúinn að ákveða að hitta dóttur mína sem er í sjálfboðastarfi þar.“ Vihjálmur sá eini sem tók til máls Hann segist hafa sett sig í samband við svo gott sem alla stóra hluthafa í bankanum. Þrjátíu þúsund Íslendingar séu hluthafar í bankanum en 20 til 30 stærstu hluthafarnir eigi rúmlega helming hlutafjár. „Mér hefur þótt tilfinnanlega vanta rödd hluthafa þarna inn. Og það sem sló mig svolítið var að það var hluthafafundur snemmsumars rétt eftir að einkavæðingin kláraðist. Þar sem voru, jú, jú, fulltrúar lífeyrissjóða og einhverjir, en það var enginn sem tók til máls nema Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og formaður Samtaka sparifjáreigenda. Hann var með einhverjar tvær, þrjár tillögur og vildi láta kjósa um þær en hann fékk ekki einu sinni eitt prósent fylgi við sínar tillögur. Maður hugsaði bara, hvaða sirkus er þetta? Þetta er alveg stjórnlaus vitleysa að vera að eyða tíma allra í svona.“ Ein tillaga Vilhjálms sneri að því að fundurinn lýsti því yfir að hann teldi stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Ástæðan var tölvubréf sem Stefán sendi fyrir hrun. Tillagan var felld með nánast öllum atkvæðum, eða 99,74 prósentum atkvæða. Vill gaumgæfa grunnreksturinn Heiðar segist hafa fundað með Jóni Guðna Ómarssyni bankastjóra og Lindu Jónsdóttur, fráfarandi stjórnarformanni Íslandsbanka, í kjölfar fundarins og þau hafi spurt hann hvort hann hefði áhuga á að taka sæti í stjórn. Þá hafi hann ekki haft áhuga á því. „Svo líður og bíður og maður fer að velta því fyrir sér hvenær komi einhver frekari mynd á hluthafahópinn. Af því að það þarf að setja nýtt arðsemismarkmið og það þarf að setja einhvers konar stefnumótun.“ Í síðasta uppgjöri bankans hafi mótað fyrir stefnumótun, komið hafi fram að stjórnendur stefndu á að leggja meiri áherslu á sambankalán erlendis og jafnvel að kaupa fjármálafyrirtæki erlendis.“ „Ég hugsa með mér, bíddu við, þetta er allt í gangi og svo er líka komið í sambandi við kaupin á Skaga. Eru menn að fara í þessa vegferð áður en að það er búið að gaumgæfa hvað er hægt að gera í grunnrekstrinum? Hvað er hægt að gera á kostnaðarhliðinni? Hvað er hægt að gera á tekjuhliðinni? Hvar eru verðmætustu hlutar starfseminnar og verja þá sérstaklega og sækja fram þar og minnka sig á öðrum sem eru ekki jafn gjöfulir. Með öðrum orðum, auka þóknunartekjur, en það var ekki gert. Þannig að mér fannst svona skipta máli að núna kæmu einhverjir nýir aðilar inn í stjórnina sem væru hluthafar og myndu brenna fyrir því að skoða grunnreksturinn og gera svona heilsteypta stefnumótun fyrir bankann.“ Þá tekur hann fram að hann sé ekki að bjóða sig fram til stjórnarsetu gagngert til að koma í veg fyrir samruna Íslandsbanka og Skaga. Hlutabréfaverð í Skaga hefur lækkað talsvert frá því að greint var frá því að Heiðar stæði að baki hópnum sem lagði fram kröfu um hluthafafund. Líka með lífeyrissjóði á bak við sig Þess vegna stefni hann á framboð til stjórnar og vonist til þess að verða stjórnarformaður. „Ég tel mig hafa burði til þess. Mér þykir mjög vænt um Íslandsbanka. Ég þekki Íslandsbanka og þekki fyrirtækjamenninguna þar og held að hún sé góð. Ég tel að það sé hægt, bara með því að skerpa á nokkrum áherslum, að gera meira fyrir minna.“ Þá segist hann hafa ákveðið að hafa aðeins einkafjárfesta með sér þegar hann setti fram kröfu um hluthafafund. Hins vegar hafi þrír lífeyrissjóðir sett sig í samband við hann og lýst yfir stuðningi við framtakið. „Ég held að ég sé bara með alla með mér, ég veit ekki um neinn [sem er á móti]. Að minnsta kosti hefur enginn sagt mér það. Hingað til hefur fólk bara sagt: Við styðjum þig í þessu.“
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira