Spá aukinni verðbólgu um jólin Árni Sæberg skrifar 11. desember 2025 11:07 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Ársverðbólga eykst í desember samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka, einkum vegna hækkunar á flugverði og þess að áhrif afsláttardaga ganga til baka. Verðbólga hefur haldist nálægt fjögurra prósenta efri vikmörkum Seðlabankans allt árið en líklega mun hún þó hjaðna nokkuð þegar líður á vorið, að því er segir í spánni. Greiningardeildin spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent í desember frá fyrri mánuði. Ef spáin rætist muni ársverðbólga aukast úr 3,7 prósentum í 3,9 prósent. „Áhrif afsláttardaga og lækkunar á flugverði voru sterk í nóvember og gerði það að verkum að vísitalan lækkaði milli mánaða þvert á spár. Þessi áhrif ganga nú til baka og er ástæða þess að vísitalan hækkar meira en jafnan í desember samkvæmt okkar spá. Hagstofan birtir mælingu á vísitölu neysluverðs þann 22. desember.“ Flugið vegur þyngst Í spánni segir að liðurinn ferðir og flutningar vegi þyngst í hækkuninni í desember. Þar beri hæst árstíðarbundin hækkun á flugverði, sem samkvæmt mælingu greiningardeildarinnar hækki um 11,7 prósent á milli mánaða og hafi 0,27 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. Í síðasta mánuði hafi flugverð lækkað um rúmlega 14 prósent á milli mánaða, sem hafi verið meiri lækkun en gert hefði verið ráð fyrir. Ef til vill sé það vegna minni eftirspurnar ferðamanna á komum hingað til lands. „Áhugavert verður að fylgjast með þróuninni næstu mánuði, þar sem minni eftirspurn gæti leitt til lægra flugverðs.“ Það sem vegur upp á móti hækkunum á flugverði sé verðlækkun á eldsneyti. Greiningardeildin geri ráð fyrir að eldsneyti lækki um 1,9 prósent, sem hefur -0,07 prósenta áhrif á vísitöluna til lækkunar. Verð á Brent-olíu hafi verið í lækkunarfasa síðustu misseri og virðist verðlækkun á heimsmarkaði vera að skila sér í dælurnar hér á landi. Húsnæðið áberandi eins og venjulega Húsnæðisliðurinn vegi einnig þungt í mánuðinum, enda sé vægi liðarins tæp 30 prósent. Þar hafi reiknaða húsaleigan mestu áhrifin en greiningardeildin spái því að hún hækki um 0,4 prósent milli mánaða, sem hafi 0,08 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. „Það er svipuð hækkun og í síðasta mánuði, en talsvert minni hækkun en mánuðina þar á undan. Liðurinn hefur reynst frekar óútreiknanlegur, en við gerum ráð fyrir svipuðum hækkunum í reiknuðu húsaleigunni næstu mánuði.“ Dagur einhleypra á mælingavikunni Þá segir að mikil breyting hafi orðið á mælingu vísitölu neysluverðs í síðasta mánuði. Helstu liðir hafi lækkað á milli mánaða vegna svokallaðra afsláttardaga, sem hafi verið að ryðja sér til rúms hérlendis. „Í verðmælingaviku Hagstofunnar lenti „Dagur einhleypra“ og áhrifin á vísitöluna voru talsverð. Þessi sterku áhrif komu á óvart og eiga sér engin fordæmi, sem gerir það að verkum að óljóst er hvernig áhrifin ganga til baka.“ Deildin geri ráð fyrir að helstu liðir hækki í takti við lækkunina í síðasta mánuði, þó ekki að fullu. Föt og skór hækki um 2,5 prósent samkvæmt spánni, sem hafi 0,09 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. Í síðasta mánuði hafi þessi liður lækkað um 2,7 prósent. Húsgögn og heimilisbúnaður hækki um 1,9 prósent og hafi einnig 0,09 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkinar, eftir að hafa lækkað um 2,2 prósent í síðasta mánuði. Nálægt þremur prósentum á seinni hæuta næsta árs Loks segir að verðbólga mælist nú 3,7 prósent og hafi ekki mælst minni í fimm ár. Með mælingunni í síðasta mánuði hafi verðbólguhorfur skánað lítillega, en ljóst sé að helstu liðir sem lækkuðu þá hækki á ný í desember. Samkvæmt spá deildarinnar muni verðbólga mælast 3,9 prósent og vera rétt undir fjögurra prósenta efri vikmörkum verðbólgumarkmiðsins. Verðbólga hafi verið við efri vikmörk Seðlabankans allt þetta ár. Deildin geri ráð fyrir að hún verði á svipuðum slóðum næstu mánuði samkvæmt bráðabirgðaspá hennar, sem sé eftirfarandi: Janúar: 0,1% lækkun VNV (4,1% ársverðbólga) – Gjaldskrárhækkanir og krónutöluhækkanir opinberra gjalda vega á móti vetrarútsölum og lækkun flugverðs. Mögulegar breytingar á vörugjöldum ásamt kílómetragjaldi geta haft áhrif verði frumvörp samþykkt fyrir áramót. Febrúar: 0,7% hækkun VNV (3,9% ársverðbólga) – Útsölulok í helstu liðum Mars: 0,3% hækkun VNV (3,8% ársverðbólga) – Flugfargjöld hækka en rólegt yfir flestum öðrum liðum. Gangi spáin eftir verði verðbólga á svipuðum slóðum næstu mánuði og mælast 3,8 prósent í mars. „Við gerum ráð fyrir að hún taki að hjaðna hraðar með vorinu og verði nálægt 3% að jafnaði á seinni hluta ársins.“ Stærsti óvissuþáttur í bráðabirgðaspánni sé reiknuð húsaleiga, sem erfitt hafi reynst að spá fyrir um að undanförnu. Einnig sé talsverð óvissa um janúar, þar sem breytingar á vörugjöldum og innleiðing kílómetragjalds geti haft áhrif á vísitöluna verði frumvarp þar að lútandi samþykkt fyrir áramót. Verðlag Efnahagsmál Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Greiningardeildin spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent í desember frá fyrri mánuði. Ef spáin rætist muni ársverðbólga aukast úr 3,7 prósentum í 3,9 prósent. „Áhrif afsláttardaga og lækkunar á flugverði voru sterk í nóvember og gerði það að verkum að vísitalan lækkaði milli mánaða þvert á spár. Þessi áhrif ganga nú til baka og er ástæða þess að vísitalan hækkar meira en jafnan í desember samkvæmt okkar spá. Hagstofan birtir mælingu á vísitölu neysluverðs þann 22. desember.“ Flugið vegur þyngst Í spánni segir að liðurinn ferðir og flutningar vegi þyngst í hækkuninni í desember. Þar beri hæst árstíðarbundin hækkun á flugverði, sem samkvæmt mælingu greiningardeildarinnar hækki um 11,7 prósent á milli mánaða og hafi 0,27 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. Í síðasta mánuði hafi flugverð lækkað um rúmlega 14 prósent á milli mánaða, sem hafi verið meiri lækkun en gert hefði verið ráð fyrir. Ef til vill sé það vegna minni eftirspurnar ferðamanna á komum hingað til lands. „Áhugavert verður að fylgjast með þróuninni næstu mánuði, þar sem minni eftirspurn gæti leitt til lægra flugverðs.“ Það sem vegur upp á móti hækkunum á flugverði sé verðlækkun á eldsneyti. Greiningardeildin geri ráð fyrir að eldsneyti lækki um 1,9 prósent, sem hefur -0,07 prósenta áhrif á vísitöluna til lækkunar. Verð á Brent-olíu hafi verið í lækkunarfasa síðustu misseri og virðist verðlækkun á heimsmarkaði vera að skila sér í dælurnar hér á landi. Húsnæðið áberandi eins og venjulega Húsnæðisliðurinn vegi einnig þungt í mánuðinum, enda sé vægi liðarins tæp 30 prósent. Þar hafi reiknaða húsaleigan mestu áhrifin en greiningardeildin spái því að hún hækki um 0,4 prósent milli mánaða, sem hafi 0,08 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. „Það er svipuð hækkun og í síðasta mánuði, en talsvert minni hækkun en mánuðina þar á undan. Liðurinn hefur reynst frekar óútreiknanlegur, en við gerum ráð fyrir svipuðum hækkunum í reiknuðu húsaleigunni næstu mánuði.“ Dagur einhleypra á mælingavikunni Þá segir að mikil breyting hafi orðið á mælingu vísitölu neysluverðs í síðasta mánuði. Helstu liðir hafi lækkað á milli mánaða vegna svokallaðra afsláttardaga, sem hafi verið að ryðja sér til rúms hérlendis. „Í verðmælingaviku Hagstofunnar lenti „Dagur einhleypra“ og áhrifin á vísitöluna voru talsverð. Þessi sterku áhrif komu á óvart og eiga sér engin fordæmi, sem gerir það að verkum að óljóst er hvernig áhrifin ganga til baka.“ Deildin geri ráð fyrir að helstu liðir hækki í takti við lækkunina í síðasta mánuði, þó ekki að fullu. Föt og skór hækki um 2,5 prósent samkvæmt spánni, sem hafi 0,09 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. Í síðasta mánuði hafi þessi liður lækkað um 2,7 prósent. Húsgögn og heimilisbúnaður hækki um 1,9 prósent og hafi einnig 0,09 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkinar, eftir að hafa lækkað um 2,2 prósent í síðasta mánuði. Nálægt þremur prósentum á seinni hæuta næsta árs Loks segir að verðbólga mælist nú 3,7 prósent og hafi ekki mælst minni í fimm ár. Með mælingunni í síðasta mánuði hafi verðbólguhorfur skánað lítillega, en ljóst sé að helstu liðir sem lækkuðu þá hækki á ný í desember. Samkvæmt spá deildarinnar muni verðbólga mælast 3,9 prósent og vera rétt undir fjögurra prósenta efri vikmörkum verðbólgumarkmiðsins. Verðbólga hafi verið við efri vikmörk Seðlabankans allt þetta ár. Deildin geri ráð fyrir að hún verði á svipuðum slóðum næstu mánuði samkvæmt bráðabirgðaspá hennar, sem sé eftirfarandi: Janúar: 0,1% lækkun VNV (4,1% ársverðbólga) – Gjaldskrárhækkanir og krónutöluhækkanir opinberra gjalda vega á móti vetrarútsölum og lækkun flugverðs. Mögulegar breytingar á vörugjöldum ásamt kílómetragjaldi geta haft áhrif verði frumvörp samþykkt fyrir áramót. Febrúar: 0,7% hækkun VNV (3,9% ársverðbólga) – Útsölulok í helstu liðum Mars: 0,3% hækkun VNV (3,8% ársverðbólga) – Flugfargjöld hækka en rólegt yfir flestum öðrum liðum. Gangi spáin eftir verði verðbólga á svipuðum slóðum næstu mánuði og mælast 3,8 prósent í mars. „Við gerum ráð fyrir að hún taki að hjaðna hraðar með vorinu og verði nálægt 3% að jafnaði á seinni hluta ársins.“ Stærsti óvissuþáttur í bráðabirgðaspánni sé reiknuð húsaleiga, sem erfitt hafi reynst að spá fyrir um að undanförnu. Einnig sé talsverð óvissa um janúar, þar sem breytingar á vörugjöldum og innleiðing kílómetragjalds geti haft áhrif á vísitöluna verði frumvarp þar að lútandi samþykkt fyrir áramót.
Verðlag Efnahagsmál Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent