Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2025 08:26 Gréta María Grétarsdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Prís og segir óráðið hvað tekur við næst. Vísir/Vilhelm Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Prís, segir óráðið hvað tekur við hjá henni næst en óvænt starfslok hennar hjá fyrirtækinu vöktu athygli í gær. Hún sé nú komin í kærkomið jólafrí en kveðst ganga stolt frá borði og er þakklát fyrir sinn tíma hjá Prís. Vísir greindi frá starfslokum Grétu í gær en hún hefur verið framkvæmdastjóri lágvöruverslunarinnar síðan hún opnaði dyr sínar í ágúst í fyrra en var þar á undan forstjóri Heimkaupa. Gréta mætti síðan í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða fréttir vikunnar þar sem hún var spurð út í starfslokin. „Ég bara geng stolt frá borði, þetta er búið að vera afskaplega skemmtilegur tími og ekki sjálfgefið að koma inn á markað og ná að vera ódýrust í þennan tíma. Og ég er afskaplega ánægð með Prís teymið sem er búið að taka þátt í að byggja þetta upp og núna kemur bara einhver annar og tekur við og ég fæ kærkomið jólafrí,“ sagði Gréta María. Þá var hún spurð hvort hún vissi hvað tæki við hjá henni næst, en það sagðist hún ekki vita að svo stöddu. „Ekki neitt, ég bara byrja á því alla veganna að taka jólafrí,“ svaraði Gréta. „Og bara njóta jólanna. Maður sér þegar maður er að fara yfir fréttir vikunnar að það er svo mikið að gerast í desember þannig ég fékk bara svolítinn tíma til að æfa mig í að róa hugann,“ bætti Gréta við, létt í bragði. Þótt hún hafi látið af störfum komi ekki annað til greina en að afgreiða jólainnkaupin í Prís. Skorar á Grétu að fara í framboð Þáttarstjórnendur og Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður, sem einnig var mættur til að ræða fréttir vikunnar, sögðust myndu sakna Grétu úr Prís og hún hafi þar unnið gott starf sem hafi hrist upp í markaði lágvöruverslunar á Íslandi. „Ég segi bara takk fyrir það og maður trúir því að hlutir gerist af ástæðu. Ég trúi því að það bíði mín eitthvað gott á árinu 2026,“ sagði Gréta. Síðar í samtalinu bárust komandi sveitarstjórnarkosningar í tal og Stefán Einar nýtti tækifærið til að hvetja Grétu til að hugleiða framboð. Gréta sagði að hún telji ekki rétta tímann til þess núna, en að hún hafi þó hugsað það með sér áður. Hún er búsett í Reykjavík og lét í ljós ákveðna óánægju með það í spjallinu hvernig borginni er stýrt. Samtalið er forvitnilegt en það má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Vistaskipti Matvöruverslun Bítið Verslun Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Vísir greindi frá starfslokum Grétu í gær en hún hefur verið framkvæmdastjóri lágvöruverslunarinnar síðan hún opnaði dyr sínar í ágúst í fyrra en var þar á undan forstjóri Heimkaupa. Gréta mætti síðan í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða fréttir vikunnar þar sem hún var spurð út í starfslokin. „Ég bara geng stolt frá borði, þetta er búið að vera afskaplega skemmtilegur tími og ekki sjálfgefið að koma inn á markað og ná að vera ódýrust í þennan tíma. Og ég er afskaplega ánægð með Prís teymið sem er búið að taka þátt í að byggja þetta upp og núna kemur bara einhver annar og tekur við og ég fæ kærkomið jólafrí,“ sagði Gréta María. Þá var hún spurð hvort hún vissi hvað tæki við hjá henni næst, en það sagðist hún ekki vita að svo stöddu. „Ekki neitt, ég bara byrja á því alla veganna að taka jólafrí,“ svaraði Gréta. „Og bara njóta jólanna. Maður sér þegar maður er að fara yfir fréttir vikunnar að það er svo mikið að gerast í desember þannig ég fékk bara svolítinn tíma til að æfa mig í að róa hugann,“ bætti Gréta við, létt í bragði. Þótt hún hafi látið af störfum komi ekki annað til greina en að afgreiða jólainnkaupin í Prís. Skorar á Grétu að fara í framboð Þáttarstjórnendur og Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður, sem einnig var mættur til að ræða fréttir vikunnar, sögðust myndu sakna Grétu úr Prís og hún hafi þar unnið gott starf sem hafi hrist upp í markaði lágvöruverslunar á Íslandi. „Ég segi bara takk fyrir það og maður trúir því að hlutir gerist af ástæðu. Ég trúi því að það bíði mín eitthvað gott á árinu 2026,“ sagði Gréta. Síðar í samtalinu bárust komandi sveitarstjórnarkosningar í tal og Stefán Einar nýtti tækifærið til að hvetja Grétu til að hugleiða framboð. Gréta sagði að hún telji ekki rétta tímann til þess núna, en að hún hafi þó hugsað það með sér áður. Hún er búsett í Reykjavík og lét í ljós ákveðna óánægju með það í spjallinu hvernig borginni er stýrt. Samtalið er forvitnilegt en það má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vistaskipti Matvöruverslun Bítið Verslun Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira