Unnið gegn ofbeldi Eygló Harðardóttir skrifar 11. júní 2015 07:00 Brýnt er að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Innan stjórnsýslunnar höfum við innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra tekið höndum saman um að vinna gegn ofbeldi og niðurbrjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála. Einnig verður efnt til samráðs á landsvísu milli félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis og lögreglu og ákæruvalds undir forystu ráðuneyta okkar þriggja og undirbúin aðgerðaáætlun til fjögurra ára gegn ofbeldi í samfélaginu. Samstarfið mun aðallega ná til ofbeldis gegn börnum, ofbeldis í nánum samböndum, kynferðislegs, andlegs og líkamlegs ofbeldis og ofbeldis gagnvart fötluðu fólki og öðrum berskjölduðum hópum. Jafnframt mun vinnan taka til þess sem telst hatursfull orðræða sem hvetur til ofbeldis eða annarrar refsiverðrar háttsemi sem er lítillækkandi eða ógnandi í garð einstaklinga eða hópa fólks, svo sem vegna þjóðernis, kynþáttar, trúar, fötlunar, kynhneigðar eða kyns. Samráð við lögreglu og ákæruvald Að undanförnu hef ég átt góða samráðsfundi með ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóranum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sem allir eru mjög áhugasamir um að ná betri árangri með auknu samráði. Nýleg skýrsla ríkislögreglustjóra endurspeglar þetta en þar er m.a. lögð áhersla á að myndaður verði samráðsvettvangur lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að auka öryggi í samfélaginu. Frumkvæðið sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið með auknu samstarfi gegn ofbeldi, fyrst á Suðurnesjunum og nú höfuðborgarsvæðinu, er einnig mikilvægt og hefur sannað sig. Beauty tips Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist og nú síðast vegna Facebook-hópsins Beauty tips. Þar hafa þolendur hafnað þöggun og sagt sögu sína. Þolendur ofbeldis, sem oftast eru konur, þurfa á stuðningi að halda. Velferðarráðuneytið hefur veitt fé sem fjármagnar stöðu sálfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítalann. Sá stuðningur beinist sérstaklega að því að veita fórnarlömbum ofbeldis um allt land meðferð og stuðning. Ráðuneytið ákvað einnig nýlega að veita viðbótarframlag til meðferðarúrræðisins Karlar til ábyrgðar. Úrræðið er sérhæft fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum, en var nýlega útvíkkað og stendur einnig konum til boða. Með samstilltu átaki má ná betri árangri í baráttunni gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Brýnt er að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Innan stjórnsýslunnar höfum við innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra tekið höndum saman um að vinna gegn ofbeldi og niðurbrjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála. Einnig verður efnt til samráðs á landsvísu milli félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis og lögreglu og ákæruvalds undir forystu ráðuneyta okkar þriggja og undirbúin aðgerðaáætlun til fjögurra ára gegn ofbeldi í samfélaginu. Samstarfið mun aðallega ná til ofbeldis gegn börnum, ofbeldis í nánum samböndum, kynferðislegs, andlegs og líkamlegs ofbeldis og ofbeldis gagnvart fötluðu fólki og öðrum berskjölduðum hópum. Jafnframt mun vinnan taka til þess sem telst hatursfull orðræða sem hvetur til ofbeldis eða annarrar refsiverðrar háttsemi sem er lítillækkandi eða ógnandi í garð einstaklinga eða hópa fólks, svo sem vegna þjóðernis, kynþáttar, trúar, fötlunar, kynhneigðar eða kyns. Samráð við lögreglu og ákæruvald Að undanförnu hef ég átt góða samráðsfundi með ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóranum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sem allir eru mjög áhugasamir um að ná betri árangri með auknu samráði. Nýleg skýrsla ríkislögreglustjóra endurspeglar þetta en þar er m.a. lögð áhersla á að myndaður verði samráðsvettvangur lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að auka öryggi í samfélaginu. Frumkvæðið sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið með auknu samstarfi gegn ofbeldi, fyrst á Suðurnesjunum og nú höfuðborgarsvæðinu, er einnig mikilvægt og hefur sannað sig. Beauty tips Opinber umræða um kynferðisofbeldi hefur aukist og nú síðast vegna Facebook-hópsins Beauty tips. Þar hafa þolendur hafnað þöggun og sagt sögu sína. Þolendur ofbeldis, sem oftast eru konur, þurfa á stuðningi að halda. Velferðarráðuneytið hefur veitt fé sem fjármagnar stöðu sálfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítalann. Sá stuðningur beinist sérstaklega að því að veita fórnarlömbum ofbeldis um allt land meðferð og stuðning. Ráðuneytið ákvað einnig nýlega að veita viðbótarframlag til meðferðarúrræðisins Karlar til ábyrgðar. Úrræðið er sérhæft fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum, en var nýlega útvíkkað og stendur einnig konum til boða. Með samstilltu átaki má ná betri árangri í baráttunni gegn ofbeldi í íslensku samfélagi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar