Opið bréf til Vigdísar Hauksdóttur Sigrún Óskarsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Frú Vigdís Hauksdóttir. Ég byrja á því að þakka þér fyrir stuðninginn sem þú sýndir okkur hjúkrunarfræðingum árið 2012 og 2013 þegar við stóðum í uppsögnum vegna deilna um stofnanasamning við ríkið. Þá sýndir þú fullan skilning á því ástandi sem blasti við þá. Þann 23. nóvember 2012 fluttir þú ræðu á Alþingi þar sem þú gerðir málefni hjúkrunarfræðinga að umtalsefni og lýstir yfir áhyggjum af stöðu mála. Þá sagðir þú orðrétt: „Hér á landi starfa 2.800 hjúkrunarfræðingar en fram til ársins 2020 munu 950 hjúkrunarfræðingar fara á lífeyri en einungis 900 koma til starfa. Það leiðir hugann að því að sá fjöldi hjúkrunarfræðinga sem nú er starfandi á vegum íslenska ríkisins og hér á landi er nákvæmlega heildarþörfin hjá Norðmönnum. Þá vantar nú tæplega 3.000 hjúkrunarfræðinga til starfa og árið 2035 verður hjúkrunarfræðingaþörf Norðmanna 28.000, sem eru tíu sinnum fleiri hjúkrunarfræðingar en starfa hér á landi. Það eru alvarleg tíðindi, frú forseti, sérstaklega í ljósi þess að Norðmenn sækja mjög í íslenska hjúkrunarfræðinga. Við eigum frábært starfsfólk og það er ekki nema von að Norðmenn sæki hingað til hjúkrunarfræðinga okkar þegar þörfin úti er svo brýn.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121123T105544.html) Þetta voru orð í tíma töluð. Fækkun í röðum hjúkrunarfræðinga starfandi á vegum ríkisins er raunverulegt vandamál, ekki síður nú en þá og ógnar enn íslensku heilbrigðiskerfi. Þú undirstrikar skilning þinn og áhuga á málefnum hjúkrunarfræðinga þann 24. janúar 2013 en þar segir þú orðrétt á Alþingi: „Komið hefur fram í deilum hjúkrunarfræðinga við ríkið að t.d. sambærileg menntun og hjúkrunarfræðingar eru með er metin 20% meira í Stjórnarráðinu sjálfu. Það eru mjög alvarleg tíðindi að starfsmenn Stjórnarráðsins sem hafa sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar fái 20% meira fyrir sambærileg störf. Ég lít það mjög alvarlegum augum því að hver stjórnar Stjórnarráðinu? Það er ríkisstjórnin sjálf.“ https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T112359.html) Ég er ánægð með að nú ert þú í ríkisstjórn sjálf.Stéttbundið launamisrétti Þann 27. maí hafa 2.100 hjúkrunarfræðingar, sem starfa samkvæmt kjarasamningi FÍH við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, boðað til allsherjarverkfalls. Ástæðuna má m.a. rekja til þess stéttbundna launamisréttis sem ríkir hjá íslenska ríkinu og þú réttilega bendir á í ofangreindri ræðu. Það blæs mér von í brjóst að þú sem meðlimur ríkisstjórnarinnar og formaður fjárlaganefndar skulir styðja svona vel við bak okkar hjúkrunarfræðinga. Nú hefur þú tækifæri til að sýna stuðning þinn í verki. Mig langar að enda þetta bréf á orðum flokksbróður þíns og forsætisráðherra Íslands, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem komst einmitt vel að orði í sömu umræðu á Alþingi og er einmitt mergur málsins er varðar kyn- og stéttbundið launamisrétti hjá ríkinu, sem löngu er orðið tímabært að uppræta. Þar sagði hann orðrétt: „Stór ástæða fyrir því að kjör kvenna eru að jafnaði lakari en kjör karla er að í mjög stórum stéttum þar sem konur eru í miklum meiri hluta hefur ríkisvaldið leyft sér að greiða miklu lægri laun en tilefni er til, og því miður komist upp með það. Nú komast menn líklega ekki upp með það lengur, til að mynda hvað varðar heilbrigðisstarfsmenn, vegna þess að við horfum upp á það að heilbrigðisstarfsmenn, að langmestu leyti konur, streyma einfaldlega til annarra landa, ekki síst Noregs, til að ná sér í betri kjör. Það má kannski segja að sem betur fer komast menn ekki lengur upp með að greiða óeðlilega lág laun fyrir þessi undirstöðustörf.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T111258.html) Saman stöndum við vörð um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Frú Vigdís Hauksdóttir. Ég byrja á því að þakka þér fyrir stuðninginn sem þú sýndir okkur hjúkrunarfræðingum árið 2012 og 2013 þegar við stóðum í uppsögnum vegna deilna um stofnanasamning við ríkið. Þá sýndir þú fullan skilning á því ástandi sem blasti við þá. Þann 23. nóvember 2012 fluttir þú ræðu á Alþingi þar sem þú gerðir málefni hjúkrunarfræðinga að umtalsefni og lýstir yfir áhyggjum af stöðu mála. Þá sagðir þú orðrétt: „Hér á landi starfa 2.800 hjúkrunarfræðingar en fram til ársins 2020 munu 950 hjúkrunarfræðingar fara á lífeyri en einungis 900 koma til starfa. Það leiðir hugann að því að sá fjöldi hjúkrunarfræðinga sem nú er starfandi á vegum íslenska ríkisins og hér á landi er nákvæmlega heildarþörfin hjá Norðmönnum. Þá vantar nú tæplega 3.000 hjúkrunarfræðinga til starfa og árið 2035 verður hjúkrunarfræðingaþörf Norðmanna 28.000, sem eru tíu sinnum fleiri hjúkrunarfræðingar en starfa hér á landi. Það eru alvarleg tíðindi, frú forseti, sérstaklega í ljósi þess að Norðmenn sækja mjög í íslenska hjúkrunarfræðinga. Við eigum frábært starfsfólk og það er ekki nema von að Norðmenn sæki hingað til hjúkrunarfræðinga okkar þegar þörfin úti er svo brýn.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121123T105544.html) Þetta voru orð í tíma töluð. Fækkun í röðum hjúkrunarfræðinga starfandi á vegum ríkisins er raunverulegt vandamál, ekki síður nú en þá og ógnar enn íslensku heilbrigðiskerfi. Þú undirstrikar skilning þinn og áhuga á málefnum hjúkrunarfræðinga þann 24. janúar 2013 en þar segir þú orðrétt á Alþingi: „Komið hefur fram í deilum hjúkrunarfræðinga við ríkið að t.d. sambærileg menntun og hjúkrunarfræðingar eru með er metin 20% meira í Stjórnarráðinu sjálfu. Það eru mjög alvarleg tíðindi að starfsmenn Stjórnarráðsins sem hafa sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar fái 20% meira fyrir sambærileg störf. Ég lít það mjög alvarlegum augum því að hver stjórnar Stjórnarráðinu? Það er ríkisstjórnin sjálf.“ https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T112359.html) Ég er ánægð með að nú ert þú í ríkisstjórn sjálf.Stéttbundið launamisrétti Þann 27. maí hafa 2.100 hjúkrunarfræðingar, sem starfa samkvæmt kjarasamningi FÍH við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, boðað til allsherjarverkfalls. Ástæðuna má m.a. rekja til þess stéttbundna launamisréttis sem ríkir hjá íslenska ríkinu og þú réttilega bendir á í ofangreindri ræðu. Það blæs mér von í brjóst að þú sem meðlimur ríkisstjórnarinnar og formaður fjárlaganefndar skulir styðja svona vel við bak okkar hjúkrunarfræðinga. Nú hefur þú tækifæri til að sýna stuðning þinn í verki. Mig langar að enda þetta bréf á orðum flokksbróður þíns og forsætisráðherra Íslands, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem komst einmitt vel að orði í sömu umræðu á Alþingi og er einmitt mergur málsins er varðar kyn- og stéttbundið launamisrétti hjá ríkinu, sem löngu er orðið tímabært að uppræta. Þar sagði hann orðrétt: „Stór ástæða fyrir því að kjör kvenna eru að jafnaði lakari en kjör karla er að í mjög stórum stéttum þar sem konur eru í miklum meiri hluta hefur ríkisvaldið leyft sér að greiða miklu lægri laun en tilefni er til, og því miður komist upp með það. Nú komast menn líklega ekki upp með það lengur, til að mynda hvað varðar heilbrigðisstarfsmenn, vegna þess að við horfum upp á það að heilbrigðisstarfsmenn, að langmestu leyti konur, streyma einfaldlega til annarra landa, ekki síst Noregs, til að ná sér í betri kjör. Það má kannski segja að sem betur fer komast menn ekki lengur upp með að greiða óeðlilega lág laun fyrir þessi undirstöðustörf.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T111258.html) Saman stöndum við vörð um íslenskt heilbrigðiskerfi.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun