Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar 22. júlí 2025 18:01 21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Af þessum ríkjum eru 24 í Evrópu, þar af 20 í Evrópusambandinu. Utan Evrópu eru Ástralía, Kanada, Japan og Nýja-Sjáland. Meðal ríkja utan ESB er Bretland. 21 af þessum ríkjum eru í NATO. Þessi yfirlýsing sætir tíðindum þar sem um er að ræða ríki sem mörg hver hafa haft mikil og vinsamleg samskipti við Ísrael og eru í nánum samskiptum við helsta stuðningsríki Ísraels, Bandaríkin. Það þarf ekki að koma á óvart en er þó athyglisvert að Þýskaland er ekki meðal þessara ríkja. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en spurningin hversu langt hún nær. Grundvallarskilaboðin eru: Stríðinu á Gaza verður að ljúka án tafar. Sagt er að hörmungar íbúa á Gaza hafi náð nýjum hæðum. Fordæmt er hvernig staðið er að veitingu mannúðaraðstoðar á Gaza og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum, sem eru að leita eftir aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur. Og allir aðilar (all parties) eru hvattir til að vernda almenna borgara og fara eftir alþjóðlegum mannúðarlögum. Í yfirlýsingunni er tillögum sem ísraelskir ráðamenn hafa orðað um flutning Palestínumanna á Gaza í svokallaða „mannúðarborg“ lýst sem fullkomlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu. Og fordæmt er að Hamas haldi enn gíslum og þess krafist að þeim sé sleppt tafarlaust og án skilyrða. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en spurningin hversu langt hún nær. Auðvitað yrði stríðinu á Gasa að ljúka sem fyrst ef þar væri stríð. En hafi einhvern tíma verið hægt að tala um stríð á Gasa, þá er því löngu lokið og einhliða þjóðarmorð hefur tekið við. Yfirlýsing þar sem þjóðarmorð er kallað stríð nær ekki langt. Allir aðilar („báðir aðilar“ er sennilega réttari þýðing) eru hvattir til að vernda almenna borgara og fara eftir alþjóðlegum mannúðarlögum. Formlega má kannski segja að þetta orðalag standist, sem sagt að Hamas sé „aðili“, en orðalagið gerir óneitanlega heldur lítið úr óheyrilegum brotum Ísraels á alþjóðalögum, þjóðarmorði. En aðalgallinn á þessari yfirlýsingu er að hún er eiginlega ekkert nema mórölsk yfirlýsing – nú höfum við sagt þetta. Og höfum þar með þvegið hendur okkar. Þessi yfirlýsing fer eflaust í taugarnar á ráðamönnum í Ísrael, en þeir hrista það ef laust af sér. Það er hægt að dæla út svona yfirlýsingum, þær færa okkur ef til vill hænufet áfram, en dauðinn á Gaza fer bara margfalt hraðar. Yfirgnæfandi hluti utanríkisviðskipta og ýmis konar samskipta Ísraels er sennilega við þau ríki sem eiga aðild að þessari yfirlýsingu. Einhver, sem á ensku hefur titilinn „The EU Commissioner for Equality, Preparedness and Crisis Management“, skrifar undir yfirlýsingun. Samkvæmt nýlegum tölum eru um 28% utanríkisviðskipta Ísraels við ESB. Svokölluð vestræn ríki brugðust skjótt við innrás Rússa í Úkraínu með ýmiskonar þvingunaraðgerðum. Hér er hvergi ýjað að slíku. Hér er hvergi minnst á að Bandaríkin verði að láta af eindregnum stuðningi sínum við Ísrael, hér er hvergi minnst á að ESB þurfi að láta meira til sín taka, enda getur ESB tekið þátt í þessum sameiginlegum handaþvotti með því að láta einn af kommissörum sínum undirrita yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en það er bara þetta hænufet. En vonandi boðar hún meira. Höfundur er rithöfundur og fyrrum bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
21. júlí síðastliðinn kom út yfirlýsing um málefni Palestínu undirrituð af utanríkisráðherrum 28 ríkja, þar á meðal Íslands, auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum jafnréttis, viðbragðsgetu og neyðarþjónustu. Af þessum ríkjum eru 24 í Evrópu, þar af 20 í Evrópusambandinu. Utan Evrópu eru Ástralía, Kanada, Japan og Nýja-Sjáland. Meðal ríkja utan ESB er Bretland. 21 af þessum ríkjum eru í NATO. Þessi yfirlýsing sætir tíðindum þar sem um er að ræða ríki sem mörg hver hafa haft mikil og vinsamleg samskipti við Ísrael og eru í nánum samskiptum við helsta stuðningsríki Ísraels, Bandaríkin. Það þarf ekki að koma á óvart en er þó athyglisvert að Þýskaland er ekki meðal þessara ríkja. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en spurningin hversu langt hún nær. Grundvallarskilaboðin eru: Stríðinu á Gaza verður að ljúka án tafar. Sagt er að hörmungar íbúa á Gaza hafi náð nýjum hæðum. Fordæmt er hvernig staðið er að veitingu mannúðaraðstoðar á Gaza og dráp á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum, sem eru að leita eftir aðgengi að grunnþörfum eins og vatni og mat. Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur. Og allir aðilar (all parties) eru hvattir til að vernda almenna borgara og fara eftir alþjóðlegum mannúðarlögum. Í yfirlýsingunni er tillögum sem ísraelskir ráðamenn hafa orðað um flutning Palestínumanna á Gaza í svokallaða „mannúðarborg“ lýst sem fullkomlega óviðunandi. Varanlegir nauðungarflutningar fólks séu brot á alþjóðamannúðarlögum. Þá lýsa utanríkisráðherrarnir sig algerlega andsnúna öllum lýðfræðilegum breytingum eða breytingum á yfirráðum á landsvæði á Vesturbakkanum. Áform ísraelskra stjórnvalda í þeim efnum og áframhaldandi landtaka á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem sé brot á alþjóðalögum og grafi undan tveggja ríkja lausninni svonefndu. Og fordæmt er að Hamas haldi enn gíslum og þess krafist að þeim sé sleppt tafarlaust og án skilyrða. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en spurningin hversu langt hún nær. Auðvitað yrði stríðinu á Gasa að ljúka sem fyrst ef þar væri stríð. En hafi einhvern tíma verið hægt að tala um stríð á Gasa, þá er því löngu lokið og einhliða þjóðarmorð hefur tekið við. Yfirlýsing þar sem þjóðarmorð er kallað stríð nær ekki langt. Allir aðilar („báðir aðilar“ er sennilega réttari þýðing) eru hvattir til að vernda almenna borgara og fara eftir alþjóðlegum mannúðarlögum. Formlega má kannski segja að þetta orðalag standist, sem sagt að Hamas sé „aðili“, en orðalagið gerir óneitanlega heldur lítið úr óheyrilegum brotum Ísraels á alþjóðalögum, þjóðarmorði. En aðalgallinn á þessari yfirlýsingu er að hún er eiginlega ekkert nema mórölsk yfirlýsing – nú höfum við sagt þetta. Og höfum þar með þvegið hendur okkar. Þessi yfirlýsing fer eflaust í taugarnar á ráðamönnum í Ísrael, en þeir hrista það ef laust af sér. Það er hægt að dæla út svona yfirlýsingum, þær færa okkur ef til vill hænufet áfram, en dauðinn á Gaza fer bara margfalt hraðar. Yfirgnæfandi hluti utanríkisviðskipta og ýmis konar samskipta Ísraels er sennilega við þau ríki sem eiga aðild að þessari yfirlýsingu. Einhver, sem á ensku hefur titilinn „The EU Commissioner for Equality, Preparedness and Crisis Management“, skrifar undir yfirlýsingun. Samkvæmt nýlegum tölum eru um 28% utanríkisviðskipta Ísraels við ESB. Svokölluð vestræn ríki brugðust skjótt við innrás Rússa í Úkraínu með ýmiskonar þvingunaraðgerðum. Hér er hvergi ýjað að slíku. Hér er hvergi minnst á að Bandaríkin verði að láta af eindregnum stuðningi sínum við Ísrael, hér er hvergi minnst á að ESB þurfi að láta meira til sín taka, enda getur ESB tekið þátt í þessum sameiginlegum handaþvotti með því að láta einn af kommissörum sínum undirrita yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er kannski góð svo langt sem hún nær, en það er bara þetta hænufet. En vonandi boðar hún meira. Höfundur er rithöfundur og fyrrum bókavörður.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun