Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar 25. júlí 2025 08:01 Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var. Aðstæður í Grindavík ná ekki í gegn hjá landsmönnum Í kosningabaráttunni síðasta haust varð ég töluvert var við óánægju Grindvíkinga með það hvernig fjölmiðlar mátu og sögðu frá aðstæðum. Ekki var allt á þeirri heljarþröm sem haldið hafði verið fram, aðeins lítið hlutfall eigna í bænum er staðsett á eiginlegu hættusvæði og urðu fyrir skemmdum. Atvinnulífið var vængstíft mun lengur en þurfti og það þrátt fyrir að stór hópur fólks væri tilbúinn að koma til vinnu. Sannarlega var mörgum brugðið og vildu flytja frá svæðinu en þeir sem vildu halda áfram fengu ekkert um það að segja þrátt fyrir að skárri aðstæður fyrir atvinnulíf og búsetu í sveitarfélaginu væru fyrir hendi. Útgjöld áfram mikil hjá Þórkötlu Þegar ég tók sæti varamanns á Alþingi í maí sl. spurði ég efnahags- og fjármalaráðherra út í hver áætlaður kostnaður ríkisins vegna Þórkötlu yrði á yfirstandandi ári og hvernig áætlað væri að sá kostnaður myndi þróast á komandi ári. Fram kom í svari ráðherra að kostnaðurinn gæti orðið allt að 2,8 milljarðar á komandi ári vegna kaupa á húsnæði og rétt tæpur milljarður fer í rekstrarkostnað sem að hluta verði tekinn af láni. Það er því ljóst að kostaður ríkisins er gríðarlegur vegna þeirrar pattstöðu sem enn er uppi. Ráðherra hyggst ekki grípa inn í Í framhaldi spurði ég hvort ráðherra hyggðist grípa til einhverra ráðstafana svo að brottfluttir Grindvíkingar geti snúið aftur heim og draga þar með úr fjárútlátum hins opinbera vegna húsnæðiskaupa ríkisins í Grindavík. Í svari ráðherra kom fram að það væri í höndum Þórkötlu að annast umsýslu húsnæðismála í Grindavík. Í framhaldi fór ráðherra yfir þá skilmála sem fylgja því að gerast hollvinur félagsins og að markmiðið væri að hefja útleigu húsnæðis um leið og aðstæður leyfa. Hvaða aðstæður leyfa? Þegar það er algjörlega í hendi stjórnvalda hvernig málum sem þessum er háttað og einn helsti handhafi framkvæmdavaldsins í þessu máli segir að fasteignafélag á vegum ríkisins fari með ákvarðanatökuna verður maður hlessa. Viðbrögðin við spurningu minni minna óneitanlega á síðustu misseri heimsfaraldursins þar sem ljóst að var að ekki var við frekari lokanir unað, lífið yrði að fá að halda áfram. Handhafar valdsins, hvort sem það voru þeir kjörnu eða þeir sem aðstoðuðu þá fremsta megni vegna sérþekkingar sinnar vildu ekki sleppa tökunum einhverra hluta vegna. Ekki hættulaust að búa í Grindavík frekar en víða annars staðar á landinu Þessi pistill er ritaður í Vestmannaeyjum þar sem einn af okkar færari jarðfræðingum, Ari Trausti Guðmundsson lét hafa eftir sér að væri einn hættulegasti staður landsins til að búa á. Ef ég man rétt var Hveragerði einnig nefnt í samhengi. Punkturinn er sá að við verðum að fara að horfa til framtíðar. Við munum alltaf eiga í höggi við náttúruna í einhverju mæli á meðan við búum hér á þessu landi. Aðlögunarhæfni okkar í aldanna rás hefur sýnt það. Forræðishyggja sem þessi hefur afar takmarkaða getu til að leysa vandamál. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Gísli Stefánsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Náttúran minnti vel á sig með gosmóðunni síðustu daga. Um leið og gos gerði vart við sig á Reykjanesskaga 16. júlí sl var Grindavík eins og gefur að skilja rýmd en allt of langan tíma tók að opna aftur fyrir heimamenn og svo almenning þegar ljóst var hvert umfang gossins var. Aðstæður í Grindavík ná ekki í gegn hjá landsmönnum Í kosningabaráttunni síðasta haust varð ég töluvert var við óánægju Grindvíkinga með það hvernig fjölmiðlar mátu og sögðu frá aðstæðum. Ekki var allt á þeirri heljarþröm sem haldið hafði verið fram, aðeins lítið hlutfall eigna í bænum er staðsett á eiginlegu hættusvæði og urðu fyrir skemmdum. Atvinnulífið var vængstíft mun lengur en þurfti og það þrátt fyrir að stór hópur fólks væri tilbúinn að koma til vinnu. Sannarlega var mörgum brugðið og vildu flytja frá svæðinu en þeir sem vildu halda áfram fengu ekkert um það að segja þrátt fyrir að skárri aðstæður fyrir atvinnulíf og búsetu í sveitarfélaginu væru fyrir hendi. Útgjöld áfram mikil hjá Þórkötlu Þegar ég tók sæti varamanns á Alþingi í maí sl. spurði ég efnahags- og fjármalaráðherra út í hver áætlaður kostnaður ríkisins vegna Þórkötlu yrði á yfirstandandi ári og hvernig áætlað væri að sá kostnaður myndi þróast á komandi ári. Fram kom í svari ráðherra að kostnaðurinn gæti orðið allt að 2,8 milljarðar á komandi ári vegna kaupa á húsnæði og rétt tæpur milljarður fer í rekstrarkostnað sem að hluta verði tekinn af láni. Það er því ljóst að kostaður ríkisins er gríðarlegur vegna þeirrar pattstöðu sem enn er uppi. Ráðherra hyggst ekki grípa inn í Í framhaldi spurði ég hvort ráðherra hyggðist grípa til einhverra ráðstafana svo að brottfluttir Grindvíkingar geti snúið aftur heim og draga þar með úr fjárútlátum hins opinbera vegna húsnæðiskaupa ríkisins í Grindavík. Í svari ráðherra kom fram að það væri í höndum Þórkötlu að annast umsýslu húsnæðismála í Grindavík. Í framhaldi fór ráðherra yfir þá skilmála sem fylgja því að gerast hollvinur félagsins og að markmiðið væri að hefja útleigu húsnæðis um leið og aðstæður leyfa. Hvaða aðstæður leyfa? Þegar það er algjörlega í hendi stjórnvalda hvernig málum sem þessum er háttað og einn helsti handhafi framkvæmdavaldsins í þessu máli segir að fasteignafélag á vegum ríkisins fari með ákvarðanatökuna verður maður hlessa. Viðbrögðin við spurningu minni minna óneitanlega á síðustu misseri heimsfaraldursins þar sem ljóst að var að ekki var við frekari lokanir unað, lífið yrði að fá að halda áfram. Handhafar valdsins, hvort sem það voru þeir kjörnu eða þeir sem aðstoðuðu þá fremsta megni vegna sérþekkingar sinnar vildu ekki sleppa tökunum einhverra hluta vegna. Ekki hættulaust að búa í Grindavík frekar en víða annars staðar á landinu Þessi pistill er ritaður í Vestmannaeyjum þar sem einn af okkar færari jarðfræðingum, Ari Trausti Guðmundsson lét hafa eftir sér að væri einn hættulegasti staður landsins til að búa á. Ef ég man rétt var Hveragerði einnig nefnt í samhengi. Punkturinn er sá að við verðum að fara að horfa til framtíðar. Við munum alltaf eiga í höggi við náttúruna í einhverju mæli á meðan við búum hér á þessu landi. Aðlögunarhæfni okkar í aldanna rás hefur sýnt það. Forræðishyggja sem þessi hefur afar takmarkaða getu til að leysa vandamál. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar