Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 22. júlí 2025 14:02 Á Íslandi eru 62 sveitarfélög, sem eru mjög misjöfn að stærð og íbúafjölda. Undanfarin 25 ár hafa verkefni færst frá ríki til sveitarfélaga, svo sem grunnskólamál og þjónusta við fatlaða. Samkvæmt lögum ber öllum sveitarfélögum að veita ákveðna þjónustu, en geta þeirra til þess er mismikil. Yfirleitt hafa stærri sveitarfélög meiri burði til að sinna lögbundnum verkefnum en þau minni. Helstu útgjaldaliðir sveitarfélaga eru: 1. Menntamál: Leikskólar, grunnskólar og frístundastarf, eins og laun kennara og starfsfólks, húsnæði, kennslugögn og annar rekstur. 2. Félagsþjónusta: Félagsleg aðstoð, þjónusta við fatlað fólk og aldraða, heimilishjálp, félagsleg heimaþjónusta og rekstur hjúkrunarheimila. Þessi liður hefur farið vaxandi með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar. 3. Skipulags- og byggingarmál: Innviðir eins og gatnagerð, snjómokstur, lýsing og viðhald gatna, ásamt skipulagsvinnu og byggingareftirliti. 4. Umhverfis- og sorphirðumál: Sorphirða, endurvinnsla, hreinsun opinna svæða og gróðursetning. Umhverfismál hafa fengið aukið vægi með áherslu á sjálfbærni. 5. Tómstunda- og menningarmál: Rekstur sundlauga, íþróttamannvirkja, bókasafna, menningarhúsa og stuðningur við íþróttafélög og listalíf. 6. Fjármál og stjórnsýsla: Laun og rekstur stjórnsýslu, t.d. bæjarstjórnar, skrifstofu og fjármáladeilda. 7. Lán og fjármagnskostnaður: Greiðslur af lánum og vextir, m.a. vegna fjárfestinga í innviðum eins og skólabyggingum. Ofangreind verkefni sýnia að sveitarfélögin sinna mikilli og fjölbreyttri þjónustu. Stærsti tekjustofn sveitarfélaga er útsvar sem er hluti af tekjuskattskerfinu. Að auki fá sveitarfélögin tekjur af fasteignasköttum af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Hærri fasteignaskattar eru greiddir af atvinnuhúsnæði. Að auki fá sveitarfélög sk. jöfnunarframlag frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Almennt má segja að því fámennari sem sveitarfélögin eru, því meira skiptir jöfnunarframlagið máli sem hlutfall af tekjum þeirra. Sveitarfélögin mega leggja á þjónustugjöld og gildir sama um þau og jöfnunarframlagið. Almennt eru þjónustugjöldin lægri hjá fjölmennari sveitarfélögum (með yfir 5000 íbúa) en hjá þeim fámennari. Til viðbótar þessu fá sveitarfélög tekjur af eignum og rekstri, eins og arðgreiðslur af fyrirtækjum í eigu sveitarfélaga og sölu byggingarétta. Um fjármál sveitarfélaga má almennt segja að stærri sveitarfélög eins og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru yfirleitt betur stödd fjárhagslega vegna stærri skattstofna og fjölbreyttari tekna. Á móti eiga mörg minni sveitarfélög oft erfiðara með að mæta auknum kröfum um þjónustu og fjárfestingar. Almennt þurfa sveitarfélögin á öllum þeim tekjum að halda sem þeim stendur til boða til að geta sinnt sínu hlutverki. Það er ekki mikið svigrúm til lækkunar á kostnaði hjá sveitarfélögum. Í ljósi þess að ákveðnar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga er því eðilegt að skoða stærð þeirra og fjölda íbúa svo þau geti sinnt sinni ábyrgð og skyldum eins vel og vænst er. Af sveitarfélögunum eru 27 með færri en 1.000 íbúa, þar af 13 með færri en 500. Fjögur sveitarfélög eru með færri en 100 íbúa! Þrátt fyrir þessa staðreynd ber öllum sveitarfélögum að veita sambærilega þjónustu óháð íbúafjölda. Til dæmis þarf Svalbarðsstrandahreppur með um 500 íbúa að sinna sömu skyldum og Akureyri með 20.000 íbúa. Því er áhugavert að ef sett yrði krafa um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga væri 1.000, mætti fækka þeim um 27. Það gæti styrkt þjónustugetu þeirra og sparað verulegan kostnað. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því að fá að sinna ákveðinni þjónustu, sérstaklega nærþjónustu en áður en farið verður í að láta sveitarfélögin fá fleiri verkefni frá ríkinu, eins og t.d. heilsugæslu eða málefni aldraðra, er það mitt mat að sveitarfélögin þurfa að sýna ábyrgð og að þau séu þess verðug að takast á við frekari verkefni. Lykill að þeirri vegferð er að fækka sveitarfélögum þannig að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags verði aldrei minni en 1000 íbúar. Hingað til hafa sveitarfélögin haft stjórn á þessari þróun, en í ljósi þess að samfélög og þjónusta við íbúa verður æ flóknari á hverju ári, verða stjórnvöld að fara að krefjast þess að sveitarfélögin leysi þetta annars verður að gera þetta með lögbundnum hætti. Höfundur er heilsuhagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru 62 sveitarfélög, sem eru mjög misjöfn að stærð og íbúafjölda. Undanfarin 25 ár hafa verkefni færst frá ríki til sveitarfélaga, svo sem grunnskólamál og þjónusta við fatlaða. Samkvæmt lögum ber öllum sveitarfélögum að veita ákveðna þjónustu, en geta þeirra til þess er mismikil. Yfirleitt hafa stærri sveitarfélög meiri burði til að sinna lögbundnum verkefnum en þau minni. Helstu útgjaldaliðir sveitarfélaga eru: 1. Menntamál: Leikskólar, grunnskólar og frístundastarf, eins og laun kennara og starfsfólks, húsnæði, kennslugögn og annar rekstur. 2. Félagsþjónusta: Félagsleg aðstoð, þjónusta við fatlað fólk og aldraða, heimilishjálp, félagsleg heimaþjónusta og rekstur hjúkrunarheimila. Þessi liður hefur farið vaxandi með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar. 3. Skipulags- og byggingarmál: Innviðir eins og gatnagerð, snjómokstur, lýsing og viðhald gatna, ásamt skipulagsvinnu og byggingareftirliti. 4. Umhverfis- og sorphirðumál: Sorphirða, endurvinnsla, hreinsun opinna svæða og gróðursetning. Umhverfismál hafa fengið aukið vægi með áherslu á sjálfbærni. 5. Tómstunda- og menningarmál: Rekstur sundlauga, íþróttamannvirkja, bókasafna, menningarhúsa og stuðningur við íþróttafélög og listalíf. 6. Fjármál og stjórnsýsla: Laun og rekstur stjórnsýslu, t.d. bæjarstjórnar, skrifstofu og fjármáladeilda. 7. Lán og fjármagnskostnaður: Greiðslur af lánum og vextir, m.a. vegna fjárfestinga í innviðum eins og skólabyggingum. Ofangreind verkefni sýnia að sveitarfélögin sinna mikilli og fjölbreyttri þjónustu. Stærsti tekjustofn sveitarfélaga er útsvar sem er hluti af tekjuskattskerfinu. Að auki fá sveitarfélögin tekjur af fasteignasköttum af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Hærri fasteignaskattar eru greiddir af atvinnuhúsnæði. Að auki fá sveitarfélög sk. jöfnunarframlag frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Almennt má segja að því fámennari sem sveitarfélögin eru, því meira skiptir jöfnunarframlagið máli sem hlutfall af tekjum þeirra. Sveitarfélögin mega leggja á þjónustugjöld og gildir sama um þau og jöfnunarframlagið. Almennt eru þjónustugjöldin lægri hjá fjölmennari sveitarfélögum (með yfir 5000 íbúa) en hjá þeim fámennari. Til viðbótar þessu fá sveitarfélög tekjur af eignum og rekstri, eins og arðgreiðslur af fyrirtækjum í eigu sveitarfélaga og sölu byggingarétta. Um fjármál sveitarfélaga má almennt segja að stærri sveitarfélög eins og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru yfirleitt betur stödd fjárhagslega vegna stærri skattstofna og fjölbreyttari tekna. Á móti eiga mörg minni sveitarfélög oft erfiðara með að mæta auknum kröfum um þjónustu og fjárfestingar. Almennt þurfa sveitarfélögin á öllum þeim tekjum að halda sem þeim stendur til boða til að geta sinnt sínu hlutverki. Það er ekki mikið svigrúm til lækkunar á kostnaði hjá sveitarfélögum. Í ljósi þess að ákveðnar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga er því eðilegt að skoða stærð þeirra og fjölda íbúa svo þau geti sinnt sinni ábyrgð og skyldum eins vel og vænst er. Af sveitarfélögunum eru 27 með færri en 1.000 íbúa, þar af 13 með færri en 500. Fjögur sveitarfélög eru með færri en 100 íbúa! Þrátt fyrir þessa staðreynd ber öllum sveitarfélögum að veita sambærilega þjónustu óháð íbúafjölda. Til dæmis þarf Svalbarðsstrandahreppur með um 500 íbúa að sinna sömu skyldum og Akureyri með 20.000 íbúa. Því er áhugavert að ef sett yrði krafa um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga væri 1.000, mætti fækka þeim um 27. Það gæti styrkt þjónustugetu þeirra og sparað verulegan kostnað. Sveitarfélögin hafa kallað eftir því að fá að sinna ákveðinni þjónustu, sérstaklega nærþjónustu en áður en farið verður í að láta sveitarfélögin fá fleiri verkefni frá ríkinu, eins og t.d. heilsugæslu eða málefni aldraðra, er það mitt mat að sveitarfélögin þurfa að sýna ábyrgð og að þau séu þess verðug að takast á við frekari verkefni. Lykill að þeirri vegferð er að fækka sveitarfélögum þannig að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags verði aldrei minni en 1000 íbúar. Hingað til hafa sveitarfélögin haft stjórn á þessari þróun, en í ljósi þess að samfélög og þjónusta við íbúa verður æ flóknari á hverju ári, verða stjórnvöld að fara að krefjast þess að sveitarfélögin leysi þetta annars verður að gera þetta með lögbundnum hætti. Höfundur er heilsuhagfræðingur
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun