Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2025 15:01 Frá árinu 1987 hefur sjálfbær þróun samfélaga verið skilgreind með þeim hætti að verið sé að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Hætta er að stríðið á Gaza og viðbrögð Vesturlanda við því dragi úr möguleikum okkar til að mæta þörfum komandi kynslóða á Íslandi. Sú staðreynd að ráðandi öfl í hinum vestræna heimi hafi ekki látið meira til sín taka til að stöðva dráp, limlestingar og nú svelti barna á Gaza er ekki eingöngu hörmuleg og með öllu illskiljanleg. Hún grefur líka undan grundvallar gildum vestrænna samfélaga – gildum mannréttinda og ekki síst réttindum barna í þessum heimi. Þegar búið er að grafa undan þeim stoðum er erfitt að hrista það af sér og snúa sér að öðru. Hvernig stendur maður á sviði í Reykjavík, Berlín eða Róm og talar um mikilvægi réttlátra grænna umskipta fyrir alla og inngildingu fólks með hreyfihömlum á vinnustaði þegar verið er að sprengja fæturna af leikskólabörnum? Hvernig ræðir maður áskoranir orkuafhendingaröryggis og innviðauppbyggingu sem styður við fæðuöryggi á meðan við fylgjumst með skipulögðu svelti heillar þjóðar í beinni? Stríðsátök hafa margvíslegar afleiðingar. Fyrir utan hinar beinu afleiðingar sem fórnarlömbin verða fyrir þá eru afleiðingar einnig efnahagslegar, því auðvitað er bæði hægt að græða og tapa á stríði. Stjórnamálasamstarf verður líka fyrir miklum áhrifum þegar samherjar stíga dans til að reyna að meta hvaða afstöðu skuli taka dag frá degi. Ekki síst eru afleiðingar hugmyndafræðilegar. Þegar stjórnmála- og efnahagsleiðtogarheims veita þjóðarmorði blessun sína með þögninni einni saman þá er ekki einungis verið að dæma fólki á Gaza til þjáninga og dauða heldur er einnig verið að draga verulega úr tækifærum komandi kynslóða vestrænna ríkja, barna okkar og barnabarna, til að lifa í farsælum og öruggum heimi. Því ef við gefum upp á bátinn hugmyndafræði algildra mannréttinda, þá eru allir þeir sem vilja vinna að bættum heimi sviptir tækifærinu til að nota mennsku-spilið. Það er spilið sem útskýrir að þótt það sé sannarlega skynsamlegt að reka fyrirtæki á sjálfbæran hátt því það er góður bisniss, þá er það ekki síst gott fyrir mannkynið til langs tíma. Spilið sem bendir á að klárlega ætti að nota hringrásarhönnun því það eykur skilvirkni og þannig verður meira til skiptanna fyrir mannkynið. Þegar við spilum út spilinu skilja allir að auðgandi rekstur styður við lífræðilega fjölbreytni sem er undirstaða mannlegrar tilveru. Ekki síst bendir spilið á að ef við tryggum öllum grundvallar mannréttindi og gætum að inngildingu í samfélaginu þá virkjum við til fulls þann mikla mannauð sem mannkynið býr yfir, öllum til góða. Ef við tökum mennsku-spilið úr bunkanum þá verða ekkert eftir nema krónur og aurar og við missum læsi á uppsprettu hagnaðar. Við töpum greiningarhæfninni sem felst í því að mæla velsæld en ekki bara hagvöxt. Þess vegna snúast þjóðarmorðin á Gaza ekki eingöngu um það ástand sem við höfum fylgst með í fréttum og á samfélagsmiðlum mánuðum saman. Ef samfélög hafa ekki trú á að stjórnmála- og efnahagsleiðtogar þess muni bregast við til að varna slíkum hörmungum, hvernig eigum við þá að virkja samvisku fólks til að takast á við aðrar áskoranir samtímans? Árangur ríkja í að glíma við næstum hvaða verkefni sem er stendur og fellur með því hvort fólki og fyrirtækjum finnist verkefnin mikilvæg, áríðandi og séu tilbúin til að leggja sitt af mörkum. Það er sama hvort litið er til þess að ná landsmarkmiðum Íslands um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda, að vernda 30% vistkerfa á hafi og landi fyrir 2030, að vinna að markmiðum um bætta geðheilsu ungmenna eða að tryggja fleiri tækifæri til atvinnu með stuðningi - ef við getum ekki höfðað til gilda okkar samborgara í þessum verkefnum, til mennsku og ábyrgðar okkar gagnvart komandi kynslóðum þá höfum við misst spilin úr höndunum. Þjóðarmorðin á Gaza, sem virðast fá að malla áfram að mestu óáreitt, snúast því ekki „bara“ um fórnarlömbin á staðnum heldur um þau gildi sem okkar samfélag byggir á og hreinlega reiðir sig á til að ná árangri. Gildi breytast ekki alltaf yfir nóttu og það getur verið erfitt að koma auga á hvenær það gerist, hvenær þau breytast. Við sjáum það ekki fyrr en andvaraleysi birtist á nýjum stöðum og samkenndin, sem okkar samfélagsgerð reiðir sig á, er allt í einu fjarri góðu gamni. Til að tryggja möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum þurfum við að mæta þörfum samtímans fyrir algild mannréttindi og mannúð. Það er okkar verkefni í sameiningu að láta mennskuna ekki hverfa úr spilabunkanum. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 1987 hefur sjálfbær þróun samfélaga verið skilgreind með þeim hætti að verið sé að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Hætta er að stríðið á Gaza og viðbrögð Vesturlanda við því dragi úr möguleikum okkar til að mæta þörfum komandi kynslóða á Íslandi. Sú staðreynd að ráðandi öfl í hinum vestræna heimi hafi ekki látið meira til sín taka til að stöðva dráp, limlestingar og nú svelti barna á Gaza er ekki eingöngu hörmuleg og með öllu illskiljanleg. Hún grefur líka undan grundvallar gildum vestrænna samfélaga – gildum mannréttinda og ekki síst réttindum barna í þessum heimi. Þegar búið er að grafa undan þeim stoðum er erfitt að hrista það af sér og snúa sér að öðru. Hvernig stendur maður á sviði í Reykjavík, Berlín eða Róm og talar um mikilvægi réttlátra grænna umskipta fyrir alla og inngildingu fólks með hreyfihömlum á vinnustaði þegar verið er að sprengja fæturna af leikskólabörnum? Hvernig ræðir maður áskoranir orkuafhendingaröryggis og innviðauppbyggingu sem styður við fæðuöryggi á meðan við fylgjumst með skipulögðu svelti heillar þjóðar í beinni? Stríðsátök hafa margvíslegar afleiðingar. Fyrir utan hinar beinu afleiðingar sem fórnarlömbin verða fyrir þá eru afleiðingar einnig efnahagslegar, því auðvitað er bæði hægt að græða og tapa á stríði. Stjórnamálasamstarf verður líka fyrir miklum áhrifum þegar samherjar stíga dans til að reyna að meta hvaða afstöðu skuli taka dag frá degi. Ekki síst eru afleiðingar hugmyndafræðilegar. Þegar stjórnmála- og efnahagsleiðtogarheims veita þjóðarmorði blessun sína með þögninni einni saman þá er ekki einungis verið að dæma fólki á Gaza til þjáninga og dauða heldur er einnig verið að draga verulega úr tækifærum komandi kynslóða vestrænna ríkja, barna okkar og barnabarna, til að lifa í farsælum og öruggum heimi. Því ef við gefum upp á bátinn hugmyndafræði algildra mannréttinda, þá eru allir þeir sem vilja vinna að bættum heimi sviptir tækifærinu til að nota mennsku-spilið. Það er spilið sem útskýrir að þótt það sé sannarlega skynsamlegt að reka fyrirtæki á sjálfbæran hátt því það er góður bisniss, þá er það ekki síst gott fyrir mannkynið til langs tíma. Spilið sem bendir á að klárlega ætti að nota hringrásarhönnun því það eykur skilvirkni og þannig verður meira til skiptanna fyrir mannkynið. Þegar við spilum út spilinu skilja allir að auðgandi rekstur styður við lífræðilega fjölbreytni sem er undirstaða mannlegrar tilveru. Ekki síst bendir spilið á að ef við tryggum öllum grundvallar mannréttindi og gætum að inngildingu í samfélaginu þá virkjum við til fulls þann mikla mannauð sem mannkynið býr yfir, öllum til góða. Ef við tökum mennsku-spilið úr bunkanum þá verða ekkert eftir nema krónur og aurar og við missum læsi á uppsprettu hagnaðar. Við töpum greiningarhæfninni sem felst í því að mæla velsæld en ekki bara hagvöxt. Þess vegna snúast þjóðarmorðin á Gaza ekki eingöngu um það ástand sem við höfum fylgst með í fréttum og á samfélagsmiðlum mánuðum saman. Ef samfélög hafa ekki trú á að stjórnmála- og efnahagsleiðtogar þess muni bregast við til að varna slíkum hörmungum, hvernig eigum við þá að virkja samvisku fólks til að takast á við aðrar áskoranir samtímans? Árangur ríkja í að glíma við næstum hvaða verkefni sem er stendur og fellur með því hvort fólki og fyrirtækjum finnist verkefnin mikilvæg, áríðandi og séu tilbúin til að leggja sitt af mörkum. Það er sama hvort litið er til þess að ná landsmarkmiðum Íslands um samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda, að vernda 30% vistkerfa á hafi og landi fyrir 2030, að vinna að markmiðum um bætta geðheilsu ungmenna eða að tryggja fleiri tækifæri til atvinnu með stuðningi - ef við getum ekki höfðað til gilda okkar samborgara í þessum verkefnum, til mennsku og ábyrgðar okkar gagnvart komandi kynslóðum þá höfum við misst spilin úr höndunum. Þjóðarmorðin á Gaza, sem virðast fá að malla áfram að mestu óáreitt, snúast því ekki „bara“ um fórnarlömbin á staðnum heldur um þau gildi sem okkar samfélag byggir á og hreinlega reiðir sig á til að ná árangri. Gildi breytast ekki alltaf yfir nóttu og það getur verið erfitt að koma auga á hvenær það gerist, hvenær þau breytast. Við sjáum það ekki fyrr en andvaraleysi birtist á nýjum stöðum og samkenndin, sem okkar samfélagsgerð reiðir sig á, er allt í einu fjarri góðu gamni. Til að tryggja möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum þurfum við að mæta þörfum samtímans fyrir algild mannréttindi og mannúð. Það er okkar verkefni í sameiningu að láta mennskuna ekki hverfa úr spilabunkanum. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um sjálfbærni.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun