Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2015 Atli ísleifsson skrifar 28. desember 2015 11:00 Páll Skúlason, Halldór Ásgrímsson, Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum, Sólveig Anspach, Guðbjartur Hannesson og Guðmunda Elíasdóttir voru á meðal þeirra sem féllu frá á árinu 2015. Vísir Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu, þar á meðal fyrrverandi forsætisráðherra, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og ein ástsælasta óperusöngkona landsins. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug en áður hefur birst samantekt um þekkta útlendinga sem féllu frá á árinu.StjórnmálinÁrni Steinar Jóhannsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, lést 1. nóvember, 62 ára að aldri. Árni Steinar var varaþingmaður þingflokks óháðra og fyrir Alþýðubandalagið og sat síðan á þingi sem þingmaður Norðurlands eystra fyrir Vinstri græna frá 1999 til 2003.Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrverandi þingmaður Borgaraflokksins, andaðist 14. febrúar, 67 ára að aldri. Hann setti sterkan svip á miðborg Reykjavíkur í þau mörgu ár sem hann rak pylsuvagninn á Lækjartorgi.Bjarnfríður Leósdóttir, félagsmálafrömuður á Akranesi og fyrrverandi varaþingmaður, lést í mars, níræð að aldri. Bjarnfríður var virk innan verkalýðshreyfingarinnar og var í stjórn og trúnaðarráði Verkalýðsfélags Akraness auk þess að eiga sæti í miðstjórn ASÍ. Hún var varafulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Akraness nokkur kjörtímabil og varaþingmaður flokksins í Vesturlandskjördæmi.Elín G. Ólafsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og kennari, lést á Landspítalanum 2. janúar, 81 árs að aldri. Elín var einn af stofnendum Kvennaframboðsins og sat í borgarstjórn fyrir Kvennalistann í sex ár. Hún var lengi í forystu Kennarasamtakanna.Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, fyrrverandi velferðarráðherra og forseti Alþingis, lést 23. október, 65 ára að aldri. Guðbjartur hafði setið á þingi frá 2007 fyrir Samfylkinguna, en starfaði lengi sem kennari og var skólastjóri Grundaskóla á Akranesi frá 1981 til 2007.Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést 18. maí, 67 ára að aldri. Halldór var fyrst kjörinn á þing árið 1974 og skipaður sjávarútvegsráðherra árið 1983 og gegndi því embætti til 1991, auk þess að vera ráðherra dóms- og kirkjumála 1988 til 1989. Hann gegndi embætti formanns Framsóknarflokksins frá 1994 til 2006. Árið 1995 tók hann við embætti utanríkisráðherra og gengdi því til 2004 þegar hann tók við embætti forsætisráðherra. Hann lét af því starfi árið 2006 og tók við stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í byrjun árs 2007 þar sem hann starfaði til 2013.Jóna Gróa Sigurðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, lést 17. september, áttræð að aldri. Jóna Gróa starfaði lengi að félagsmálum og tók virkan þátt í stjórnmálum, en hún var í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1982 til 2002.Lárus Jónsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lést 29. nóvember, 82 ára að aldri. Lárus var þingmaður Norðurlands eystra á árunum 1971 til 1984.Pétur H. Blöndal þingmaður.Vísir/StefánPétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lést 26. júní, 71 árs að aldri. Hann hafði setið sem alþingismaður Reykvíkinga frá árinu 1995.Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður og sveitastjórnarmaður, lést 23. maí, 88 ára að aldri. Skúli sat á þingi í fyrir Alþýðubandalagið á árunum 1979 til 1991.ViðskiptalífiðÁsa Karen Ásgeirsdóttir, einn stofnenda Bónuss, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þann 27. október. Ása Karen starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands frá 1970 og í Bónus frá stofnun fyrirtækisins 1989 allt til ársins 2010.Brynja Bragadóttir, doktor í vinnusálfræði, lést 25. júlí, 43 ára að aldri. Brynja rak ráðgjafarfyrirtækið Officium en síðustu ár starfaði Brynja við rannsóknir, fræðslu og ráðgjöf.Indriði Pálsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, lést þann 13. maí, 87 ára að aldri. Indriði gegndi stöðu forstjóra Skeljungs frá 1971 til 1990 og stöðu stjórnarformanns Skeljungs frá 1990 til 1999.Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, lést 31. október, 65 ára að aldri. Kristinn gegndi starfi forstjóra Skeljungs frá 1990 til 2003. Frá árinu 2005 var hann einn eigenda fyrirtækisins Líflands ehf. og starfandi stjórnarmaður þess.Páll Hreinn Pálsson, útgerðarmaður í Grindavík og aðalstofnandi Vísis hf, lést 16. febrúar, 82 ára að aldri.Sigurbjörg Axelsdóttir skókaupmaður lést þann 12. júlí, 80 ára að aldri. Sigurbjörg fluttist til Vestmannaeyja árið 1959 þar sem hún rak skóverslun í 42 ár ásamt eiginmanni sínum. Einnig ráku þau skóverslunina Axel Ó. á Laugavegi 11. Sigurbjörg tók sæti í bæjarstjórn Vestmannaeyja árið 1974, fyrst kvenna.Vala Ingimarsdóttir, stjórnmálafræðingur og framkvæmdastjóri, lést þann 1. júní, 41 árs að aldri. Árið 2007 kom Vala að stofnun fyrirtækisins ValaMed en hún var framkvæmdastjóri fyrirtækisins á árunum 2009 til 2012. Vala gegndi einnig ýmsum trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.Önundur Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri Olís, andaðist þann 2. febrúar síðastliðinn, á 95. aldursári.Erla Stefánsdóttir píanókennari.Vísir/Vilhelm.Menning og listirEinar Þorsteinn Ásgeirsson, arkitekt og listamaður, lést þann 28. apríl, 72 ára að aldri. Einar starfaði með fjölda annarra listamanna erlendis, meðal annars Ólafi Elíassyni, en Ólafur notaðist við hönnun Einars Þorsteins við hönnun á glerhjúp Hörpunnar.Erla Stefánsdóttir, píanókennari og sjáandi, lést 5. október, áttræð að aldri. Erla starfaði lengst af sem píanókennari heima við, í Tónmenntaskólanum í Reykjavík og í Tónlistarskólanum í Kópavogi. Hún var virkur þáttakandi í Guðspekifélaginu og Sálarrannsóknarfélaginu og hóf að segja frá skynjunum sínum þar á áttunda áratugnum. Eygló Helga Haraldsdóttir píanókennari lést í Reykjavík 13. maí., 73 ára að aldri. Eygló starfaði sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1965 þar sem hún starfaði til 1993. Haustið 1993 fluttu Eygló og maður hennar, Eiður Svanberg Guðnason, til Noregs þar sem þau störfuðu í sendiráði Íslands í Ósló. Þau störfuðu sem fulltrúar Íslands í Noregi, Kína, Kanada og Færeyjum fram í ársbyrjun 2009.Guðmunda Elíasdóttir óperusöngkona lést 2. ágúst, 95 ára að aldri. Guðmunda tók þátt í fyrstu óperuuppfærslu Þjóðleikhússins á Rigoletto, auk þess að syngja inn á fjölda hljómplatna og taka þátt í ótal leiksýningum, kvikmyndum og listviðburðum. Margir minnast hennar enn fyrir þátt hennar í uppfærslum eins og Fiðlarinn á þakinu í Þjóðleikhúsinu og á tímamótaverkinu Miðillinn í Iðnó.Guðrún J. Vigfúsdóttir vefnaðarlistakona andaðist þann 9. febrúar, 93 ára að aldri. Guðrún hóf störf sem vefnaðarkennari við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði haustið 1945 og starfaði þar í 43 ár. Árið 1998 gaf Guðrún út bókina Við vefstólinn: lifandi vefnaðarlist í máli og myndum í hálfa öld. Árið 1976 var hún sæmt riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslensks ullariðnaðar.Gunnar Hansen leikari lést í Bandaríkjunum þann 7. nóvember, 68 ára aldri. Gunnar varð frægur fyrir leik sinn í hryllingsmyndinni Texas Chainsaw Massacre sem kom út árið 1974.Jón Páll Bjarnason gítarleikari féll frá þann 16. ágúst, 77 ára að aldri. Jón Páll var í hópi færustu gítarista landsins og var meðal frumkvöðla á sviði djasstónlistar á Íslandi.Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum rithöfundur lést 17. febrúar, 84 ára að aldri. Magnea skrifaði fjölda barnabóka og bækur fyrir fullorðna, en á meðal vinsælla barnabóka hennar voru bækurnar um Hönnu Maríu og Sossu.Sólveig Anspach kvikmyndaleikstjóri lést 7. ágúst, 54 ára að aldri. Sólveig sérhæfði sig í heimildamyndagerð framan af ferlinum en sneri sér svo í auknum mæli að leiknum myndum. Meðal mynda hennar eru „Haut les cæurs“, Nakin Lulu og Stormviðri sem var valin til þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2003.Þorfinnur Guðnason kvikmyndagerðarmaður andaðist í febrúar, 55 ára að aldri. Þorfinnur gerði meðal annars myndirnar Húsey, Hagamús: með lífið í lúkunum, Lalli Johns, Grand Rokk, Hestasögu og Draumalandið.Skólar, íþróttir, fjölmiðlar og annaðBjörk Þórarinsdóttir, fyrrverandi gjaldkeri og formaður ADHD samtakanna, lést þann 17. desember, 51 árs að aldri. Björk var kjörin formaður ADHD samtakanna árið 2010 og gegndi því embætti til 2014.Egill Ólafsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is, lést 28. janúar, 52 ára að aldri.Einar Öder Magnússon, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum og einn færasti knapi og hrossaræktandi landsins, féll frá 16. Febrúar, 52 ára að aldri.Friðrik Oddsson, leigubílsstjóri og Hafnfirðingur, féll frá 29. nóvember, 62 ára að aldri. Friðrik gengdi einfaldlega nafninu Fiddi og setti mikinn svip á bæjarlífið í Hafnarfirði. Guðríður Guðbrandsdóttir.Mynd/AðsendGuðríður Guðbrandsdóttir lést þann 25. Júní, 109 ára og 33 daga gömul. Hún hafði verið elst þálifandi Íslendinga síðan í ágúst 2011. Aðeins þrjár aðrar konur hafa náð 109 ára aldri.Halldór Halldórsson blaðamaður lést 11. júní, 65 ára að aldri. Halldór var um skeið varaformaður Blaðamannafélagsins starfaði á Alþýðublaðinu, RÚV, Íslendingi og var ritstjóri Helgarpóstsins.Helgi Hörður Jónsson, fyrrverandi varafréttastjóri Ríkissjónvarpsins, lést í ágúst, 72 ára að aldri. Hann hóf störf hjá RÚV 1976 og starfaði þar nær óslitið síðan og varð varafréttastjóri Sjónvarpsins 1986 og gegndi um hríð stöðu. Helgi lét af störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2007.Hörður Zóphaníasson, fyrrverandi skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, lést þann 13. maí 2015, 84 ára að aldri.Kjartan Halldórsson, „Sægreifinn“, andaðist í febrúar, 75 ára að aldri. Hann hóf fisksölu í gamalli verbúð við höfnina í Reykjavík um árið 2000 og er veitingastaður Kjartans, Sægreifinn, vel þekktur fyrir humarsúpu og annað fiskmeti.Ólafur Hannibalsson blaðamaður andaðist á heimili sínu 30. júní, 79 ára að aldri.Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, lést á Landspítalanum 22. apríl. Hann var fæddur þann 4. júní árið 1945 og var því á sjötugasta aldursári. Páll varð lektor í heimspeki við Háskóla Íslands árið 1971, skipaður prófessor við skólann árið 1975. Hann var rektor Háskólans í átta ár eða frá 1997 til 2005.Rannveig Löve kennari lést í Kópavogi þann 13. september, 95 ára að aldri. Rannveig var mikil áhugamanneskja um lestrarnám barna og samdi fyrir þau námsefni. Hún kenndi til fjölda ára við Melaskóla í Reykjavík og var einnig æfingakennari við Kennaraháskóla Íslands. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu, þar á meðal fyrrverandi forsætisráðherra, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og ein ástsælasta óperusöngkona landsins. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug en áður hefur birst samantekt um þekkta útlendinga sem féllu frá á árinu.StjórnmálinÁrni Steinar Jóhannsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, lést 1. nóvember, 62 ára að aldri. Árni Steinar var varaþingmaður þingflokks óháðra og fyrir Alþýðubandalagið og sat síðan á þingi sem þingmaður Norðurlands eystra fyrir Vinstri græna frá 1999 til 2003.Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrverandi þingmaður Borgaraflokksins, andaðist 14. febrúar, 67 ára að aldri. Hann setti sterkan svip á miðborg Reykjavíkur í þau mörgu ár sem hann rak pylsuvagninn á Lækjartorgi.Bjarnfríður Leósdóttir, félagsmálafrömuður á Akranesi og fyrrverandi varaþingmaður, lést í mars, níræð að aldri. Bjarnfríður var virk innan verkalýðshreyfingarinnar og var í stjórn og trúnaðarráði Verkalýðsfélags Akraness auk þess að eiga sæti í miðstjórn ASÍ. Hún var varafulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Akraness nokkur kjörtímabil og varaþingmaður flokksins í Vesturlandskjördæmi.Elín G. Ólafsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og kennari, lést á Landspítalanum 2. janúar, 81 árs að aldri. Elín var einn af stofnendum Kvennaframboðsins og sat í borgarstjórn fyrir Kvennalistann í sex ár. Hún var lengi í forystu Kennarasamtakanna.Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, fyrrverandi velferðarráðherra og forseti Alþingis, lést 23. október, 65 ára að aldri. Guðbjartur hafði setið á þingi frá 2007 fyrir Samfylkinguna, en starfaði lengi sem kennari og var skólastjóri Grundaskóla á Akranesi frá 1981 til 2007.Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést 18. maí, 67 ára að aldri. Halldór var fyrst kjörinn á þing árið 1974 og skipaður sjávarútvegsráðherra árið 1983 og gegndi því embætti til 1991, auk þess að vera ráðherra dóms- og kirkjumála 1988 til 1989. Hann gegndi embætti formanns Framsóknarflokksins frá 1994 til 2006. Árið 1995 tók hann við embætti utanríkisráðherra og gengdi því til 2004 þegar hann tók við embætti forsætisráðherra. Hann lét af því starfi árið 2006 og tók við stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í byrjun árs 2007 þar sem hann starfaði til 2013.Jóna Gróa Sigurðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, lést 17. september, áttræð að aldri. Jóna Gróa starfaði lengi að félagsmálum og tók virkan þátt í stjórnmálum, en hún var í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1982 til 2002.Lárus Jónsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lést 29. nóvember, 82 ára að aldri. Lárus var þingmaður Norðurlands eystra á árunum 1971 til 1984.Pétur H. Blöndal þingmaður.Vísir/StefánPétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lést 26. júní, 71 árs að aldri. Hann hafði setið sem alþingismaður Reykvíkinga frá árinu 1995.Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður og sveitastjórnarmaður, lést 23. maí, 88 ára að aldri. Skúli sat á þingi í fyrir Alþýðubandalagið á árunum 1979 til 1991.ViðskiptalífiðÁsa Karen Ásgeirsdóttir, einn stofnenda Bónuss, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þann 27. október. Ása Karen starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands frá 1970 og í Bónus frá stofnun fyrirtækisins 1989 allt til ársins 2010.Brynja Bragadóttir, doktor í vinnusálfræði, lést 25. júlí, 43 ára að aldri. Brynja rak ráðgjafarfyrirtækið Officium en síðustu ár starfaði Brynja við rannsóknir, fræðslu og ráðgjöf.Indriði Pálsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, lést þann 13. maí, 87 ára að aldri. Indriði gegndi stöðu forstjóra Skeljungs frá 1971 til 1990 og stöðu stjórnarformanns Skeljungs frá 1990 til 1999.Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, lést 31. október, 65 ára að aldri. Kristinn gegndi starfi forstjóra Skeljungs frá 1990 til 2003. Frá árinu 2005 var hann einn eigenda fyrirtækisins Líflands ehf. og starfandi stjórnarmaður þess.Páll Hreinn Pálsson, útgerðarmaður í Grindavík og aðalstofnandi Vísis hf, lést 16. febrúar, 82 ára að aldri.Sigurbjörg Axelsdóttir skókaupmaður lést þann 12. júlí, 80 ára að aldri. Sigurbjörg fluttist til Vestmannaeyja árið 1959 þar sem hún rak skóverslun í 42 ár ásamt eiginmanni sínum. Einnig ráku þau skóverslunina Axel Ó. á Laugavegi 11. Sigurbjörg tók sæti í bæjarstjórn Vestmannaeyja árið 1974, fyrst kvenna.Vala Ingimarsdóttir, stjórnmálafræðingur og framkvæmdastjóri, lést þann 1. júní, 41 árs að aldri. Árið 2007 kom Vala að stofnun fyrirtækisins ValaMed en hún var framkvæmdastjóri fyrirtækisins á árunum 2009 til 2012. Vala gegndi einnig ýmsum trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.Önundur Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri Olís, andaðist þann 2. febrúar síðastliðinn, á 95. aldursári.Erla Stefánsdóttir píanókennari.Vísir/Vilhelm.Menning og listirEinar Þorsteinn Ásgeirsson, arkitekt og listamaður, lést þann 28. apríl, 72 ára að aldri. Einar starfaði með fjölda annarra listamanna erlendis, meðal annars Ólafi Elíassyni, en Ólafur notaðist við hönnun Einars Þorsteins við hönnun á glerhjúp Hörpunnar.Erla Stefánsdóttir, píanókennari og sjáandi, lést 5. október, áttræð að aldri. Erla starfaði lengst af sem píanókennari heima við, í Tónmenntaskólanum í Reykjavík og í Tónlistarskólanum í Kópavogi. Hún var virkur þáttakandi í Guðspekifélaginu og Sálarrannsóknarfélaginu og hóf að segja frá skynjunum sínum þar á áttunda áratugnum. Eygló Helga Haraldsdóttir píanókennari lést í Reykjavík 13. maí., 73 ára að aldri. Eygló starfaði sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1965 þar sem hún starfaði til 1993. Haustið 1993 fluttu Eygló og maður hennar, Eiður Svanberg Guðnason, til Noregs þar sem þau störfuðu í sendiráði Íslands í Ósló. Þau störfuðu sem fulltrúar Íslands í Noregi, Kína, Kanada og Færeyjum fram í ársbyrjun 2009.Guðmunda Elíasdóttir óperusöngkona lést 2. ágúst, 95 ára að aldri. Guðmunda tók þátt í fyrstu óperuuppfærslu Þjóðleikhússins á Rigoletto, auk þess að syngja inn á fjölda hljómplatna og taka þátt í ótal leiksýningum, kvikmyndum og listviðburðum. Margir minnast hennar enn fyrir þátt hennar í uppfærslum eins og Fiðlarinn á þakinu í Þjóðleikhúsinu og á tímamótaverkinu Miðillinn í Iðnó.Guðrún J. Vigfúsdóttir vefnaðarlistakona andaðist þann 9. febrúar, 93 ára að aldri. Guðrún hóf störf sem vefnaðarkennari við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði haustið 1945 og starfaði þar í 43 ár. Árið 1998 gaf Guðrún út bókina Við vefstólinn: lifandi vefnaðarlist í máli og myndum í hálfa öld. Árið 1976 var hún sæmt riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslensks ullariðnaðar.Gunnar Hansen leikari lést í Bandaríkjunum þann 7. nóvember, 68 ára aldri. Gunnar varð frægur fyrir leik sinn í hryllingsmyndinni Texas Chainsaw Massacre sem kom út árið 1974.Jón Páll Bjarnason gítarleikari féll frá þann 16. ágúst, 77 ára að aldri. Jón Páll var í hópi færustu gítarista landsins og var meðal frumkvöðla á sviði djasstónlistar á Íslandi.Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum rithöfundur lést 17. febrúar, 84 ára að aldri. Magnea skrifaði fjölda barnabóka og bækur fyrir fullorðna, en á meðal vinsælla barnabóka hennar voru bækurnar um Hönnu Maríu og Sossu.Sólveig Anspach kvikmyndaleikstjóri lést 7. ágúst, 54 ára að aldri. Sólveig sérhæfði sig í heimildamyndagerð framan af ferlinum en sneri sér svo í auknum mæli að leiknum myndum. Meðal mynda hennar eru „Haut les cæurs“, Nakin Lulu og Stormviðri sem var valin til þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2003.Þorfinnur Guðnason kvikmyndagerðarmaður andaðist í febrúar, 55 ára að aldri. Þorfinnur gerði meðal annars myndirnar Húsey, Hagamús: með lífið í lúkunum, Lalli Johns, Grand Rokk, Hestasögu og Draumalandið.Skólar, íþróttir, fjölmiðlar og annaðBjörk Þórarinsdóttir, fyrrverandi gjaldkeri og formaður ADHD samtakanna, lést þann 17. desember, 51 árs að aldri. Björk var kjörin formaður ADHD samtakanna árið 2010 og gegndi því embætti til 2014.Egill Ólafsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is, lést 28. janúar, 52 ára að aldri.Einar Öder Magnússon, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum og einn færasti knapi og hrossaræktandi landsins, féll frá 16. Febrúar, 52 ára að aldri.Friðrik Oddsson, leigubílsstjóri og Hafnfirðingur, féll frá 29. nóvember, 62 ára að aldri. Friðrik gengdi einfaldlega nafninu Fiddi og setti mikinn svip á bæjarlífið í Hafnarfirði. Guðríður Guðbrandsdóttir.Mynd/AðsendGuðríður Guðbrandsdóttir lést þann 25. Júní, 109 ára og 33 daga gömul. Hún hafði verið elst þálifandi Íslendinga síðan í ágúst 2011. Aðeins þrjár aðrar konur hafa náð 109 ára aldri.Halldór Halldórsson blaðamaður lést 11. júní, 65 ára að aldri. Halldór var um skeið varaformaður Blaðamannafélagsins starfaði á Alþýðublaðinu, RÚV, Íslendingi og var ritstjóri Helgarpóstsins.Helgi Hörður Jónsson, fyrrverandi varafréttastjóri Ríkissjónvarpsins, lést í ágúst, 72 ára að aldri. Hann hóf störf hjá RÚV 1976 og starfaði þar nær óslitið síðan og varð varafréttastjóri Sjónvarpsins 1986 og gegndi um hríð stöðu. Helgi lét af störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2007.Hörður Zóphaníasson, fyrrverandi skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, lést þann 13. maí 2015, 84 ára að aldri.Kjartan Halldórsson, „Sægreifinn“, andaðist í febrúar, 75 ára að aldri. Hann hóf fisksölu í gamalli verbúð við höfnina í Reykjavík um árið 2000 og er veitingastaður Kjartans, Sægreifinn, vel þekktur fyrir humarsúpu og annað fiskmeti.Ólafur Hannibalsson blaðamaður andaðist á heimili sínu 30. júní, 79 ára að aldri.Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, lést á Landspítalanum 22. apríl. Hann var fæddur þann 4. júní árið 1945 og var því á sjötugasta aldursári. Páll varð lektor í heimspeki við Háskóla Íslands árið 1971, skipaður prófessor við skólann árið 1975. Hann var rektor Háskólans í átta ár eða frá 1997 til 2005.Rannveig Löve kennari lést í Kópavogi þann 13. september, 95 ára að aldri. Rannveig var mikil áhugamanneskja um lestrarnám barna og samdi fyrir þau námsefni. Hún kenndi til fjölda ára við Melaskóla í Reykjavík og var einnig æfingakennari við Kennaraháskóla Íslands.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent