Jón Páll Bjarnason látinn Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2015 17:14 Jón Páll fæddist á Seyðisfirði 6. febrúar 1938. Vísir/Arnþór Jón Páll Bjarnason gítarleikari varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn, 77 ára að aldri. Jón Páll var í hópi bestu gítarista landsins og var meðal frumkvöðla á sviði djasstónlistar á Íslandi. Jón Páll fæddist á Seyðisfirði 6. febrúar 1938, sonur hjónanna Önnu G. Jónsdóttur hjúkrunarfræðings og Gunnars Bjarnasonar verkfræðings og skólastjóra Vélskóla Íslands. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að hann hafi lokið prófi frá Loftskeytaskólanum, en hafði áður sýnt mikla hæfileika á sviði tónlistar. „Hann stundaði nám í sellóleik og og síðar í píanóleik, en mjög snemma varð gítarinn fyrir valinu og fylgdi honum til hinsta dags. Jón Páll tók kornungur að leika með bestu hljómsveitum landsins fyrir dansi, fyrst hér á landi en sótti síðar á svipuð mið í Danmörku og Svíþjóð og um skeið lék hann með erlendum tónlistarmönnum á skemmtiferðaskipum á Karíbahafi. Síðar á ævinni fór hann í framhaldsnám í list sinni í Bandaríkjunum og lék m.a. með heimsfrægum tónlistamönnum.“ Hann stundaði gítarkennslu í einkatímum og kenndi bæði við tónlistarskóla FÍH og grunnskólann á Akranesi. Jón Páll var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Ellý Vilhjálms söngkona. Þau skildu en áttu dótturina Hólmfríði Ástu. Sonur hennar er Sveinn H. Guðmundsson frá Reykjum í Mosfellsbæ Önnur kona Jóns Páls var Erna Haraldsdóttir flugfreyja, sem fórst í flugslysinu mikla á Sri Lanka í nóvember 1978. Þriðja eiginkona hans var Roberta Ostroff rithöfundur í Bandaríkjunum, en hún lést 2004. Jón Páll stundaði gítarkennslu í einkatímum og kenndi bæði við tónlistarskóla FÍH og grunnskólann á Akranesi. Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Jón Páll Bjarnason gítarleikari varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn, 77 ára að aldri. Jón Páll var í hópi bestu gítarista landsins og var meðal frumkvöðla á sviði djasstónlistar á Íslandi. Jón Páll fæddist á Seyðisfirði 6. febrúar 1938, sonur hjónanna Önnu G. Jónsdóttur hjúkrunarfræðings og Gunnars Bjarnasonar verkfræðings og skólastjóra Vélskóla Íslands. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að hann hafi lokið prófi frá Loftskeytaskólanum, en hafði áður sýnt mikla hæfileika á sviði tónlistar. „Hann stundaði nám í sellóleik og og síðar í píanóleik, en mjög snemma varð gítarinn fyrir valinu og fylgdi honum til hinsta dags. Jón Páll tók kornungur að leika með bestu hljómsveitum landsins fyrir dansi, fyrst hér á landi en sótti síðar á svipuð mið í Danmörku og Svíþjóð og um skeið lék hann með erlendum tónlistarmönnum á skemmtiferðaskipum á Karíbahafi. Síðar á ævinni fór hann í framhaldsnám í list sinni í Bandaríkjunum og lék m.a. með heimsfrægum tónlistamönnum.“ Hann stundaði gítarkennslu í einkatímum og kenndi bæði við tónlistarskóla FÍH og grunnskólann á Akranesi. Jón Páll var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Ellý Vilhjálms söngkona. Þau skildu en áttu dótturina Hólmfríði Ástu. Sonur hennar er Sveinn H. Guðmundsson frá Reykjum í Mosfellsbæ Önnur kona Jóns Páls var Erna Haraldsdóttir flugfreyja, sem fórst í flugslysinu mikla á Sri Lanka í nóvember 1978. Þriðja eiginkona hans var Roberta Ostroff rithöfundur í Bandaríkjunum, en hún lést 2004. Jón Páll stundaði gítarkennslu í einkatímum og kenndi bæði við tónlistarskóla FÍH og grunnskólann á Akranesi.
Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira