Ólafur Hannibalsson látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2015 19:22 Ólafur fæddist á Ísafirði 6. nóvember 1935. Ólafur Hannibalsson blaðamaður andaðist að heimili sínu í gær, 79 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Ólafs. Ólafur fæddist á Ísafirði 6. nóvember 1935, sonur Sólveigar Ólafsdóttur og Hannibals Valdimarssonar. „Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1956 og stundaði nám við háskólann í Delaware í Bandaríkjunum og við hagfræðiháskólann í Prag í Tékklandi á árunum 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loftleiðum í New York, var ritstjóri Frjálsrar þjóðar 1964-1970, með árshléi 1968 þegar hann vann að hafrannsóknum. Hann var skrifstofustjóri ASÍ 1971-1977. Ólafur var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1995-1999. Um tíu ára skeið til ársins 1987 var Ólafur bóndi í Selárdal og síðan blaðamaður, rithöfundur og ritstjóri. Ásamt Jóni Hjaltasyni og Hjalta Einarssyni skrifaði hann 50 ára sögu Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna sem út kom 1997. Hann þýddi Sögu þorsksins eftir Mark Kurlansky, og skráði ásamt konu sinni Sólarmegin, endurminningar Herdísar Egilsdóttur kennara. Síðustu árin vann Ólafur að Djúpmannatali, skrá ábúenda við Ísafjarðardjúp frá 1801 og niðja þeirra, sem nú er búið til prentunar. Ólafur lét sig þjóðmál miklu varða. Hann var annálaður penni, ritaði ótal greinar og hélt útvarpserindi um innlend og erlend málefni. Hann tók virkan þátt í aðgerðum, svo sem mótmælum Þjóðarhreyfingarinnar gegn fjölmiðlalögunum 2004, og gegn stuðningi Íslands við innrás Bandaríkjahers í Írak, m.a. með birtingu heilsíðuauglýsingar í New York Times í ársbyrjun 2005. Kona Ólafs er Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur. Dætur þeirra eru Ásdís og Marta. Börn Ólafs af fyrra hjónabandi eru Hugi, Sólveig og Kristín.“ Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Ólafur Hannibalsson blaðamaður andaðist að heimili sínu í gær, 79 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Ólafs. Ólafur fæddist á Ísafirði 6. nóvember 1935, sonur Sólveigar Ólafsdóttur og Hannibals Valdimarssonar. „Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1956 og stundaði nám við háskólann í Delaware í Bandaríkjunum og við hagfræðiháskólann í Prag í Tékklandi á árunum 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loftleiðum í New York, var ritstjóri Frjálsrar þjóðar 1964-1970, með árshléi 1968 þegar hann vann að hafrannsóknum. Hann var skrifstofustjóri ASÍ 1971-1977. Ólafur var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi 1995-1999. Um tíu ára skeið til ársins 1987 var Ólafur bóndi í Selárdal og síðan blaðamaður, rithöfundur og ritstjóri. Ásamt Jóni Hjaltasyni og Hjalta Einarssyni skrifaði hann 50 ára sögu Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna sem út kom 1997. Hann þýddi Sögu þorsksins eftir Mark Kurlansky, og skráði ásamt konu sinni Sólarmegin, endurminningar Herdísar Egilsdóttur kennara. Síðustu árin vann Ólafur að Djúpmannatali, skrá ábúenda við Ísafjarðardjúp frá 1801 og niðja þeirra, sem nú er búið til prentunar. Ólafur lét sig þjóðmál miklu varða. Hann var annálaður penni, ritaði ótal greinar og hélt útvarpserindi um innlend og erlend málefni. Hann tók virkan þátt í aðgerðum, svo sem mótmælum Þjóðarhreyfingarinnar gegn fjölmiðlalögunum 2004, og gegn stuðningi Íslands við innrás Bandaríkjahers í Írak, m.a. með birtingu heilsíðuauglýsingar í New York Times í ársbyrjun 2005. Kona Ólafs er Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur. Dætur þeirra eru Ásdís og Marta. Börn Ólafs af fyrra hjónabandi eru Hugi, Sólveig og Kristín.“
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira