Erla Stefánsdóttir látin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2015 16:54 Erla Stefánsdóttir starfaði sem píanókennari auk þess sem hún stofnaði félagsskapinn Lífssýn. vísir/vilhelm Erla Stefánsdóttir, píanókennari og sjáandi, lést í gær, áttræð að aldri. Hún fæddist þann 6. september 1935 og var einkadóttir og kjördóttir foreldra sinna Salome Pálmadóttur hjúkrunarkonu frá Skálavík og Stefáns Jónssonar prentsmiðjustjóra frá Kambi í Reykhólasveit. Árið 1960 giftist Erla Erni Guðmundssyni tannlækni og eignuðust þau þrjú börn en skildu síðar. Börn Erlu og Arnar eru þau Salóme Ásta, Sigþrúður Erla og Stefán Örn. Þá eignaðist Erla níu barnabörn. Erla ólst upp í Reykjavík og gekk í Miðbæjarbarnaskólann og síðan Kvennaskólann í Reykjavík. Hún stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Kennaraskóla Íslands og lauk söngkennaraprófi. Erla starfaði lengst af sem píanókennari heima við, í Tónmenntaskólanum í Reykjavík og í Tónlistarskólanum í Kópavogi. Erla sá heiminn alla tíð í sínu sérstaka ljósi. Hún var virkur þáttakandi í Guðspekifélaginu og Sálarrannsóknarfélaginu og hóf að segja frá skynjunum sínum þar, eftir að fjölskyldan flutti heim eftir þriggja ára dvöl í Bergen í Noregi 1976. Það vatt upp á sig og þróaðist í námskeið frá 1982 þar sem hún sagði frá lífssýn sinni, sem varð að félagsskapnum Lífssýn. Á námskeiðunum var farið yfir gerð og þroskabraut mannsins og umhverfi okkar í öllum sínum víddum. Hundruð Íslendinga sóttu námskeið hennar og fór hún einnig með þau til Norðurlandanna. Árið 1993 kom út fyrsta álfakortið sem var af byggðum huliðsheima í Hafnarfirði. Síðar komu út kort af álfabyggðum á Ísafirði og Akureyri og nú á þessu ári kort af orkustöðvum Íslands. Kortin voru gerð til að fá fólk til að skynja umhverfi, náttúru og dýr með vakandi vitund og virðingu. Útför Erlu fer fram frá Neskirkju 13. október 2015 og athöfnin hefst klukkan eitt. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Erla Stefánsdóttir, píanókennari og sjáandi, lést í gær, áttræð að aldri. Hún fæddist þann 6. september 1935 og var einkadóttir og kjördóttir foreldra sinna Salome Pálmadóttur hjúkrunarkonu frá Skálavík og Stefáns Jónssonar prentsmiðjustjóra frá Kambi í Reykhólasveit. Árið 1960 giftist Erla Erni Guðmundssyni tannlækni og eignuðust þau þrjú börn en skildu síðar. Börn Erlu og Arnar eru þau Salóme Ásta, Sigþrúður Erla og Stefán Örn. Þá eignaðist Erla níu barnabörn. Erla ólst upp í Reykjavík og gekk í Miðbæjarbarnaskólann og síðan Kvennaskólann í Reykjavík. Hún stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Kennaraskóla Íslands og lauk söngkennaraprófi. Erla starfaði lengst af sem píanókennari heima við, í Tónmenntaskólanum í Reykjavík og í Tónlistarskólanum í Kópavogi. Erla sá heiminn alla tíð í sínu sérstaka ljósi. Hún var virkur þáttakandi í Guðspekifélaginu og Sálarrannsóknarfélaginu og hóf að segja frá skynjunum sínum þar, eftir að fjölskyldan flutti heim eftir þriggja ára dvöl í Bergen í Noregi 1976. Það vatt upp á sig og þróaðist í námskeið frá 1982 þar sem hún sagði frá lífssýn sinni, sem varð að félagsskapnum Lífssýn. Á námskeiðunum var farið yfir gerð og þroskabraut mannsins og umhverfi okkar í öllum sínum víddum. Hundruð Íslendinga sóttu námskeið hennar og fór hún einnig með þau til Norðurlandanna. Árið 1993 kom út fyrsta álfakortið sem var af byggðum huliðsheima í Hafnarfirði. Síðar komu út kort af álfabyggðum á Ísafirði og Akureyri og nú á þessu ári kort af orkustöðvum Íslands. Kortin voru gerð til að fá fólk til að skynja umhverfi, náttúru og dýr með vakandi vitund og virðingu. Útför Erlu fer fram frá Neskirkju 13. október 2015 og athöfnin hefst klukkan eitt.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira