Guðbjartur Hannesson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, er látinn 65 ára að aldri. Hann lést eftir baráttu við krabbamein sem hafði staðið yfir síðustu mánuði.
Guðbjartur hafði setið á þingi frá árinu 2007 fyrir Samfylkinguna. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra árið 2010. Þá var hann velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013. Hann var forseti Alþingis árið 2009.
Hann starfaði lengi sem kennari og var skólastjóri Grundaskóla á Akranesi frá 1981 til 2007.
Guðbjartur greindi frá baráttu sinni við krabbamein í síðasta mánuði. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvær dætur og barnabörn.
Guðbjartur Hannesson látinn
Samúel Karl Ólason skrifar
