Fjárlög 2016: Er tiltektinni lokið? Frosti Ólafsson skrifar 27. ágúst 2015 07:00 Fjárlagafrumvarp ársins 2016 verður lagt fram á næstu vikum. Viðfangsefnið er af öðrum toga en verið hefur enda er rekstur hins opinbera kominn í jafnvægi eftir viðvarandi halla síðustu ár. Þá bendir flest til að hagvöxtur næstu ára skapi enn frekara rekstrarsvigrúm. Skynsamleg stefna í opinberum fjármálum er ekki síður mikilvæg á uppgangstímum en í samdrætti. Því ber sagan glöggt vitni. Þrír valkostir eru í boði þegar afgangur myndast við rekstur hins opinbera. Hægt er að greiða niður skuldir, draga úr skattbyrði eða auka útgjöld. Af þessum valkostum er sá fyrsti skynsamlegastur. Lækkun skulda hefur margþætt jákvæð áhrif, bæði fyrir núverandi íbúa landsins sem og komandi kynslóðir. Rétt útfærðar skattalækkanir væru jafnframt skynsamlegt skref, enda var fjárlagahalli síðustu ára að mestu brúaður með skattahækkunum. Aukin útgjöld eru aftur á móti lakasti valkosturinn. Fyrir þessu eru ýmis rök.Dýrt að skulda Vaxtabyrði hins opinbera er þyngri á Íslandi en í Grikklandi. Vaxtakjör íslenskra heimila og fyrirtækja eru jafnframt langt yfir því sem gengur og gerist í öðrum þróuðum ríkjum. Hvort tveggja bitnar harkalega á lífskjörum hérlendis. Niðurgreiðsla opinberra skulda væri lóð á vogarskálarnar gegn háum vöxtum. Lánshæfi innlendra aðila batnar, endurfjármögnun verður auðveldari og hagstæðari, fjárfesting og langtímahagvöxtur eflast sem styrkir á endanum tekjugrunn hins opinbera enn frekar. Þessa þróun mætti kalla himnahring, enda andstæðan við þann vítahring sem sem ýmis skuldsett ríki hafa þurft að glíma við.Skattahækkunum skilað til baka Samtals hafa 132 skattahækkanir verið gerðar frá árinu 2007. Í mörgum tilfellum er um verulegar hækkanir að ræða, t.d. tvöföldun fjármagnstekjuskatts og þriðjungshækkun tryggingagjalds. Nú þegar svigrúm er að myndast er því eðlilegt að draga þessar hækkanir til baka. Að mati Viðskiptaráðs ætti lækkun tveggja skatta að vera í forgangi: tryggingagjalds og fjármagnstekjuskatts. Lækkun tryggingagjalds myndi draga úr verðbólguþrýstingi vegna nýlegra kjarasamninga og þannig viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem stefnt var að. Lækkun fjármagnstekjuskatts hvetur til aukins sparnaðar og styður við langtímafjárfestingu. Þegar um hægist í efnahagslífinu á ný gæfist síðan tækifæri til að draga aðrar skattahækkanir til baka. Þannig mætti hverfa aftur til einfalds og samkeppnishæfs skattkerfis.Bætum þjónustu án útgjaldaukningar Aðhaldsaðgerðir hins opinbera hafa einkennst af niðurskurði fjárfestinga fremur en hagræðingu í rekstri. Þannig héldust launagjöld óbreytt á föstu verðlagi á tímabilinu 2009 til 2014. Viðskiptaráð hefur bent á umsvifamikil tækifæri til að gera betur, fyrst og fremst í gegnum kerfisbreytingar og forgangsröðun verkefna. Í stað þess að leggja árar í bát og auka útgjöld á ný ættu stjórnvöld þvert á móti að vinna enn harðar að því að fá meira út úr opinberum fjármunum. Þannig mætti bæta þjónustu hins opinbera án þess að stofna þurfi til þensluhvetjandi útgjalda.Áfangi en ekki endastöð Jafnvægi í rekstri hins opinbera ætti að líta á sem áfanga en ekki endastöð. Enn á eftir að greiða niður íþyngjandi opinberar skuldir, skila skattahækkunum til baka og innleiða mikilvægar kerfisbreytingar hjá hinu opinbera. Ráðist stjórnvöld í þessi verkefni eru horfur hérlendis bjartar á komandi árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fjárlagafrumvarp ársins 2016 verður lagt fram á næstu vikum. Viðfangsefnið er af öðrum toga en verið hefur enda er rekstur hins opinbera kominn í jafnvægi eftir viðvarandi halla síðustu ár. Þá bendir flest til að hagvöxtur næstu ára skapi enn frekara rekstrarsvigrúm. Skynsamleg stefna í opinberum fjármálum er ekki síður mikilvæg á uppgangstímum en í samdrætti. Því ber sagan glöggt vitni. Þrír valkostir eru í boði þegar afgangur myndast við rekstur hins opinbera. Hægt er að greiða niður skuldir, draga úr skattbyrði eða auka útgjöld. Af þessum valkostum er sá fyrsti skynsamlegastur. Lækkun skulda hefur margþætt jákvæð áhrif, bæði fyrir núverandi íbúa landsins sem og komandi kynslóðir. Rétt útfærðar skattalækkanir væru jafnframt skynsamlegt skref, enda var fjárlagahalli síðustu ára að mestu brúaður með skattahækkunum. Aukin útgjöld eru aftur á móti lakasti valkosturinn. Fyrir þessu eru ýmis rök.Dýrt að skulda Vaxtabyrði hins opinbera er þyngri á Íslandi en í Grikklandi. Vaxtakjör íslenskra heimila og fyrirtækja eru jafnframt langt yfir því sem gengur og gerist í öðrum þróuðum ríkjum. Hvort tveggja bitnar harkalega á lífskjörum hérlendis. Niðurgreiðsla opinberra skulda væri lóð á vogarskálarnar gegn háum vöxtum. Lánshæfi innlendra aðila batnar, endurfjármögnun verður auðveldari og hagstæðari, fjárfesting og langtímahagvöxtur eflast sem styrkir á endanum tekjugrunn hins opinbera enn frekar. Þessa þróun mætti kalla himnahring, enda andstæðan við þann vítahring sem sem ýmis skuldsett ríki hafa þurft að glíma við.Skattahækkunum skilað til baka Samtals hafa 132 skattahækkanir verið gerðar frá árinu 2007. Í mörgum tilfellum er um verulegar hækkanir að ræða, t.d. tvöföldun fjármagnstekjuskatts og þriðjungshækkun tryggingagjalds. Nú þegar svigrúm er að myndast er því eðlilegt að draga þessar hækkanir til baka. Að mati Viðskiptaráðs ætti lækkun tveggja skatta að vera í forgangi: tryggingagjalds og fjármagnstekjuskatts. Lækkun tryggingagjalds myndi draga úr verðbólguþrýstingi vegna nýlegra kjarasamninga og þannig viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem stefnt var að. Lækkun fjármagnstekjuskatts hvetur til aukins sparnaðar og styður við langtímafjárfestingu. Þegar um hægist í efnahagslífinu á ný gæfist síðan tækifæri til að draga aðrar skattahækkanir til baka. Þannig mætti hverfa aftur til einfalds og samkeppnishæfs skattkerfis.Bætum þjónustu án útgjaldaukningar Aðhaldsaðgerðir hins opinbera hafa einkennst af niðurskurði fjárfestinga fremur en hagræðingu í rekstri. Þannig héldust launagjöld óbreytt á föstu verðlagi á tímabilinu 2009 til 2014. Viðskiptaráð hefur bent á umsvifamikil tækifæri til að gera betur, fyrst og fremst í gegnum kerfisbreytingar og forgangsröðun verkefna. Í stað þess að leggja árar í bát og auka útgjöld á ný ættu stjórnvöld þvert á móti að vinna enn harðar að því að fá meira út úr opinberum fjármunum. Þannig mætti bæta þjónustu hins opinbera án þess að stofna þurfi til þensluhvetjandi útgjalda.Áfangi en ekki endastöð Jafnvægi í rekstri hins opinbera ætti að líta á sem áfanga en ekki endastöð. Enn á eftir að greiða niður íþyngjandi opinberar skuldir, skila skattahækkunum til baka og innleiða mikilvægar kerfisbreytingar hjá hinu opinbera. Ráðist stjórnvöld í þessi verkefni eru horfur hérlendis bjartar á komandi árum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun