Matvælastofnun kortleggur útbreiðslu lúsmýs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 14:09 Húsakynni Matvælastofnunar. vísir/pjetur Matvælastofnun hefur nú hafið vöktun á lúsmýi í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands. Ástæðan fyrir þörf á vöktuninni er m.a. sú að þessi flugnategund getur borið veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum. Gildrum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á landinu og fyrirhugað er að setja þær upp á hverju sumri héðan í frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. MAST segir það áhyggjuefni ef þessi tegund nær fótfestu hér á landi þar sem nokkrar undirtegundir hennar eru þekktar fyrir að bera tilteknar veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum í búfé. Meðal annars er um að ræða blátunguveiru sem hefur verið að færast norður eftir Evrópu á síðustu árum. Blátunga er sjúkdómur í sauðfé, geitum og nautgripum. Helstu einkenni sjúkdómsins eru hár hiti, slefa, bólgur í andliti og tungu, og tungan verður í sumum tilvikum blá. Annar sjúkdómsvaldur sem lúsmýið getur borið milli dýra er veira sem uppgötvaðist fyrst í Schmallenberg í Þýskalandi árið 2011 og hefur verið kennd við þann stað. Sú veira veldur vansköpun á fóstrum kúa, kinda og geita. Til viðbótar dreifingu sjúkdóma er þessi flugnategund þekkt fyrir að valda ofnæmisviðbrögðum í húð hrossa, hinu svonefnda sumarexemi, sem hrjáir oft íslensk hross sem flutt hafa verið til útlanda. Fram til þessa hefur ekki verið talin hætta á að upp kæmu faraldrar af völdum blátungu- og Schmallenberg veira hér á landi, jafnvel þótt þær bærust til landsins, þar sem talið hefur verið að flugurnar sem bera þær milli dýra hafi ekki náð að festa sig í sessi. Stofnunin pantaði gildrur sem bárust til landsins í vor og nú hefur þeim verið komið fyrir í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands, sem munu fylgjast reglubundið með þeim. Stefnt er að því að setja gildrurnar upp á hverju sumri. Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Lúsmý ekki eins áberandi Vágesturinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarna daga. Nafnið á tegundinn enn ekki staðfest. 13. júlí 2015 08:00 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Matvælastofnun hefur nú hafið vöktun á lúsmýi í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands. Ástæðan fyrir þörf á vöktuninni er m.a. sú að þessi flugnategund getur borið veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum. Gildrum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á landinu og fyrirhugað er að setja þær upp á hverju sumri héðan í frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. MAST segir það áhyggjuefni ef þessi tegund nær fótfestu hér á landi þar sem nokkrar undirtegundir hennar eru þekktar fyrir að bera tilteknar veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum í búfé. Meðal annars er um að ræða blátunguveiru sem hefur verið að færast norður eftir Evrópu á síðustu árum. Blátunga er sjúkdómur í sauðfé, geitum og nautgripum. Helstu einkenni sjúkdómsins eru hár hiti, slefa, bólgur í andliti og tungu, og tungan verður í sumum tilvikum blá. Annar sjúkdómsvaldur sem lúsmýið getur borið milli dýra er veira sem uppgötvaðist fyrst í Schmallenberg í Þýskalandi árið 2011 og hefur verið kennd við þann stað. Sú veira veldur vansköpun á fóstrum kúa, kinda og geita. Til viðbótar dreifingu sjúkdóma er þessi flugnategund þekkt fyrir að valda ofnæmisviðbrögðum í húð hrossa, hinu svonefnda sumarexemi, sem hrjáir oft íslensk hross sem flutt hafa verið til útlanda. Fram til þessa hefur ekki verið talin hætta á að upp kæmu faraldrar af völdum blátungu- og Schmallenberg veira hér á landi, jafnvel þótt þær bærust til landsins, þar sem talið hefur verið að flugurnar sem bera þær milli dýra hafi ekki náð að festa sig í sessi. Stofnunin pantaði gildrur sem bárust til landsins í vor og nú hefur þeim verið komið fyrir í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands, sem munu fylgjast reglubundið með þeim. Stefnt er að því að setja gildrurnar upp á hverju sumri.
Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Lúsmý ekki eins áberandi Vágesturinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarna daga. Nafnið á tegundinn enn ekki staðfest. 13. júlí 2015 08:00 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00
Lúsmý ekki eins áberandi Vágesturinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarna daga. Nafnið á tegundinn enn ekki staðfest. 13. júlí 2015 08:00
Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31