Uppbótartíminn: Orðbragð í toppslagnum | Myndbönd 23. júní 2015 08:34 FH og Breiðablik skildu jöfn í stórleik umferðarinnar. vísir/andri marinó Níunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. Staðan á toppnum er óbreytt eftir jafntefli FH og Breiðabliks þar sem Kassim Doumbia stal senunni með dramatísku jöfnunarmarki og umdeildu fagni. KR stimplaði sig inn í toppbaráttuna með góðum útisigri á Stjörnunni sem er nú átta stigum á eftir toppliði FH. Skagamenn hrukku heldur betur í gírinn og unnu mikilvægan sigur á Keflavík sem er í botnsætinu, fimm stigum frá öruggu sæti. Eyjamenn stöðvuðu sigurgöngu Vals og Leiknir náði loks í stig eftir þrjá tapleiki í röð. Þá unnu Víkingar sinn fyrsta sigur síðan 3. maí þegar Fjölnir kom í heimsókn.Umfjöllun og viðtöl eftir leiki umferðarinnar:Valur 1-1 ÍBVFH 1-1 BreiðablikÍA 4-2 KeflavíkLeiknir 1-1 FylkirVíkingur 2-0 FjölnirStjarnan 0-1 KRÓli Þórðar tók út leikbann í gær og sat upp í stúku. Meðþjálfari hans, Milos Milojevic, var hins vegar mættur spariklæddur á hliðarlínuna og stýrði Víkingum til sigurs.vísir/valliGóð umferð fyrir ... ... Gunnar Jarl Jónsson og Erlend Eiríksson Dómarar landsins hafa legið undir ámæli fyrir slaka frammistöðu í sumar en ef marka má síðustu umferð eru þeir allir að koma til. Gunnar Jarl Jónsson og Erlendur Eiríksson stóðu upp úr en þeir dæmdu stórleiki umferðarinnar, FH-Breiðablik og Stjarnan-KR, og gerðu það einstaklega vel og sýndu hversu færir þeir eru í sínu starfi. Stóru ákvarðirnar voru réttar og þeir höfðu góð tök á leikjunum. Meira af þessu, takk.... Rolf Toft Daninn hefur verið gagnrýndur talsvert fyrir sína frammistöðu í sumar en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum með flottum leik gegn Fjölni í gær. Toft var allt í öllu í sóknarleik Víkinga og gerði varnarmönnum Fjölnis lífið leitt með hraða sínum og leikni. Hann skoraði fyrra mark Víkinga og lagði það síðara upp fyrir Davíð Örn Atlason. Toft er alls kominn með fjögur mörk í sumar og miðað við leikinn í gær eiga þau eftir að verða fleiri.... Sóknarleik ÍA Skagamenn höfðu aðeins gert fjögur mörk fyrir leikinn gegn Keflavík í gær, fæst allra liða, og verið afar bitlausir fram á við. En það breyttist heldur betur gegn Keflavík því eftir 39 mínútur voru Akurnesingar búnir að gera þrjú mörk. Þeir bættu svo einu við í seinni hálfleik og fögnuðu góðum sigri en ÍA er nú fjórum stigum frá fallsæti. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari liðsins, var að vonum sáttur eftir leikinn og sagði að sóknaræfingar liðsins væru farnar að skila árangri. „Við erum búnir að reyna að breyta sóknarleiknum. Tilkoma Ásgeir Marteinssonar hefur hleypt lífi í sóknarleikinn. Hann var mjög ógnandi á móti KR og í dag er hann gríðarlega ógnandi og skoraði verðskuldað mark. Almenn séð hefur sóknarleiknum batnað, við erum að fá fyrirgjafir og framhjáhlaup hjá bakvörðum á nýjan leik,“ sagði Gunnlaugur í samtali við blaðamann Vísis eftir leik.Bjarni Þór fékk að líta rauða spjaldið gegn Breiðabliki.vísir/andri marinóVond umferð fyrir ...... Bjarna Þór ViðarssonBjarni var í vandræðum allan leikinn gegn Breiðabliki; skilaði boltanum illa frá sér og gleymdi sér svo í varnarleiknum þegar Arnþór Ari Atlason kom Blikum yfir. Bjarni kórónaði svo slakan leik sinn þegar hann fékk rauða spjaldið á lokamínútunni fyrir að merkja Oliver Sigurjónsson með tökkunum. Bjarni var eftir á allan leikinn og var duglegri að sparka í leikmenn Breiðabliks en boltann. Hann, og aðrir FH-ingar, geta þakkað Kassim Doumbia fyrir stigið en hann skoraði jöfnunarmark í uppbótartíma, þegar Hafnfirðingar voru einum færri.... miðverði FjölnisÁgúst Gylfason þurfti að stilla upp nýju miðvarðapari gegn Víkingum en fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson var í leikbanni og Daniel Ivanovski er sem kunnugt er farinn frá félaginu. Ágúst veðjaði á Hauk Lárusson og Guðmund Karl Guðmundsson í miðvarðastöðunum í gær og til að gera langa sögu stutta áttu þeir afar erfitt uppdráttar. Haukur var ávallt skrefi á eftir sóknarmönnum Víkings og þótt Guðmundur Karl sé fjölhæfur er hann ekki miðvörður. Þeir litu illa út í báðum mörkum Víkings og fengu báðir þrjá í einkunn hjá blaðamanni Vísis á vellinum.... StjörnunaÍslandsmeistararnir eru ekki að spila eins og Íslandsmeistarar. Það er nokkuð ljóst. Stjörnumenn lutu í gras fyrir KR í gær og eru nú átta stigum frá toppliði FH. Stjarnan er búin að tapa þremur deildarleikjum í sumar - þremur fleiri en í fyrra. Og meistararnir eru ekki enn búnir að vinna leik í venjulegum leiktíma á heimavelli í sumar. Eftir leikinn kvaðst Rúnar Páll Sigmundsson ánægður með frammistöðu liðsins og gagnrýndi dómara leiksins, Erlend Eiríksson, fyrir hans framgöngu. Erlendur átti þó minnstan þátt í tapi Stjörnumanna sem ættu að líta sér nær.KR vann sinn fyrsta sigur í Garðabænum síðan í lokaumferðinni árið 2000.vísir/valliTölfræðin og sagan:*Jonathan Glenn hefur nú skorað í fjórum útileikjum í röð í deild og bikar. *Lið Ólafs Jóhannessonar hafa ekki tapað í níu leikjum í röð á móti ÍBV í efstu deild (7 sigrar, 2 jafntefli). *Markatala ÍBV-liðsins frá og með 70. mínútu í Pepsi-deildinni í sumar er -9 (0-9). *ÍBV hefur ekki tapað fyrstu fimm útileikjum sínum í heilan áratug (töpuðu 5 fyrstu útileikjunum 2005). *Breiðablik er með jafnmörg stig (19) og jafnmörg töp (0) og Stjarnan var með eftir 9 leiki í fyrra. *5 af 6 mörkum Kassim Doumbia í efstu deild hafa komið eftir hornspyrnu (4) eða strax í kjölfar hornspyrnu (1). *FH hefur lent undir á móti KR, Stjörnunni og Breiðabliki í sumar en náð í stig í öllum leikjunum. *Breiðablik hefur komist í 1-0 í sex síðustu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *Gunnleifur Gunnleifsson var síðasti markvörðurinn til að halda hreinu á móti FH í Pepsi-deildinni 11. ágúst 2013. *Breiðablik hélt hreinu í fyrri hálfleik í sjöunda leiknum í röð í Pepsi-deildinni. *Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur skorað 3 af síðustu 6 mörkum Leiknis í Pepsi-deildinni. *Fylkir hefur ekki skorað í fyrri hálfleik í fimm leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Fylkismenn hafa náð í stig í öllum 4 útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Davíð Örn Atlason hefur skorað í báðum sigurleikjum Víkinga í Pepsi-deildinni í sumar. *Víkingar voru fyrir leikinn búnir að fá á sig mark í 13 Pepsi-deildarleikjum í röð. *Víkingar fengu jafnmörg stig í þessum leik (3) og í 8 síðustu heimaleikjum sínum á undan þessum. *Skagamenn skoruðu jafnmörg mörk í sigrinum á Keflavík eins og í fyrstu átta leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Það hafa verið skoruð 34 mörk í síðustu 7 leikjum ÍA og Keflavíkur í Pepsi-deildinni eða 4,9 að meðaltali. *Fyrsti sigur Skagamanna í Pepsi-deildinni á grasvellinum á Akranesi síðan 21. júlí 2013. *Það tók Keflvíkinga 286 mínútur að skora sitt fyrsta mark á útivelli í Pepsi-deildinni í sumar. *Stefán Logi Magnússon hefur haldið hreinu í 4 af síðustu 7 leikjum KR í Pepsi-deildinni. *Stjarnan var fyrir leikinn búið að skora í 12 heimaleikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Almarr Ormarsson hefur tryggt KR 4 stig í síðustu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *Stefán Logi Magnússon fyrsti markvörður mótherja Stjörnunnar til að halda hreinu á Samsungvellinum í Pepsi-deildinni síðan að Ingvar Þór Kale náði því í marki Víkinga 12. maí 2014. *Fyrsti sigur KR-inga í efstu deild í Garðabænum síðan í lokaumferðinni árið 2000.Thomas Christensen hefur komið sterkur inn í vörn Vals.vísir/andri marinóSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Jóhann Óli Eiðsson á Víkingsvelli:Dömur mínar og herrar, Milos hefur parkerað jogging gallanum fyrir kvöldið. Það dugar ekkert minna en jakki, skyrta og spariskór!Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum:Samtal vallarþular Stjörnunnar og vallarþular KR fyrir leik: Davíð, vallarþulur Stjörnunnar: Hvað ertu búinn að vera lengi í þessu? Páll Sævar, a.k.a. Röddin, vallarþulur KR: Síðan 1990. Vallarþulur Stjörnunnar: Árið sem ég er fæddur.Tómas Þór Þórðarson í Kaplakrika: Elfar Freyr reynir skot af svona 35 metra færi. Er ekki viss um að boltinn finnist þetta var svo hátt og langt yfir. Þarf að senda út björgunarsveitina.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Rolf Toft, Víkingi - 8 Jón Vilhelm Ákason, ÍA - 8 Ásgeir Marteinsson, ÍA - 8 Árni Snær Ólafsson, ÍA - 8Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni - 3 Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni - 3 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölni - 3 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni - 3 Haukur Lárusson, Fjölni - 3 Þórarinn Ingi Valdimarsson, FH - 3Umræðan á #pepsi365Fær Viðarsson ekki örugglega bónu$ fyrir þessa tæklingu? #MoneyMoney#fótboltinet#pepsi365 — Halldór Marteinsson (@halldorm) June 21, 2015Er í lagi að leikmaður segi „Fuck Off“ í leik sem er sendur út beint af því að þessi orð komi fram í tónlistarvideoum? #pepsi365 — Styrmir B. (@StyrmirB) June 23, 2015"Þetta voru einu fötin sem eg atti eftir hrein eftir útlönd" sagði Milos við mig eftir leik. Þvílíkur maður. #pepsi365 — Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) June 22, 2015Ég er stödd hinumegin á hnettinum, í fríi en samt að horfa á Pepsímörkin. Í síma. Ómissandi! #pepsi365#eddan — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) June 23, 2015#pepsi365 7k gestir á NALmóti á skaganum um helgina. Afhverju ekki að hafa leik ÍA og Keflavíkur á laugardeginum. Fylla völlinn #fotbolti — Johann Sigurbergsson (@johannsnorri) June 22, 2015Strákurinn minn 7 ára, fannst doumbia öskra FH!! #fotboltinet#pepsi365 — Grétar Óskarsson (@gretosk) June 22, 2015Mér fannst Erlendur dæma erfiðan leik vel ! Vel gert Ref ! #fotboltinet#pepsi365 — Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) June 22, 2015Arnar Grétarsson setur standardinn í viðtölum í #Pepsi365. Svarar spurningunum, ekkert vesen, enginn pirringur - heiðarlegur og flottur. — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) June 21, 2015Eitt mesta Rip-of sem eg hef séð sem FH-ingur. Finn til með Blikum. #pepsi365 — Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) June 21, 2015Mark 9. umferðar Atvik 9. umferðar Markasyrpa 9. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Níunda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttu nótunum. Staðan á toppnum er óbreytt eftir jafntefli FH og Breiðabliks þar sem Kassim Doumbia stal senunni með dramatísku jöfnunarmarki og umdeildu fagni. KR stimplaði sig inn í toppbaráttuna með góðum útisigri á Stjörnunni sem er nú átta stigum á eftir toppliði FH. Skagamenn hrukku heldur betur í gírinn og unnu mikilvægan sigur á Keflavík sem er í botnsætinu, fimm stigum frá öruggu sæti. Eyjamenn stöðvuðu sigurgöngu Vals og Leiknir náði loks í stig eftir þrjá tapleiki í röð. Þá unnu Víkingar sinn fyrsta sigur síðan 3. maí þegar Fjölnir kom í heimsókn.Umfjöllun og viðtöl eftir leiki umferðarinnar:Valur 1-1 ÍBVFH 1-1 BreiðablikÍA 4-2 KeflavíkLeiknir 1-1 FylkirVíkingur 2-0 FjölnirStjarnan 0-1 KRÓli Þórðar tók út leikbann í gær og sat upp í stúku. Meðþjálfari hans, Milos Milojevic, var hins vegar mættur spariklæddur á hliðarlínuna og stýrði Víkingum til sigurs.vísir/valliGóð umferð fyrir ... ... Gunnar Jarl Jónsson og Erlend Eiríksson Dómarar landsins hafa legið undir ámæli fyrir slaka frammistöðu í sumar en ef marka má síðustu umferð eru þeir allir að koma til. Gunnar Jarl Jónsson og Erlendur Eiríksson stóðu upp úr en þeir dæmdu stórleiki umferðarinnar, FH-Breiðablik og Stjarnan-KR, og gerðu það einstaklega vel og sýndu hversu færir þeir eru í sínu starfi. Stóru ákvarðirnar voru réttar og þeir höfðu góð tök á leikjunum. Meira af þessu, takk.... Rolf Toft Daninn hefur verið gagnrýndur talsvert fyrir sína frammistöðu í sumar en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum með flottum leik gegn Fjölni í gær. Toft var allt í öllu í sóknarleik Víkinga og gerði varnarmönnum Fjölnis lífið leitt með hraða sínum og leikni. Hann skoraði fyrra mark Víkinga og lagði það síðara upp fyrir Davíð Örn Atlason. Toft er alls kominn með fjögur mörk í sumar og miðað við leikinn í gær eiga þau eftir að verða fleiri.... Sóknarleik ÍA Skagamenn höfðu aðeins gert fjögur mörk fyrir leikinn gegn Keflavík í gær, fæst allra liða, og verið afar bitlausir fram á við. En það breyttist heldur betur gegn Keflavík því eftir 39 mínútur voru Akurnesingar búnir að gera þrjú mörk. Þeir bættu svo einu við í seinni hálfleik og fögnuðu góðum sigri en ÍA er nú fjórum stigum frá fallsæti. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari liðsins, var að vonum sáttur eftir leikinn og sagði að sóknaræfingar liðsins væru farnar að skila árangri. „Við erum búnir að reyna að breyta sóknarleiknum. Tilkoma Ásgeir Marteinssonar hefur hleypt lífi í sóknarleikinn. Hann var mjög ógnandi á móti KR og í dag er hann gríðarlega ógnandi og skoraði verðskuldað mark. Almenn séð hefur sóknarleiknum batnað, við erum að fá fyrirgjafir og framhjáhlaup hjá bakvörðum á nýjan leik,“ sagði Gunnlaugur í samtali við blaðamann Vísis eftir leik.Bjarni Þór fékk að líta rauða spjaldið gegn Breiðabliki.vísir/andri marinóVond umferð fyrir ...... Bjarna Þór ViðarssonBjarni var í vandræðum allan leikinn gegn Breiðabliki; skilaði boltanum illa frá sér og gleymdi sér svo í varnarleiknum þegar Arnþór Ari Atlason kom Blikum yfir. Bjarni kórónaði svo slakan leik sinn þegar hann fékk rauða spjaldið á lokamínútunni fyrir að merkja Oliver Sigurjónsson með tökkunum. Bjarni var eftir á allan leikinn og var duglegri að sparka í leikmenn Breiðabliks en boltann. Hann, og aðrir FH-ingar, geta þakkað Kassim Doumbia fyrir stigið en hann skoraði jöfnunarmark í uppbótartíma, þegar Hafnfirðingar voru einum færri.... miðverði FjölnisÁgúst Gylfason þurfti að stilla upp nýju miðvarðapari gegn Víkingum en fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson var í leikbanni og Daniel Ivanovski er sem kunnugt er farinn frá félaginu. Ágúst veðjaði á Hauk Lárusson og Guðmund Karl Guðmundsson í miðvarðastöðunum í gær og til að gera langa sögu stutta áttu þeir afar erfitt uppdráttar. Haukur var ávallt skrefi á eftir sóknarmönnum Víkings og þótt Guðmundur Karl sé fjölhæfur er hann ekki miðvörður. Þeir litu illa út í báðum mörkum Víkings og fengu báðir þrjá í einkunn hjá blaðamanni Vísis á vellinum.... StjörnunaÍslandsmeistararnir eru ekki að spila eins og Íslandsmeistarar. Það er nokkuð ljóst. Stjörnumenn lutu í gras fyrir KR í gær og eru nú átta stigum frá toppliði FH. Stjarnan er búin að tapa þremur deildarleikjum í sumar - þremur fleiri en í fyrra. Og meistararnir eru ekki enn búnir að vinna leik í venjulegum leiktíma á heimavelli í sumar. Eftir leikinn kvaðst Rúnar Páll Sigmundsson ánægður með frammistöðu liðsins og gagnrýndi dómara leiksins, Erlend Eiríksson, fyrir hans framgöngu. Erlendur átti þó minnstan þátt í tapi Stjörnumanna sem ættu að líta sér nær.KR vann sinn fyrsta sigur í Garðabænum síðan í lokaumferðinni árið 2000.vísir/valliTölfræðin og sagan:*Jonathan Glenn hefur nú skorað í fjórum útileikjum í röð í deild og bikar. *Lið Ólafs Jóhannessonar hafa ekki tapað í níu leikjum í röð á móti ÍBV í efstu deild (7 sigrar, 2 jafntefli). *Markatala ÍBV-liðsins frá og með 70. mínútu í Pepsi-deildinni í sumar er -9 (0-9). *ÍBV hefur ekki tapað fyrstu fimm útileikjum sínum í heilan áratug (töpuðu 5 fyrstu útileikjunum 2005). *Breiðablik er með jafnmörg stig (19) og jafnmörg töp (0) og Stjarnan var með eftir 9 leiki í fyrra. *5 af 6 mörkum Kassim Doumbia í efstu deild hafa komið eftir hornspyrnu (4) eða strax í kjölfar hornspyrnu (1). *FH hefur lent undir á móti KR, Stjörnunni og Breiðabliki í sumar en náð í stig í öllum leikjunum. *Breiðablik hefur komist í 1-0 í sex síðustu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *Gunnleifur Gunnleifsson var síðasti markvörðurinn til að halda hreinu á móti FH í Pepsi-deildinni 11. ágúst 2013. *Breiðablik hélt hreinu í fyrri hálfleik í sjöunda leiknum í röð í Pepsi-deildinni. *Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur skorað 3 af síðustu 6 mörkum Leiknis í Pepsi-deildinni. *Fylkir hefur ekki skorað í fyrri hálfleik í fimm leikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Fylkismenn hafa náð í stig í öllum 4 útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Davíð Örn Atlason hefur skorað í báðum sigurleikjum Víkinga í Pepsi-deildinni í sumar. *Víkingar voru fyrir leikinn búnir að fá á sig mark í 13 Pepsi-deildarleikjum í röð. *Víkingar fengu jafnmörg stig í þessum leik (3) og í 8 síðustu heimaleikjum sínum á undan þessum. *Skagamenn skoruðu jafnmörg mörk í sigrinum á Keflavík eins og í fyrstu átta leikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Það hafa verið skoruð 34 mörk í síðustu 7 leikjum ÍA og Keflavíkur í Pepsi-deildinni eða 4,9 að meðaltali. *Fyrsti sigur Skagamanna í Pepsi-deildinni á grasvellinum á Akranesi síðan 21. júlí 2013. *Það tók Keflvíkinga 286 mínútur að skora sitt fyrsta mark á útivelli í Pepsi-deildinni í sumar. *Stefán Logi Magnússon hefur haldið hreinu í 4 af síðustu 7 leikjum KR í Pepsi-deildinni. *Stjarnan var fyrir leikinn búið að skora í 12 heimaleikjum í röð í Pepsi-deildinni. *Almarr Ormarsson hefur tryggt KR 4 stig í síðustu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. *Stefán Logi Magnússon fyrsti markvörður mótherja Stjörnunnar til að halda hreinu á Samsungvellinum í Pepsi-deildinni síðan að Ingvar Þór Kale náði því í marki Víkinga 12. maí 2014. *Fyrsti sigur KR-inga í efstu deild í Garðabænum síðan í lokaumferðinni árið 2000.Thomas Christensen hefur komið sterkur inn í vörn Vals.vísir/andri marinóSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni: Jóhann Óli Eiðsson á Víkingsvelli:Dömur mínar og herrar, Milos hefur parkerað jogging gallanum fyrir kvöldið. Það dugar ekkert minna en jakki, skyrta og spariskór!Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum:Samtal vallarþular Stjörnunnar og vallarþular KR fyrir leik: Davíð, vallarþulur Stjörnunnar: Hvað ertu búinn að vera lengi í þessu? Páll Sævar, a.k.a. Röddin, vallarþulur KR: Síðan 1990. Vallarþulur Stjörnunnar: Árið sem ég er fæddur.Tómas Þór Þórðarson í Kaplakrika: Elfar Freyr reynir skot af svona 35 metra færi. Er ekki viss um að boltinn finnist þetta var svo hátt og langt yfir. Þarf að senda út björgunarsveitina.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar:Rolf Toft, Víkingi - 8 Jón Vilhelm Ákason, ÍA - 8 Ásgeir Marteinsson, ÍA - 8 Árni Snær Ólafsson, ÍA - 8Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni - 3 Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni - 3 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölni - 3 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni - 3 Haukur Lárusson, Fjölni - 3 Þórarinn Ingi Valdimarsson, FH - 3Umræðan á #pepsi365Fær Viðarsson ekki örugglega bónu$ fyrir þessa tæklingu? #MoneyMoney#fótboltinet#pepsi365 — Halldór Marteinsson (@halldorm) June 21, 2015Er í lagi að leikmaður segi „Fuck Off“ í leik sem er sendur út beint af því að þessi orð komi fram í tónlistarvideoum? #pepsi365 — Styrmir B. (@StyrmirB) June 23, 2015"Þetta voru einu fötin sem eg atti eftir hrein eftir útlönd" sagði Milos við mig eftir leik. Þvílíkur maður. #pepsi365 — Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) June 22, 2015Ég er stödd hinumegin á hnettinum, í fríi en samt að horfa á Pepsímörkin. Í síma. Ómissandi! #pepsi365#eddan — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) June 23, 2015#pepsi365 7k gestir á NALmóti á skaganum um helgina. Afhverju ekki að hafa leik ÍA og Keflavíkur á laugardeginum. Fylla völlinn #fotbolti — Johann Sigurbergsson (@johannsnorri) June 22, 2015Strákurinn minn 7 ára, fannst doumbia öskra FH!! #fotboltinet#pepsi365 — Grétar Óskarsson (@gretosk) June 22, 2015Mér fannst Erlendur dæma erfiðan leik vel ! Vel gert Ref ! #fotboltinet#pepsi365 — Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) June 22, 2015Arnar Grétarsson setur standardinn í viðtölum í #Pepsi365. Svarar spurningunum, ekkert vesen, enginn pirringur - heiðarlegur og flottur. — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) June 21, 2015Eitt mesta Rip-of sem eg hef séð sem FH-ingur. Finn til með Blikum. #pepsi365 — Sveinn Arnarsson (@Sveinn_A) June 21, 2015Mark 9. umferðar Atvik 9. umferðar Markasyrpa 9. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira