„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2025 19:47 Heimir Guðjónsson Vísir / Erni Eyjólfsson „Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. „Þeir refsa. Þeir þurfa ekki mörg færi til að skora mörk. Vonbrigðin eru að þeir, eftir að við skorum, jafna þeir eftir tvær mínútur og í seinni hálfleik jafna þeir líka eftir tvær mínútur. Það eru vonbrigði að við höngum ekki betur á þessu,“ segir Heimir. Það var einmitt saga leiksins. Í bæði þau skipti sem FH komst yfir kom kraftur í Víkinga sem jöfnuðu fljótt. Sem er sérlega frústrerandi fyrir þjálfara að horfa upp á. „Við höfum talað um það, þegar við skorum mörk, þá þurfum við að vera klókir í skipulaginu og ekki missa einbeitinguna. Við gerum það og það er frústrerandi.“ Þreytumerki voru á Víkingum sem spiluðu 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn var og eru í mikilli Evróputörn. FH hafði sannarlega tækifæri til að vinna leik dagsins. „Mér fannst góður séns að vinna Víking í dag – þeir eru í hörkuálagi. En þeir eru með frábært lið eins og sést á mönnunum sem koma inn af bekknum hérna.“ FH tapaði leiknum þó ekki. Þar með lýkur tíu leikja sigurhrinu Víkings gegn FH í efstu deild. „Við settum það upp á töflu í gær á myndbandsfundinum, hvort menn vildu ekki fara að svara fyrir þetta. Tíu tapleikir. Það var stolt og samstaða í þessu og við verðum að vinna með það,“ segir Heimir. Ítalskur túristahópur vakti þá mikla athygli í stúkunni og lét vel í sér heyra. Heimir kunni vel að meta að FH-ingum hefði borist liðsstyrkur frá meginlandinu í stúkuna. „Ég varð var við þetta. En ég veit ekkert hverjir þetta voru. Þetta var frábær stuðningur og hjálpaði liðinu klárlega,“ sagði Heimir og glotti við tönn. Seeeenur í Krikanum. pic.twitter.com/DB634jvDCw— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 3, 2025 FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Þeir refsa. Þeir þurfa ekki mörg færi til að skora mörk. Vonbrigðin eru að þeir, eftir að við skorum, jafna þeir eftir tvær mínútur og í seinni hálfleik jafna þeir líka eftir tvær mínútur. Það eru vonbrigði að við höngum ekki betur á þessu,“ segir Heimir. Það var einmitt saga leiksins. Í bæði þau skipti sem FH komst yfir kom kraftur í Víkinga sem jöfnuðu fljótt. Sem er sérlega frústrerandi fyrir þjálfara að horfa upp á. „Við höfum talað um það, þegar við skorum mörk, þá þurfum við að vera klókir í skipulaginu og ekki missa einbeitinguna. Við gerum það og það er frústrerandi.“ Þreytumerki voru á Víkingum sem spiluðu 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn var og eru í mikilli Evróputörn. FH hafði sannarlega tækifæri til að vinna leik dagsins. „Mér fannst góður séns að vinna Víking í dag – þeir eru í hörkuálagi. En þeir eru með frábært lið eins og sést á mönnunum sem koma inn af bekknum hérna.“ FH tapaði leiknum þó ekki. Þar með lýkur tíu leikja sigurhrinu Víkings gegn FH í efstu deild. „Við settum það upp á töflu í gær á myndbandsfundinum, hvort menn vildu ekki fara að svara fyrir þetta. Tíu tapleikir. Það var stolt og samstaða í þessu og við verðum að vinna með það,“ segir Heimir. Ítalskur túristahópur vakti þá mikla athygli í stúkunni og lét vel í sér heyra. Heimir kunni vel að meta að FH-ingum hefði borist liðsstyrkur frá meginlandinu í stúkuna. „Ég varð var við þetta. En ég veit ekkert hverjir þetta voru. Þetta var frábær stuðningur og hjálpaði liðinu klárlega,“ sagði Heimir og glotti við tönn. Seeeenur í Krikanum. pic.twitter.com/DB634jvDCw— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 3, 2025
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira