„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2025 19:47 Heimir Guðjónsson Vísir / Erni Eyjólfsson „Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. „Þeir refsa. Þeir þurfa ekki mörg færi til að skora mörk. Vonbrigðin eru að þeir, eftir að við skorum, jafna þeir eftir tvær mínútur og í seinni hálfleik jafna þeir líka eftir tvær mínútur. Það eru vonbrigði að við höngum ekki betur á þessu,“ segir Heimir. Það var einmitt saga leiksins. Í bæði þau skipti sem FH komst yfir kom kraftur í Víkinga sem jöfnuðu fljótt. Sem er sérlega frústrerandi fyrir þjálfara að horfa upp á. „Við höfum talað um það, þegar við skorum mörk, þá þurfum við að vera klókir í skipulaginu og ekki missa einbeitinguna. Við gerum það og það er frústrerandi.“ Þreytumerki voru á Víkingum sem spiluðu 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn var og eru í mikilli Evróputörn. FH hafði sannarlega tækifæri til að vinna leik dagsins. „Mér fannst góður séns að vinna Víking í dag – þeir eru í hörkuálagi. En þeir eru með frábært lið eins og sést á mönnunum sem koma inn af bekknum hérna.“ FH tapaði leiknum þó ekki. Þar með lýkur tíu leikja sigurhrinu Víkings gegn FH í efstu deild. „Við settum það upp á töflu í gær á myndbandsfundinum, hvort menn vildu ekki fara að svara fyrir þetta. Tíu tapleikir. Það var stolt og samstaða í þessu og við verðum að vinna með það,“ segir Heimir. Ítalskur túristahópur vakti þá mikla athygli í stúkunni og lét vel í sér heyra. Heimir kunni vel að meta að FH-ingum hefði borist liðsstyrkur frá meginlandinu í stúkuna. „Ég varð var við þetta. En ég veit ekkert hverjir þetta voru. Þetta var frábær stuðningur og hjálpaði liðinu klárlega,“ sagði Heimir og glotti við tönn. Seeeenur í Krikanum. pic.twitter.com/DB634jvDCw— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 3, 2025 FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
„Þeir refsa. Þeir þurfa ekki mörg færi til að skora mörk. Vonbrigðin eru að þeir, eftir að við skorum, jafna þeir eftir tvær mínútur og í seinni hálfleik jafna þeir líka eftir tvær mínútur. Það eru vonbrigði að við höngum ekki betur á þessu,“ segir Heimir. Það var einmitt saga leiksins. Í bæði þau skipti sem FH komst yfir kom kraftur í Víkinga sem jöfnuðu fljótt. Sem er sérlega frústrerandi fyrir þjálfara að horfa upp á. „Við höfum talað um það, þegar við skorum mörk, þá þurfum við að vera klókir í skipulaginu og ekki missa einbeitinguna. Við gerum það og það er frústrerandi.“ Þreytumerki voru á Víkingum sem spiluðu 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn var og eru í mikilli Evróputörn. FH hafði sannarlega tækifæri til að vinna leik dagsins. „Mér fannst góður séns að vinna Víking í dag – þeir eru í hörkuálagi. En þeir eru með frábært lið eins og sést á mönnunum sem koma inn af bekknum hérna.“ FH tapaði leiknum þó ekki. Þar með lýkur tíu leikja sigurhrinu Víkings gegn FH í efstu deild. „Við settum það upp á töflu í gær á myndbandsfundinum, hvort menn vildu ekki fara að svara fyrir þetta. Tíu tapleikir. Það var stolt og samstaða í þessu og við verðum að vinna með það,“ segir Heimir. Ítalskur túristahópur vakti þá mikla athygli í stúkunni og lét vel í sér heyra. Heimir kunni vel að meta að FH-ingum hefði borist liðsstyrkur frá meginlandinu í stúkuna. „Ég varð var við þetta. En ég veit ekkert hverjir þetta voru. Þetta var frábær stuðningur og hjálpaði liðinu klárlega,“ sagði Heimir og glotti við tönn. Seeeenur í Krikanum. pic.twitter.com/DB634jvDCw— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 3, 2025
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira