Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2025 19:54 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar „Þetta er svekkjandi niðurstaða,“ segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir 2-2 jafntefli hans manna við FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Víkingur hefur leikið fjóra leiki í röð án sigurs í deildinni. „Við vorum með tök á leiknum og við vorum djarfir að spila boltanum og koma okkur upp völlinn. Síðan vantaði herslumun að gera eitthvað úr því þegar við komum hærra upp völlinn,“ segir Sölvi Geir. Þreytumerki voru á liði Víkings sem spilaði 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudagskvöldið var. „Það var mikið um tæknifeila. Kannski getur það verið vegna álags á Víkingum núna en ég er ánægður með hvað menn lögðu í leikinn. Ég er sáttur við það en mistökin eru of mörg,“ segir Sölvi sem segir það þó enga afsökun. „Við eigum að gera betur, þrátt fyrir mikið álag eða breytt undirlag. Við bara verðum að gera það næst.“ Víkingur hefur spilað fjóra leiki í Bestu deildinni í röð án sigurs, þrjú jafntefli og tap fyrir Val. Valur getur með sigri á þriðjudag komist fimm stigum á undan Víkingi og Breiðabliki, sem einnig gerði jafntefli í dag. Fjórir leikir í röð án sigurs, er það áhyggjuefni? „Meðan frammistaðan er góð og við bætum ofan á frammistöðuna þá hefurðu ekki miklar áhyggjur. En þegar þú ert í toppbaráttu við Breiðablik og Val má ekki út af miklu bregða svo við missum þá of langt frá okkur. Þetta er ekki áhyggjuefni en við þurfum svo sannarlega að fá þrjú stigin ef við ætlum ekki að lenda í veseni. Þá getum við misst liðin fyrir ofan okkur of langt frá okkur,“ segir Sölvi Geir. Ekki er ákveðið hvort Pálmi Rafn Arinbjörnsson sé aðalmarkvörður Víkings en hann hélt stöðu sinni í markinu í dag á meðan Ingvar Jónsson sat á bekknum. Ingvar er ekki meiddur samkvæmt Sölva heldur hefur Pálmi haldið honum utan liðsins með sinni frammistöðu. „Pálmi er búinn að standa sig gríðarlega vel í síðustu leikjum. Það er ekki búið að ákveða eitt eða neitt með það en hann hefur verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu. Svo sjáum við bara hvernig byrjunarliðið verður í næsta leik.“ Víkingur Reykjavík FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
„Við vorum með tök á leiknum og við vorum djarfir að spila boltanum og koma okkur upp völlinn. Síðan vantaði herslumun að gera eitthvað úr því þegar við komum hærra upp völlinn,“ segir Sölvi Geir. Þreytumerki voru á liði Víkings sem spilaði 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudagskvöldið var. „Það var mikið um tæknifeila. Kannski getur það verið vegna álags á Víkingum núna en ég er ánægður með hvað menn lögðu í leikinn. Ég er sáttur við það en mistökin eru of mörg,“ segir Sölvi sem segir það þó enga afsökun. „Við eigum að gera betur, þrátt fyrir mikið álag eða breytt undirlag. Við bara verðum að gera það næst.“ Víkingur hefur spilað fjóra leiki í Bestu deildinni í röð án sigurs, þrjú jafntefli og tap fyrir Val. Valur getur með sigri á þriðjudag komist fimm stigum á undan Víkingi og Breiðabliki, sem einnig gerði jafntefli í dag. Fjórir leikir í röð án sigurs, er það áhyggjuefni? „Meðan frammistaðan er góð og við bætum ofan á frammistöðuna þá hefurðu ekki miklar áhyggjur. En þegar þú ert í toppbaráttu við Breiðablik og Val má ekki út af miklu bregða svo við missum þá of langt frá okkur. Þetta er ekki áhyggjuefni en við þurfum svo sannarlega að fá þrjú stigin ef við ætlum ekki að lenda í veseni. Þá getum við misst liðin fyrir ofan okkur of langt frá okkur,“ segir Sölvi Geir. Ekki er ákveðið hvort Pálmi Rafn Arinbjörnsson sé aðalmarkvörður Víkings en hann hélt stöðu sinni í markinu í dag á meðan Ingvar Jónsson sat á bekknum. Ingvar er ekki meiddur samkvæmt Sölva heldur hefur Pálmi haldið honum utan liðsins með sinni frammistöðu. „Pálmi er búinn að standa sig gríðarlega vel í síðustu leikjum. Það er ekki búið að ákveða eitt eða neitt með það en hann hefur verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu. Svo sjáum við bara hvernig byrjunarliðið verður í næsta leik.“
Víkingur Reykjavík FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn