Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2025 19:54 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar „Þetta er svekkjandi niðurstaða,“ segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir 2-2 jafntefli hans manna við FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Víkingur hefur leikið fjóra leiki í röð án sigurs í deildinni. „Við vorum með tök á leiknum og við vorum djarfir að spila boltanum og koma okkur upp völlinn. Síðan vantaði herslumun að gera eitthvað úr því þegar við komum hærra upp völlinn,“ segir Sölvi Geir. Þreytumerki voru á liði Víkings sem spilaði 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudagskvöldið var. „Það var mikið um tæknifeila. Kannski getur það verið vegna álags á Víkingum núna en ég er ánægður með hvað menn lögðu í leikinn. Ég er sáttur við það en mistökin eru of mörg,“ segir Sölvi sem segir það þó enga afsökun. „Við eigum að gera betur, þrátt fyrir mikið álag eða breytt undirlag. Við bara verðum að gera það næst.“ Víkingur hefur spilað fjóra leiki í Bestu deildinni í röð án sigurs, þrjú jafntefli og tap fyrir Val. Valur getur með sigri á þriðjudag komist fimm stigum á undan Víkingi og Breiðabliki, sem einnig gerði jafntefli í dag. Fjórir leikir í röð án sigurs, er það áhyggjuefni? „Meðan frammistaðan er góð og við bætum ofan á frammistöðuna þá hefurðu ekki miklar áhyggjur. En þegar þú ert í toppbaráttu við Breiðablik og Val má ekki út af miklu bregða svo við missum þá of langt frá okkur. Þetta er ekki áhyggjuefni en við þurfum svo sannarlega að fá þrjú stigin ef við ætlum ekki að lenda í veseni. Þá getum við misst liðin fyrir ofan okkur of langt frá okkur,“ segir Sölvi Geir. Ekki er ákveðið hvort Pálmi Rafn Arinbjörnsson sé aðalmarkvörður Víkings en hann hélt stöðu sinni í markinu í dag á meðan Ingvar Jónsson sat á bekknum. Ingvar er ekki meiddur samkvæmt Sölva heldur hefur Pálmi haldið honum utan liðsins með sinni frammistöðu. „Pálmi er búinn að standa sig gríðarlega vel í síðustu leikjum. Það er ekki búið að ákveða eitt eða neitt með það en hann hefur verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu. Svo sjáum við bara hvernig byrjunarliðið verður í næsta leik.“ Víkingur Reykjavík FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
„Við vorum með tök á leiknum og við vorum djarfir að spila boltanum og koma okkur upp völlinn. Síðan vantaði herslumun að gera eitthvað úr því þegar við komum hærra upp völlinn,“ segir Sölvi Geir. Þreytumerki voru á liði Víkings sem spilaði 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudagskvöldið var. „Það var mikið um tæknifeila. Kannski getur það verið vegna álags á Víkingum núna en ég er ánægður með hvað menn lögðu í leikinn. Ég er sáttur við það en mistökin eru of mörg,“ segir Sölvi sem segir það þó enga afsökun. „Við eigum að gera betur, þrátt fyrir mikið álag eða breytt undirlag. Við bara verðum að gera það næst.“ Víkingur hefur spilað fjóra leiki í Bestu deildinni í röð án sigurs, þrjú jafntefli og tap fyrir Val. Valur getur með sigri á þriðjudag komist fimm stigum á undan Víkingi og Breiðabliki, sem einnig gerði jafntefli í dag. Fjórir leikir í röð án sigurs, er það áhyggjuefni? „Meðan frammistaðan er góð og við bætum ofan á frammistöðuna þá hefurðu ekki miklar áhyggjur. En þegar þú ert í toppbaráttu við Breiðablik og Val má ekki út af miklu bregða svo við missum þá of langt frá okkur. Þetta er ekki áhyggjuefni en við þurfum svo sannarlega að fá þrjú stigin ef við ætlum ekki að lenda í veseni. Þá getum við misst liðin fyrir ofan okkur of langt frá okkur,“ segir Sölvi Geir. Ekki er ákveðið hvort Pálmi Rafn Arinbjörnsson sé aðalmarkvörður Víkings en hann hélt stöðu sinni í markinu í dag á meðan Ingvar Jónsson sat á bekknum. Ingvar er ekki meiddur samkvæmt Sölva heldur hefur Pálmi haldið honum utan liðsins með sinni frammistöðu. „Pálmi er búinn að standa sig gríðarlega vel í síðustu leikjum. Það er ekki búið að ákveða eitt eða neitt með það en hann hefur verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu. Svo sjáum við bara hvernig byrjunarliðið verður í næsta leik.“
Víkingur Reykjavík FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira