Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 09:02 Það geta ekki allir skorað þegar þeir eru ekki inn á vellinum en Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur tókst það í gærkvöldi samkvæmt leikskýrslu KSÍ. Getty/Pat Elmont Blikinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var á skotskónum í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í gær. Það er ef þú skoðar leikskýrsluna. Ef þú horfðir á leikinn þá passar það ekki alveg enda hún ekki einu sinni inn á vellinum þegar annað markanna var skorað. Breiðablik vann 3-2 sigur á Lengjudeildarliði ÍBV sem veittu toppliði Bestu deildarinnar óvænta keppni. Breiðablik tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum á móti FH. Staðfest leikskýrsla Knattspyrnusambands Íslands úr leik Breiðabliks og ÍBV.KSÍ Áslaug Munda kom inn á sem varamaður í hálfleiknum þegar Breiðablik var 1-0 undir. Blikar lentu 2-0 undir en komu til baka og tryggðu sér sigurinn í blálokin. Áslaug Munda er skráð, á staðfestri leiksskýrslu dómaranna, hafa skorað annað mark Breiðabliks á 53. mínútu og einnig sigurmarkið í uppbótatíma leiksins. Hún var meira að segja farin af velli þegar sigurmarkið var skorað. Hið rétta er að Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin og Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmarkið. Báðar skoruðu þær með skalla. Í fyrra markinu þó byrjar Áslaug Munda sóknina en á ekki stoðsendinguna og er ekki inn í vítateig þegar markið er skorað úr markteignum. Hún stendur meira segja við hlið dómarans og þau horfa saman á Berglindi skalla boltann í markið. Berglind og Barbára munu væntanlega láta heyra í sér og láta breyta þessu. Sönnunina má sjá hér fyrir neðan þar sem sjá má bæði þessi mörk. Áslaug Munda hefur ekki skorað mark í deild eða bikar á Íslandi síðan 10. júní 2022 eða í meira en þrjú ár. Það breytist væntanlega ekki nema að dómaratróið vilji halda þessu til streitu. ⚡️Það var dramatík í Kópavogi þar sem Breiðablik skoraði sigurmark í uppbótartíma og fer í bikarúrslitin gegn FH🏆⚽️Barbára Sól Gísladóttir '91 pic.twitter.com/6lZPnnqRSF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025 Hér er 3 fyrir 1 tilboð. Þrjú mörk á fimm mínútum. ÍBV komst í 0-2 en Breiðablik svaraði með tveimur mörkum.⚽️0-2 Olga Sevcova '48 (ÍBV)⚽️1-2 Elín Helena Karlsdóttir' 49 (Breiðablik)⚽️2-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '53 (Breiðablik)🎟️Farseðill í bikarúrslitaleik í boði🏆 pic.twitter.com/D5cwZiKQoR— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025 Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Breiðablik vann 3-2 sigur á Lengjudeildarliði ÍBV sem veittu toppliði Bestu deildarinnar óvænta keppni. Breiðablik tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum á móti FH. Staðfest leikskýrsla Knattspyrnusambands Íslands úr leik Breiðabliks og ÍBV.KSÍ Áslaug Munda kom inn á sem varamaður í hálfleiknum þegar Breiðablik var 1-0 undir. Blikar lentu 2-0 undir en komu til baka og tryggðu sér sigurinn í blálokin. Áslaug Munda er skráð, á staðfestri leiksskýrslu dómaranna, hafa skorað annað mark Breiðabliks á 53. mínútu og einnig sigurmarkið í uppbótatíma leiksins. Hún var meira að segja farin af velli þegar sigurmarkið var skorað. Hið rétta er að Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin og Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmarkið. Báðar skoruðu þær með skalla. Í fyrra markinu þó byrjar Áslaug Munda sóknina en á ekki stoðsendinguna og er ekki inn í vítateig þegar markið er skorað úr markteignum. Hún stendur meira segja við hlið dómarans og þau horfa saman á Berglindi skalla boltann í markið. Berglind og Barbára munu væntanlega láta heyra í sér og láta breyta þessu. Sönnunina má sjá hér fyrir neðan þar sem sjá má bæði þessi mörk. Áslaug Munda hefur ekki skorað mark í deild eða bikar á Íslandi síðan 10. júní 2022 eða í meira en þrjú ár. Það breytist væntanlega ekki nema að dómaratróið vilji halda þessu til streitu. ⚡️Það var dramatík í Kópavogi þar sem Breiðablik skoraði sigurmark í uppbótartíma og fer í bikarúrslitin gegn FH🏆⚽️Barbára Sól Gísladóttir '91 pic.twitter.com/6lZPnnqRSF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025 Hér er 3 fyrir 1 tilboð. Þrjú mörk á fimm mínútum. ÍBV komst í 0-2 en Breiðablik svaraði með tveimur mörkum.⚽️0-2 Olga Sevcova '48 (ÍBV)⚽️1-2 Elín Helena Karlsdóttir' 49 (Breiðablik)⚽️2-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '53 (Breiðablik)🎟️Farseðill í bikarúrslitaleik í boði🏆 pic.twitter.com/D5cwZiKQoR— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira