Sport

Snéri til baka úr krabba­meins­með­ferð og lokaði leiknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nic Enright í leik með Guardians.
Nic Enright í leik með Guardians. vísir/getty

Ferill hafnaboltamannsins Nic Enright hefur ekki verið neinn dans á rósum en hann brosir í dag.

Hann hefur verið að glíma við krabbamein í þrjú ár en er loksins laus við meinið. Enright hefur þurft að leggja mikið á sig til að koma til baka í hafnaboltann og það tókst honum.

Eftir að hafa spilað með liðum í neðrideildunum kölluðu Cleveland Guardians í MLB-deildinni í hann síðasta vor.

Í leik Guardians gegn NY Mets í nótt greip Enright síðan boltann sem kláraði leikinn. Guardians unnu leikinn, 7-6.

„Hann er næstum grátandi út á velli. Það er ekkert skrítið enda á hann ótrúlega sögu. Hans saga er innblástur fyrir aðra,“ sagði Stephen Vogt, þjálfari Guardians, eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×