Harkaleg átök og ásakanir á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2015 13:59 Forsætisráðherra gagnrýndi málþóf stjórnarandstöðunnar harðlega á Alþingi í morgun sem og ummæli einstakra þingmanna um aðra þingmenn á opinberum vettvangi. Stjórnarandstaðan sakar hins vegar stjórnarliða um vankunnáttu á málefnum rammaáætlunar og heldur áfram að ræða fundarstjórn forseta á Alþingi. Umræður um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um virkjanakosti stóð til að verða klukkan tvö síðast liðna nótt og verður framhaldið fimmta daginn í röð í dag. Stjórnarandstaðan hefur teygt á umræðunni með löngum athugasemdum um fundarstjórn forseta og þannig hófst einnig þingfundur klukkan tíu í morgun. „Ég er ekki hrifin af aðgerðum eins og þessum. En þetta er eina leiðin sem við höfum og við verðum hérna áfram,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og lýsti vel stemmingunni í þingsalnum En ummæli utan ræðustóls Alþingis hafa einnig mikil áhrif á umræðuna, eins og þau ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fjölmiðlum að virkjanamálin tengdust stöðunni á vinnumarkaðnum. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra sagði forystumenn Samtaka atvinnulífsins og ASÍ ekki kannast við þetta. „Það hefði ekki einu sinni komið upp. Þannig að forsætisráðherra hæstvirtur sagði okkur ósatt hér í þingsal um ástæðuna fyrir því að þetta væri forgangsmál ríkisstjórnarinnar,“ sagði Katrín. Svandís Svavarsdóttir þingflokkasformaður Vinstri grænna sagði mikið óráð að halda umræðum um rammaáætlun áfram á þinginu og bað forseta að íhuga að taka málið af dagskrá. „Það hefur nú komið í ljós við umræðuna og umræður um fundarstjórn forseta undanfarna daga mjög víðtæk vanþekking stjórnarliða á bæði innihaldi, efnisþáttum og formi máls,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra sakar þingmenn um ókurteisi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stjórnarandstöðuna hafa slegið ýmis met í umræðunni. „Stjórnarandstaðan hefur í þessari umræðu, bara þessari umræðu, á rúmri viku haldið 783 ræður um fundarstjórn forseta. Annað eins hefur aldrei sést áður (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti annað eins hefur aldrei sést áður,“ sagði Sigmundur Davíð. Og forsætisráðherra lýsti óánægju sinni með opinberar umræður þingmanna um veikindi eða meinta drykkju Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins, án þess þó að nefna hann á nafn, í alþjóðlegu flugi nýlega. En þingmaðurinn fór í veikindafrí frá þingstörfum í dag. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaðurhafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra. Og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra reyndi einnig að blanda sér í umræðuna um fundarstjórn forseta. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel, ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi málþóf stjórnarandstöðunnar harðlega á Alþingi í morgun sem og ummæli einstakra þingmanna um aðra þingmenn á opinberum vettvangi. Stjórnarandstaðan sakar hins vegar stjórnarliða um vankunnáttu á málefnum rammaáætlunar og heldur áfram að ræða fundarstjórn forseta á Alþingi. Umræður um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um virkjanakosti stóð til að verða klukkan tvö síðast liðna nótt og verður framhaldið fimmta daginn í röð í dag. Stjórnarandstaðan hefur teygt á umræðunni með löngum athugasemdum um fundarstjórn forseta og þannig hófst einnig þingfundur klukkan tíu í morgun. „Ég er ekki hrifin af aðgerðum eins og þessum. En þetta er eina leiðin sem við höfum og við verðum hérna áfram,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og lýsti vel stemmingunni í þingsalnum En ummæli utan ræðustóls Alþingis hafa einnig mikil áhrif á umræðuna, eins og þau ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í fjölmiðlum að virkjanamálin tengdust stöðunni á vinnumarkaðnum. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra sagði forystumenn Samtaka atvinnulífsins og ASÍ ekki kannast við þetta. „Það hefði ekki einu sinni komið upp. Þannig að forsætisráðherra hæstvirtur sagði okkur ósatt hér í þingsal um ástæðuna fyrir því að þetta væri forgangsmál ríkisstjórnarinnar,“ sagði Katrín. Svandís Svavarsdóttir þingflokkasformaður Vinstri grænna sagði mikið óráð að halda umræðum um rammaáætlun áfram á þinginu og bað forseta að íhuga að taka málið af dagskrá. „Það hefur nú komið í ljós við umræðuna og umræður um fundarstjórn forseta undanfarna daga mjög víðtæk vanþekking stjórnarliða á bæði innihaldi, efnisþáttum og formi máls,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra sakar þingmenn um ókurteisi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stjórnarandstöðuna hafa slegið ýmis met í umræðunni. „Stjórnarandstaðan hefur í þessari umræðu, bara þessari umræðu, á rúmri viku haldið 783 ræður um fundarstjórn forseta. Annað eins hefur aldrei sést áður (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti annað eins hefur aldrei sést áður,“ sagði Sigmundur Davíð. Og forsætisráðherra lýsti óánægju sinni með opinberar umræður þingmanna um veikindi eða meinta drykkju Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns Framsóknarflokksins, án þess þó að nefna hann á nafn, í alþjóðlegu flugi nýlega. En þingmaðurinn fór í veikindafrí frá þingstörfum í dag. „Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu. Svo ekki sé minnst á almenna kurteisi virðurlegur forseti (fammíköll og kliður). Virðulegur forseti getur virðulegur forseti haft stjórn á fundinum? (Forseti reynir sitt besta í þeim efnum, svaraði Einar K. Guðfinnsson). Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um hversu oft eða hvort annar þingmaðurhafi farið á salernið á ferðalagi,“ sagði forsætisráðherra. Og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra reyndi einnig að blanda sér í umræðuna um fundarstjórn forseta. „Auðvitað stendur málið eins og það var afgreitt hér á síðasta kjörtímabili. Nú ætlar minnihlutinn (fammíköll og forseti biður um þögn í þingsalnum). Já, já, haldið bara áfram að tala. Ég skal ekki trufla frekari ræðuhöld hér um fundarstjórn forseta. Gjörið svo vel, ræðustóllinn er ykkar,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira