Hættið þessu fokki* við samningaborðið Anna Kristrún Sigurpálsdóttir skrifar 8. maí 2015 12:59 „Stuðla þarf að því að starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör, þar á meðal launakerfi, launastig og launaþróun og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins“. Nei, lesandi góður þetta er ekki texti úr útópískri skáldsögu sem gerist árið 3015 í öðru landi. Þetta er inngangur í kjarasamningi sem fjármálaráðherra gerir við 17 aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir hönd ríkissjóðs - já ég sagði fjármálaráðherra. Þessi miðlægi kjarasamningur hafði gildistíma frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Ég er iðjuþjálfi og tilheyri einu þessara aðildarfélaga BHM. Er ég sat á pöllum Alþingis fyrr í vikunni og hlustaði á háttvirta þingmenn í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði bærðust margvíslegar tilfinningar í brjósti mér. Fyrst ber að nefna algera undrun á nánast tómum þingsal. Hvar var allt fólkið sem kosið er á þing? Fjármálaráðherra hvergi sjáanlegur. Eru allir að fá sér köku? Síðan fylltist ég von þegar Katrín Jakobsdóttir tók til máls. Jú, það er a.m.k. ein manneskja á þingi sem er í tengslum við raunverulega stöðu í þjóðfélaginu. Ég sver að mér leið eins og móðir Theresa væri komin inn í þingsalinn, sem virðist stundum vatteraður fyrir veruleikanum, og allt yrði kannski í lagi. Svo allt í einu var ég ekki viss hvar ég var stödd en datt helst í hug sandkassinn á gamla leikskólanum mínum við Álfaskeið eða Þjóðleikhúsið svo yfirdrifin voru tilþrifin er háttvirtur þingmaður Guðlaugur Þór tjáði vanþóknun sína á því að verið væri að ræða raunverulega og grafalvarlega stöðu sem uppi er á vinnumarkaði með því að berja í ræðupúlt og öskra eins og frekur krakki sem aldrei hefur heyrt orðið nei. Ég fylltist líka stolti og baráttuanda þegar þingmenn Pírata, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar tóku til máls og langaði að hrópa heyr! heyr! en þorði það ekki af ótta við að verða snúin niður af lögreglu og þingvörðum sem þarna voru til að halda fólki í skefjum. En ég veit hreinlega ekki hvað var að bærast innra með mér þegar hæstvirtur forsætiráðherra, sem var til andsvara, tjáði sig. Honum var tíðrætt um að allt snérist um að verja stöðu þeirra sem lökust hafa kjörin í landinu. Veit hann ekki að þeir sem lokið hafa 4-5 ára háskólanámi á Íslandi og ná ekki 270 þús kr. í mánaðarlaun fyrir skatt flokkast ekki einu sinni sem láglaunafólk hjá frændum okkar í Noregi. Þetta er fólkið sem forsætisráðherra vill meina að sé meðaltekjufólk. Þetta er fólkið sem Sigmundur Davíð svo snöfurmannlega minntist vart á í máli sínu. Þetta er fólkið sem sat 38 árangurlausa samningafundi eftir síðustu vopnahléssamninga áður en gripið var til þess örþrifaráðs sem verkfallsrétturinn er. Þetta er fólkið sem tekur á móti nýfæddum börnum þessa samfélags, fólkið sem þinglýsir pappírum sem halda þjóðfélaginu gangandi, fólkið sem gerir læknum kleift að sjúkdómsgreina, fólkið sem endurhæfir þá sem verða fyrir slysum og skakkaföllum í lífinu, fólkið sem hefur eftirlit með matvælaframleiðslu, vottar Eurovision og sér til þess að hægt sé að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum til virkrar þátttöku í samfélaginu og svona mætti lengi telja. Það þarf einhver að segja Sigmundi Davíð að kollegi hans Bjarni Benediktsson lagði línurnar í kjarastefnu ríkisins er hann hjó svo hressilega af eldivið og dreifði til einnar stéttar í heilbirgðisgeiranum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af verðbólgubálinu. Það þarf líka einhver að upplýsa þá skógarhöggsbræður um að heilbrigðiskerfið er ekki rekið af einni stétt ekki frekar en þjóðfélagið er samsett eingöngu af Kristjánum Loftssonum. Það þarf einhver að minna fjármálaráðherra á það sem hann skrifaði undir í febrúar 2014 og gera honum ljóst að menntun, sem fólk hefur lagt á sig fórnarkostnað við að afla, þarf að meta til launa – það er nútímahugsun, það er sanngjörn krafa háskólamanna. *að fokka merkir að gaufa, að dunda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Sjá meira
„Stuðla þarf að því að starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör, þar á meðal launakerfi, launastig og launaþróun og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins“. Nei, lesandi góður þetta er ekki texti úr útópískri skáldsögu sem gerist árið 3015 í öðru landi. Þetta er inngangur í kjarasamningi sem fjármálaráðherra gerir við 17 aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir hönd ríkissjóðs - já ég sagði fjármálaráðherra. Þessi miðlægi kjarasamningur hafði gildistíma frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Ég er iðjuþjálfi og tilheyri einu þessara aðildarfélaga BHM. Er ég sat á pöllum Alþingis fyrr í vikunni og hlustaði á háttvirta þingmenn í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði bærðust margvíslegar tilfinningar í brjósti mér. Fyrst ber að nefna algera undrun á nánast tómum þingsal. Hvar var allt fólkið sem kosið er á þing? Fjármálaráðherra hvergi sjáanlegur. Eru allir að fá sér köku? Síðan fylltist ég von þegar Katrín Jakobsdóttir tók til máls. Jú, það er a.m.k. ein manneskja á þingi sem er í tengslum við raunverulega stöðu í þjóðfélaginu. Ég sver að mér leið eins og móðir Theresa væri komin inn í þingsalinn, sem virðist stundum vatteraður fyrir veruleikanum, og allt yrði kannski í lagi. Svo allt í einu var ég ekki viss hvar ég var stödd en datt helst í hug sandkassinn á gamla leikskólanum mínum við Álfaskeið eða Þjóðleikhúsið svo yfirdrifin voru tilþrifin er háttvirtur þingmaður Guðlaugur Þór tjáði vanþóknun sína á því að verið væri að ræða raunverulega og grafalvarlega stöðu sem uppi er á vinnumarkaði með því að berja í ræðupúlt og öskra eins og frekur krakki sem aldrei hefur heyrt orðið nei. Ég fylltist líka stolti og baráttuanda þegar þingmenn Pírata, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar tóku til máls og langaði að hrópa heyr! heyr! en þorði það ekki af ótta við að verða snúin niður af lögreglu og þingvörðum sem þarna voru til að halda fólki í skefjum. En ég veit hreinlega ekki hvað var að bærast innra með mér þegar hæstvirtur forsætiráðherra, sem var til andsvara, tjáði sig. Honum var tíðrætt um að allt snérist um að verja stöðu þeirra sem lökust hafa kjörin í landinu. Veit hann ekki að þeir sem lokið hafa 4-5 ára háskólanámi á Íslandi og ná ekki 270 þús kr. í mánaðarlaun fyrir skatt flokkast ekki einu sinni sem láglaunafólk hjá frændum okkar í Noregi. Þetta er fólkið sem forsætisráðherra vill meina að sé meðaltekjufólk. Þetta er fólkið sem Sigmundur Davíð svo snöfurmannlega minntist vart á í máli sínu. Þetta er fólkið sem sat 38 árangurlausa samningafundi eftir síðustu vopnahléssamninga áður en gripið var til þess örþrifaráðs sem verkfallsrétturinn er. Þetta er fólkið sem tekur á móti nýfæddum börnum þessa samfélags, fólkið sem þinglýsir pappírum sem halda þjóðfélaginu gangandi, fólkið sem gerir læknum kleift að sjúkdómsgreina, fólkið sem endurhæfir þá sem verða fyrir slysum og skakkaföllum í lífinu, fólkið sem hefur eftirlit með matvælaframleiðslu, vottar Eurovision og sér til þess að hægt sé að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum til virkrar þátttöku í samfélaginu og svona mætti lengi telja. Það þarf einhver að segja Sigmundi Davíð að kollegi hans Bjarni Benediktsson lagði línurnar í kjarastefnu ríkisins er hann hjó svo hressilega af eldivið og dreifði til einnar stéttar í heilbirgðisgeiranum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af verðbólgubálinu. Það þarf líka einhver að upplýsa þá skógarhöggsbræður um að heilbrigðiskerfið er ekki rekið af einni stétt ekki frekar en þjóðfélagið er samsett eingöngu af Kristjánum Loftssonum. Það þarf einhver að minna fjármálaráðherra á það sem hann skrifaði undir í febrúar 2014 og gera honum ljóst að menntun, sem fólk hefur lagt á sig fórnarkostnað við að afla, þarf að meta til launa – það er nútímahugsun, það er sanngjörn krafa háskólamanna. *að fokka merkir að gaufa, að dunda
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun