Þingflokksformanni Framsóknar líst vel á hugmyndir um tilfærslu starfa Hjörtur Hjartarson skrifar 4. apríl 2015 14:18 Þingflokksformanni Framsóknarflokksins líst vel hugmyndir Landshlutanefndar um að flytja 130 opinber störf til Norðurlands vestra, langflest í Skagafjörðinn. Hún hafnar því að sterk tengsl flokksins við landshlutann komi til með að hafa áhrif þegar ríkisstjórnin fjallar um málið. Skýrsla landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra bíður nú umfjöllunar hjá Ríkisstjórninni en þar er lagt til að 90 störf verði flutt til Norðurlands vestra og um 40 ný störf verði til í landshlutanum. Þórunni Egilsdóttur, formanni þingflokks Framsóknarflokksins líst vel á þessi áform. „Já mér hugnast það bara alveg ljómandi vel. Það þarf að vanda til verka og skoða möguleikana í hverjum landshluta og finna leiðir í því,“ segir hún aðspurð um tillögurnar. Af hverju er fókusinn á Skagafjörðinn? „Þarna var kallað eftir skýrslu og hugmynda heimamanna um það hvernig mætti bæta ástandi eins og það er orðið. Það hefur orðið veruleg fækkun starfa í þessum landshluta, og öðrum landshlutum um allt land. Þannig að þetta eru hugmyndir heimamanna sem á eftir að vinna með,“ segir hún. Fréttablaðið hefur skýrsluna í heild sinni undir höndum en áður hafði verið greint frá því að landshlutanefndin hafði lagt til að höfuðstöðvar RARIK og Landhelgisgæslan yrðu flutt í Skagafjörðinn. Óhætt er að segja að eitt sterkast vígi Framsóknarflokksins sé í kjördæminu. Þórunn segir það hinsvegar engu máli skipta þegar kemur að málum sem þessum. „Það fæ ég ekki séð. Þetta eru bara hugmyndir frá heimamönnum um allt kjördæmið og svo þurfum við að skoða landið í heildinni líka. Þetta þurfum við að skoða í samfellu og einni heild,“ segir hún. Áformum um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af starfsmönnum stofnunarinnar. Þórunn óttast ekki að hið sama gerist ef af verður áðurnefndum áformum en að sjálfsögðu verði hlustað á allar athugasemdar sem kunna að verða gerðar. „Auðvitað viljum við alltaf hlusta á fólk en ég held við þurfum kannski bara að kynna málin okkar betur og vinna þau kannski á einhvern annan hátt en ég held að þarna hafi verið staðið ágætlega að málum þegar grannt er skoðað og við leggjumst yfir það,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Þingflokksformanni Framsóknarflokksins líst vel hugmyndir Landshlutanefndar um að flytja 130 opinber störf til Norðurlands vestra, langflest í Skagafjörðinn. Hún hafnar því að sterk tengsl flokksins við landshlutann komi til með að hafa áhrif þegar ríkisstjórnin fjallar um málið. Skýrsla landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra bíður nú umfjöllunar hjá Ríkisstjórninni en þar er lagt til að 90 störf verði flutt til Norðurlands vestra og um 40 ný störf verði til í landshlutanum. Þórunni Egilsdóttur, formanni þingflokks Framsóknarflokksins líst vel á þessi áform. „Já mér hugnast það bara alveg ljómandi vel. Það þarf að vanda til verka og skoða möguleikana í hverjum landshluta og finna leiðir í því,“ segir hún aðspurð um tillögurnar. Af hverju er fókusinn á Skagafjörðinn? „Þarna var kallað eftir skýrslu og hugmynda heimamanna um það hvernig mætti bæta ástandi eins og það er orðið. Það hefur orðið veruleg fækkun starfa í þessum landshluta, og öðrum landshlutum um allt land. Þannig að þetta eru hugmyndir heimamanna sem á eftir að vinna með,“ segir hún. Fréttablaðið hefur skýrsluna í heild sinni undir höndum en áður hafði verið greint frá því að landshlutanefndin hafði lagt til að höfuðstöðvar RARIK og Landhelgisgæslan yrðu flutt í Skagafjörðinn. Óhætt er að segja að eitt sterkast vígi Framsóknarflokksins sé í kjördæminu. Þórunn segir það hinsvegar engu máli skipta þegar kemur að málum sem þessum. „Það fæ ég ekki séð. Þetta eru bara hugmyndir frá heimamönnum um allt kjördæmið og svo þurfum við að skoða landið í heildinni líka. Þetta þurfum við að skoða í samfellu og einni heild,“ segir hún. Áformum um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af starfsmönnum stofnunarinnar. Þórunn óttast ekki að hið sama gerist ef af verður áðurnefndum áformum en að sjálfsögðu verði hlustað á allar athugasemdar sem kunna að verða gerðar. „Auðvitað viljum við alltaf hlusta á fólk en ég held við þurfum kannski bara að kynna málin okkar betur og vinna þau kannski á einhvern annan hátt en ég held að þarna hafi verið staðið ágætlega að málum þegar grannt er skoðað og við leggjumst yfir það,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30