Lýðræðinu gefið langt nef Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 14. mars 2015 16:30 Framganga utanríkisráðherra og ríkisstjórnar Íslands í ESB-málinu og síðasta útspilið með "bréfið" toppar alla þá lýðræðisást sem núverandi valdhafar sýndu gagnvart íslenskum almenningi þegar þeir lofuðu fjálglega þjóðaratkvæði um framhald ESB-viðræðna fyrir síðustu kosningar. Það loforð var bara loft, bara orðin tóm, það stóð aldrei til að efna það. Um er sennilega að ræða mestu pólitísku svik í sögu nútímastjórnmála á Íslandi. Við Evrópusinnar (ég skammast mín ekkk fyrir að flokka mig sem slíkan, frekar hitt), höfum verið vændir um landráð í sambandi við okkar afstöðu í Evrópumálum. Að vilja færa fullveldið í hendur ESB, sem náttúrlega ekki rétt, því allar þjóðir ESB eru enn frjálsar og fullvalda. Einnig væna andstæðingar ESB um baktjaldamakk í "reykfylltum" herbergjum í Brussel og þar fram eftir götunum. Aðferðafræði okkar Evrópusinna hefur hinsvegar ávallt verið þessi og er enn; að klára aðildarviðræður, fá samning á borðið, kjósa um hann og una niðurstöðunni. Það geta varla talist landráð, að leyfa íslensku þjóðinni að ráða? Hvernig eru þá vinnubrögðin í sambandi við þetta blessaða "Framsóknarbréf" sem komið var til Evrópu/ESB af Gunnari Braga utanríkisráðherra, Einari K.Guðfinnssyni, forseta Alþingis og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta lýðveldisins? Var unnið mjög lýðræðislega í því máli? Það var ekki borið undir Alþingi og rætt þar, ekki kynnt utanríkismálanefnd og rætt þar. Þá var það samið og sent í nefndaviku Aþingis, þegar regluleg fundastarfsemi þess liggur niðri. Ferlið og aðferðafræðin eru með hreinum ólíkindum, manni gjörsamlega misbýður það hvernig haldið hefur verið á málinu. Valdið kemur frá fólkinu, segir hin klassíska hugmynd um lýðræði. Hér hafa hinsvegar grundvallareglur lýðræðisins verið þverbrotnar og sjálf löggjafarsamkoma Íslands sniðgengiin með mjög grófum hætti. Svo grófum að ég vil hér með lýsa yfir algeru vantrausti á núverandi ríkisstjórn og sérstaklega utanríkisráðherra, sem að mínu mati hefur afhjúpað mjög gróflega vanhæfni sína til þess að sinna því starfi. Enda er reynsla hans af utanríkismálum nánast engin, þegar starfsferill hans á vefsíðu Alþingis er skoðaður. Áður en Gunnar Bragi var settur í starf utanríkisráðherra hafði hann einungis setið í tvö ár sem fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálaefnd (2011-2013). Það er sú sama nefnd sem hann og ríkisstjórnin sniðganga nú gersamlega, þvert á lög þar að lútandi. Maður er orðlaus. Já, orðlaus yfir þeirri ömurlegu þróun sem á sér stað; þar sem loforð eru einskis nýtur pappír, lýðræðinu og almenningi er gefið langt nef og baktjaldamakk og pólitískt kjarkleysi ráða för. Höfundur er stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Framganga utanríkisráðherra og ríkisstjórnar Íslands í ESB-málinu og síðasta útspilið með "bréfið" toppar alla þá lýðræðisást sem núverandi valdhafar sýndu gagnvart íslenskum almenningi þegar þeir lofuðu fjálglega þjóðaratkvæði um framhald ESB-viðræðna fyrir síðustu kosningar. Það loforð var bara loft, bara orðin tóm, það stóð aldrei til að efna það. Um er sennilega að ræða mestu pólitísku svik í sögu nútímastjórnmála á Íslandi. Við Evrópusinnar (ég skammast mín ekkk fyrir að flokka mig sem slíkan, frekar hitt), höfum verið vændir um landráð í sambandi við okkar afstöðu í Evrópumálum. Að vilja færa fullveldið í hendur ESB, sem náttúrlega ekki rétt, því allar þjóðir ESB eru enn frjálsar og fullvalda. Einnig væna andstæðingar ESB um baktjaldamakk í "reykfylltum" herbergjum í Brussel og þar fram eftir götunum. Aðferðafræði okkar Evrópusinna hefur hinsvegar ávallt verið þessi og er enn; að klára aðildarviðræður, fá samning á borðið, kjósa um hann og una niðurstöðunni. Það geta varla talist landráð, að leyfa íslensku þjóðinni að ráða? Hvernig eru þá vinnubrögðin í sambandi við þetta blessaða "Framsóknarbréf" sem komið var til Evrópu/ESB af Gunnari Braga utanríkisráðherra, Einari K.Guðfinnssyni, forseta Alþingis og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta lýðveldisins? Var unnið mjög lýðræðislega í því máli? Það var ekki borið undir Alþingi og rætt þar, ekki kynnt utanríkismálanefnd og rætt þar. Þá var það samið og sent í nefndaviku Aþingis, þegar regluleg fundastarfsemi þess liggur niðri. Ferlið og aðferðafræðin eru með hreinum ólíkindum, manni gjörsamlega misbýður það hvernig haldið hefur verið á málinu. Valdið kemur frá fólkinu, segir hin klassíska hugmynd um lýðræði. Hér hafa hinsvegar grundvallareglur lýðræðisins verið þverbrotnar og sjálf löggjafarsamkoma Íslands sniðgengiin með mjög grófum hætti. Svo grófum að ég vil hér með lýsa yfir algeru vantrausti á núverandi ríkisstjórn og sérstaklega utanríkisráðherra, sem að mínu mati hefur afhjúpað mjög gróflega vanhæfni sína til þess að sinna því starfi. Enda er reynsla hans af utanríkismálum nánast engin, þegar starfsferill hans á vefsíðu Alþingis er skoðaður. Áður en Gunnar Bragi var settur í starf utanríkisráðherra hafði hann einungis setið í tvö ár sem fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálaefnd (2011-2013). Það er sú sama nefnd sem hann og ríkisstjórnin sniðganga nú gersamlega, þvert á lög þar að lútandi. Maður er orðlaus. Já, orðlaus yfir þeirri ömurlegu þróun sem á sér stað; þar sem loforð eru einskis nýtur pappír, lýðræðinu og almenningi er gefið langt nef og baktjaldamakk og pólitískt kjarkleysi ráða för. Höfundur er stjórnmálafræðingur
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar