Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar 16. apríl 2025 15:33 Óskaplegt moldviðri virðist nú í uppsiglingu vegna fyrirhugaðrar lagabreytingar mennta- og barnamálaráðherra, sem á að gera framhaldsskólum auðveldara að líta til annarra þátta en námsárangurs þegar ákveðið er hvaða nemendur fái inngöngu í skólana. Líkt og oft áður þá skipar fólk sér umsvifalaust í skotgrafirnar og dustar rykið af gamalkunnugum frösum og alhæfingum, en hvergi hef ég séð neinn reyna að hugsa málið til enda til að átta sig á einni lykilspurningu í þessu öllu saman: Hverjum mun þetta gagnast og hverjir munu tapa? Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að pláss í framhaldsskólum er takmörkuð auðlind: það er einfaldlega ekki endalaust framboð og því hafa skólarnir þurft að velja og hafna nemendum. Hingað til hefur verið notast við námsárangur, þ.e. fyrri einkunnir, til að velja þá nemendur sem mestar líkur eru á að ráði við/geti nýtt sér námið, enda hefur hlutverk framhaldsskóla og æðri menntastofnana fram til þessa verið nokkuð óumdeilt: að veita menntun en ekki að vera félagsheimili eða huggulegur samkomustaður. Það gefur auga leið að ef þetta val á nú að líta til annarra þátta en námsárangurs þá er ljóst að tilgangurinn er sá að auðvelda skólum að bjóða skólavist þeim nemendum sem hafa fjölbreyttan félagslegan bakgrunn og „ýmsa aðra kosti“, eins og það hefur verið orðað, án þess að lagt sé neitt mat á hvort þeir nemendur séu í raun og veru í stakk búnir að takast á við námið sem um ræðir. Af því leiðir að í skólunum mun fjölga í hópi nemenda sem ráða ekki við námið, og þá á kostnað þeirra nemenda sem hefði getað gagnast námið en komast ekki að sökum plássleysis. Að því gefnu að ekki standi líka til að taka það óheillaskref að fara að gefa afslátt á þeim kröfum sem gerðar eru til að nemandi nái prófi og útskrifist, má því fastlega búast við að brottfall úr skólum muni nú aukast, því það eitt að fá skólavist sökum fjölþjóðlegs bakgrunns eða annarra óskyldra aðstæðna gerir það ekki að verkum að nemandi verði skyndilega fullfær um að ráða við nám hafi þeir ekki verið það fyrir. Að halda slíku fram er auðvitað bara óskhyggja og draumsýn. Þetta mun því klárlega leiða til meira brottfalls úr skólum; kennarar munu þurfa að eyða meira af sínum takmarkaða tíma í að aðstoða nemendur sem eru ekki reiðubúnir undir námið og skólarnir munu á endanum útskrifa færri út í þjóðfélagið. Því verður að spyrja: hverjum á þessi ráðstöfun að gagnast? Það er erfitt að sjá hvernig hún gagnast nemanda sem fær inngöngu í nám sem hann ræður ekki við, eingöngu á forsendu félagslegs bakgrunns. Ef nemandinn fellur á prófum og hrökklast á endanum úr skóla, þá er hann síst á betri stað félagslega en ef hann hefði ekki fengið inngöngu - jafnvel á verri stað eftir að hafa hugsanlega eytt einhverjum árum í að reyna árangurslaust við nám sem var honum of erfitt alveg frá byrjun. Burtséð frá hve þrúgandi slíkt gæti verið andlega þá gæti þetta einnig bakað nemandanum umtalsverðan kostnað í formi námslána og annars. Gagnast þetta þá hinum nemendunum sem þurfa fyrir vikið að una því að fá minni tíma hjá kennurunum, missa af þeirri heilbrigðu samkeppni og hvatningu sem felst í að stunda nám og kapp við jafningja sína, og útskrifast því hugsanlega verr undirbúnir en ella? Gagnast þetta kanski þeim ungmennum sem hefðu getað ráðið við námið og jafnvel útskrifast með prýði, en fengu ekki inngöngu af því þau voru með of „einsleitan“ bakgrunn og misstu plássið til einhvers sem hafði „réttan“ félagslega bakgrunn en var þess ekki umkominn að ráða við kröfurnar sem náminu fylgdu? Mun þetta kanski gagnast þjóðfélaginu í heild? Er það betra fyrir samfélagið að brottfall úr framhaldsskólum aukist og að skólarnir útskrifi færri og verr undirbúna nemendur? Eða mun þetta gagnast til dyggðavörpunar þeirra sem telja félagslegan jöfnuð slíka útópíu að til þess að knýja hann fram þá sé það ásættanlegur fórnarkostnaður að knésetja menntakerfi sem stendur nú þegar á brauðfótunum eftir áratuga langa röð af aðgerðarleysi og slæmum áherslum? Er það kanski þjóðhagslega hagkvæmt að gefa í og auka hraðann á þeirri óheillavegferð sem ríkt hefur í málaflokknum síðustu áratugi: sífellt dýrara og dýrara menntakerfi og sífellt lélegri og lélegri árangur? „Í upphafi skyldi endinn skoða“ er ágætis ráð og í stað þess að fela sig í skotgröfunum þá skora ég á einhvern sem hefur hugsað þetta til enda að koma nú með skýrt og greinargott svar við þessari spurningu: hverjum á þetta að gagnast og nákvæmlega hvernig? Hver verður þjóðhagslegur ávinningur af þessu? Að hamra endalaust á því að "skólarnir verða að endurspegla samfélagið" er þreytt og innihaldslaus klisja sem ekkert segir og enginn tekur mark á því hún er efnislega röng: skólarnir og menntasamfélagið verða að endurspegla það besta og metnaðarfyllsta í samfélaginu hverju sinni, ekki lægsta samnefnarann. Að hamra á því að „félagslegur jöfnuður“ sé nauðsyn er vissulega falleg draumsýn en það má ekki gleyma því að þessi „jöfnuður“ felst oftar en ekki í því að fletja kúrfuna út niður á við, þannig að enginn hafi það betur en sá sem hefur það verst. Er það landslagið sem við viljum sjá í menntakerfinu? Hverjum á þetta eiginlega að gagnast? Höfundur er áhugamaður um endurreisn menntakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Óskaplegt moldviðri virðist nú í uppsiglingu vegna fyrirhugaðrar lagabreytingar mennta- og barnamálaráðherra, sem á að gera framhaldsskólum auðveldara að líta til annarra þátta en námsárangurs þegar ákveðið er hvaða nemendur fái inngöngu í skólana. Líkt og oft áður þá skipar fólk sér umsvifalaust í skotgrafirnar og dustar rykið af gamalkunnugum frösum og alhæfingum, en hvergi hef ég séð neinn reyna að hugsa málið til enda til að átta sig á einni lykilspurningu í þessu öllu saman: Hverjum mun þetta gagnast og hverjir munu tapa? Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að pláss í framhaldsskólum er takmörkuð auðlind: það er einfaldlega ekki endalaust framboð og því hafa skólarnir þurft að velja og hafna nemendum. Hingað til hefur verið notast við námsárangur, þ.e. fyrri einkunnir, til að velja þá nemendur sem mestar líkur eru á að ráði við/geti nýtt sér námið, enda hefur hlutverk framhaldsskóla og æðri menntastofnana fram til þessa verið nokkuð óumdeilt: að veita menntun en ekki að vera félagsheimili eða huggulegur samkomustaður. Það gefur auga leið að ef þetta val á nú að líta til annarra þátta en námsárangurs þá er ljóst að tilgangurinn er sá að auðvelda skólum að bjóða skólavist þeim nemendum sem hafa fjölbreyttan félagslegan bakgrunn og „ýmsa aðra kosti“, eins og það hefur verið orðað, án þess að lagt sé neitt mat á hvort þeir nemendur séu í raun og veru í stakk búnir að takast á við námið sem um ræðir. Af því leiðir að í skólunum mun fjölga í hópi nemenda sem ráða ekki við námið, og þá á kostnað þeirra nemenda sem hefði getað gagnast námið en komast ekki að sökum plássleysis. Að því gefnu að ekki standi líka til að taka það óheillaskref að fara að gefa afslátt á þeim kröfum sem gerðar eru til að nemandi nái prófi og útskrifist, má því fastlega búast við að brottfall úr skólum muni nú aukast, því það eitt að fá skólavist sökum fjölþjóðlegs bakgrunns eða annarra óskyldra aðstæðna gerir það ekki að verkum að nemandi verði skyndilega fullfær um að ráða við nám hafi þeir ekki verið það fyrir. Að halda slíku fram er auðvitað bara óskhyggja og draumsýn. Þetta mun því klárlega leiða til meira brottfalls úr skólum; kennarar munu þurfa að eyða meira af sínum takmarkaða tíma í að aðstoða nemendur sem eru ekki reiðubúnir undir námið og skólarnir munu á endanum útskrifa færri út í þjóðfélagið. Því verður að spyrja: hverjum á þessi ráðstöfun að gagnast? Það er erfitt að sjá hvernig hún gagnast nemanda sem fær inngöngu í nám sem hann ræður ekki við, eingöngu á forsendu félagslegs bakgrunns. Ef nemandinn fellur á prófum og hrökklast á endanum úr skóla, þá er hann síst á betri stað félagslega en ef hann hefði ekki fengið inngöngu - jafnvel á verri stað eftir að hafa hugsanlega eytt einhverjum árum í að reyna árangurslaust við nám sem var honum of erfitt alveg frá byrjun. Burtséð frá hve þrúgandi slíkt gæti verið andlega þá gæti þetta einnig bakað nemandanum umtalsverðan kostnað í formi námslána og annars. Gagnast þetta þá hinum nemendunum sem þurfa fyrir vikið að una því að fá minni tíma hjá kennurunum, missa af þeirri heilbrigðu samkeppni og hvatningu sem felst í að stunda nám og kapp við jafningja sína, og útskrifast því hugsanlega verr undirbúnir en ella? Gagnast þetta kanski þeim ungmennum sem hefðu getað ráðið við námið og jafnvel útskrifast með prýði, en fengu ekki inngöngu af því þau voru með of „einsleitan“ bakgrunn og misstu plássið til einhvers sem hafði „réttan“ félagslega bakgrunn en var þess ekki umkominn að ráða við kröfurnar sem náminu fylgdu? Mun þetta kanski gagnast þjóðfélaginu í heild? Er það betra fyrir samfélagið að brottfall úr framhaldsskólum aukist og að skólarnir útskrifi færri og verr undirbúna nemendur? Eða mun þetta gagnast til dyggðavörpunar þeirra sem telja félagslegan jöfnuð slíka útópíu að til þess að knýja hann fram þá sé það ásættanlegur fórnarkostnaður að knésetja menntakerfi sem stendur nú þegar á brauðfótunum eftir áratuga langa röð af aðgerðarleysi og slæmum áherslum? Er það kanski þjóðhagslega hagkvæmt að gefa í og auka hraðann á þeirri óheillavegferð sem ríkt hefur í málaflokknum síðustu áratugi: sífellt dýrara og dýrara menntakerfi og sífellt lélegri og lélegri árangur? „Í upphafi skyldi endinn skoða“ er ágætis ráð og í stað þess að fela sig í skotgröfunum þá skora ég á einhvern sem hefur hugsað þetta til enda að koma nú með skýrt og greinargott svar við þessari spurningu: hverjum á þetta að gagnast og nákvæmlega hvernig? Hver verður þjóðhagslegur ávinningur af þessu? Að hamra endalaust á því að "skólarnir verða að endurspegla samfélagið" er þreytt og innihaldslaus klisja sem ekkert segir og enginn tekur mark á því hún er efnislega röng: skólarnir og menntasamfélagið verða að endurspegla það besta og metnaðarfyllsta í samfélaginu hverju sinni, ekki lægsta samnefnarann. Að hamra á því að „félagslegur jöfnuður“ sé nauðsyn er vissulega falleg draumsýn en það má ekki gleyma því að þessi „jöfnuður“ felst oftar en ekki í því að fletja kúrfuna út niður á við, þannig að enginn hafi það betur en sá sem hefur það verst. Er það landslagið sem við viljum sjá í menntakerfinu? Hverjum á þetta eiginlega að gagnast? Höfundur er áhugamaður um endurreisn menntakerfisins.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun