Segir háværan minnihluta þjóðarinnar vilja úthýsa jólagleðinni og boðskap jólanna úr lífi skólabarna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. desember 2014 11:40 Ásmundur vill að skólastjórnendur standi vörð um kristna trú í samfélaginu. Vísir/Vilhelm „Látum ekki háværa minnihlutahópa taka völdin og úthýsa jólagleðinni og boðskap jólanna úr lífi skólabarna okkar og fjölskyldna,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu á Alþingi í morgun. Þar hvatti hann skólastjórnendur til að standa vörð um kristna trú í samfélaginu. „Hver er hættan fyrir börnin okkar? Hvaða barn hefur borið þess skaða að hlusta á gleði og góðu gildin sem kirkjunnar fólk hefur komið með inn í grunnskóla landsins með því að halda litlu jólin, syngja sálma og segja börnunum frá hinum sanna jólaanda?“ sagði hann í ræðunni.Sjá einnig: Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Ásmundur sagði að kristin trú væri einn af hornsteinum samfélagsins sem frá barnæsku hefði kennt okkur góða siði, umburðarlindi og hjálpsemi. „Hvað er það sem sameinar þjóðina þegar eitthvað bjátar á eða fjölskyldur vilja gleðjast á stærstu stundum lífsins? Það er kirkjan okkar,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að skólastjórnendur víða um land afþökkuðu heimsóknir þeirra sem vildu boða gleði jólanna og tók sem dæmi að Gideon-félagið mætti ekki lengur gefa börnum nýja testamentið, líkt og félagið hefur gert í áratugi. „Okkur hefur verið kennt að hafa sannleikann að leiðarljósi og sú von sem felst í trúnni hefur hjálpað okkur í gegnum erfiðustu stundir lífs okkar,“ sagði hann og spurði: „Hvers vegna er þá hlustað á úrtölufólk, algjöran minnihluta þjóðarinnar, sem vill burtreka kristin gildi úr skólum landsins og koma í veg fyrir að börnin okkar fái að kynnast þeirri fegurð sem kristin trú hefur boðað þessari þjóð í þúsund ár?“ Alþingi Tengdar fréttir Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir athugasemdir við að nemendur í Langholtsskóla fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. 10. desember 2014 23:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Látum ekki háværa minnihlutahópa taka völdin og úthýsa jólagleðinni og boðskap jólanna úr lífi skólabarna okkar og fjölskyldna,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu á Alþingi í morgun. Þar hvatti hann skólastjórnendur til að standa vörð um kristna trú í samfélaginu. „Hver er hættan fyrir börnin okkar? Hvaða barn hefur borið þess skaða að hlusta á gleði og góðu gildin sem kirkjunnar fólk hefur komið með inn í grunnskóla landsins með því að halda litlu jólin, syngja sálma og segja börnunum frá hinum sanna jólaanda?“ sagði hann í ræðunni.Sjá einnig: Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Ásmundur sagði að kristin trú væri einn af hornsteinum samfélagsins sem frá barnæsku hefði kennt okkur góða siði, umburðarlindi og hjálpsemi. „Hvað er það sem sameinar þjóðina þegar eitthvað bjátar á eða fjölskyldur vilja gleðjast á stærstu stundum lífsins? Það er kirkjan okkar,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að skólastjórnendur víða um land afþökkuðu heimsóknir þeirra sem vildu boða gleði jólanna og tók sem dæmi að Gideon-félagið mætti ekki lengur gefa börnum nýja testamentið, líkt og félagið hefur gert í áratugi. „Okkur hefur verið kennt að hafa sannleikann að leiðarljósi og sú von sem felst í trúnni hefur hjálpað okkur í gegnum erfiðustu stundir lífs okkar,“ sagði hann og spurði: „Hvers vegna er þá hlustað á úrtölufólk, algjöran minnihluta þjóðarinnar, sem vill burtreka kristin gildi úr skólum landsins og koma í veg fyrir að börnin okkar fái að kynnast þeirri fegurð sem kristin trú hefur boðað þessari þjóð í þúsund ár?“
Alþingi Tengdar fréttir Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir athugasemdir við að nemendur í Langholtsskóla fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. 10. desember 2014 23:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ósátt við að nemendur fari í kirkjuheimsókn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, gerir athugasemdir við að nemendur í Langholtsskóla fari í kirkjuheimsókn á aðventunni. 10. desember 2014 23:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent