Kennarar óttist vanefndir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2025 12:00 Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara kvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. Stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu kjarasamningum og óttist að þær haldi áfram verði innanhússtillaga ríkissáttasemjara samþykkt. Hún kallar eftir stuðningi frá aðstandendum barna í skólamálum.Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm í dag í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða. Samninganefndir Kennarasambandsins og ríkis- og sveitarfélaga hafa sólahring til að ákveða hvort þær fallast á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem var lögð fram í gær sem ígildi kjarasamnings. Verði hún samþykkt fá deiluaðilar tvær vikur til að kynna hana og setja í atkvæðagreiðslu. Ríkissáttasemjari sagði í Pallborði í gær að samningurinn tryggi innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og í almennum kjarasamningum. Þá sé munur á milli markaða viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist inn á að greiða inn á vegferð til að jafna hann. Óttast vanefndir Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. „Við höfum þurft að verja okkur sem fagmenn og svo er ekki staðið við það sem er samið um. Kennarar eru orðnir langþreyttir á því hvað er verið að draga þetta á langinn. Það er galið að ekki sé komin niðurstaða í virði starfstéttarinnar. Reynslan hefur sýnt það að það er gengið á bak orða sinni í síðustu kjarasamningum. Af hverju ættu kennarar að treysta að samningurinn verði efndur nú þegar reynslan sýnir annað,“ segir Rakel. Hún segist treysta samninganefndinni sem skilar niðurstöðunni á morgun. „Stéttin treystir sinni forystu til að taka ákvörðun um innanhússtillöguna,“ segir hún. Skorti stuðning frá forráðamönnum barna Rakel segir skorta á stuðning frá forráðamönnum barna í deilunni og einnig varðandi skólastarfið í heild. „Mér finnst ekki hafa heyrst nógu mikið í aðstandendum barna. Mér finnst fólk þurfa að velta fyrir sér hvernig samfélag við viljum byggja fyrir börn. Mér finnst skorta það að það sé horft á skólastarfið öðruvísi en bara gæslu,“ segir hún. Dómur í máli leikskólaforeldra sem kalla sig Málsóknarfélag barna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða kennara verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Samninganefndir Kennarasambandsins og ríkis- og sveitarfélaga hafa sólahring til að ákveða hvort þær fallast á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem var lögð fram í gær sem ígildi kjarasamnings. Verði hún samþykkt fá deiluaðilar tvær vikur til að kynna hana og setja í atkvæðagreiðslu. Ríkissáttasemjari sagði í Pallborði í gær að samningurinn tryggi innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og í almennum kjarasamningum. Þá sé munur á milli markaða viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist inn á að greiða inn á vegferð til að jafna hann. Óttast vanefndir Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. „Við höfum þurft að verja okkur sem fagmenn og svo er ekki staðið við það sem er samið um. Kennarar eru orðnir langþreyttir á því hvað er verið að draga þetta á langinn. Það er galið að ekki sé komin niðurstaða í virði starfstéttarinnar. Reynslan hefur sýnt það að það er gengið á bak orða sinni í síðustu kjarasamningum. Af hverju ættu kennarar að treysta að samningurinn verði efndur nú þegar reynslan sýnir annað,“ segir Rakel. Hún segist treysta samninganefndinni sem skilar niðurstöðunni á morgun. „Stéttin treystir sinni forystu til að taka ákvörðun um innanhússtillöguna,“ segir hún. Skorti stuðning frá forráðamönnum barna Rakel segir skorta á stuðning frá forráðamönnum barna í deilunni og einnig varðandi skólastarfið í heild. „Mér finnst ekki hafa heyrst nógu mikið í aðstandendum barna. Mér finnst fólk þurfa að velta fyrir sér hvernig samfélag við viljum byggja fyrir börn. Mér finnst skorta það að það sé horft á skólastarfið öðruvísi en bara gæslu,“ segir hún. Dómur í máli leikskólaforeldra sem kalla sig Málsóknarfélag barna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða kennara verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira