Kennarar óttist vanefndir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2025 12:00 Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara kvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. Stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu kjarasamningum og óttist að þær haldi áfram verði innanhússtillaga ríkissáttasemjara samþykkt. Hún kallar eftir stuðningi frá aðstandendum barna í skólamálum.Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm í dag í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða. Samninganefndir Kennarasambandsins og ríkis- og sveitarfélaga hafa sólahring til að ákveða hvort þær fallast á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem var lögð fram í gær sem ígildi kjarasamnings. Verði hún samþykkt fá deiluaðilar tvær vikur til að kynna hana og setja í atkvæðagreiðslu. Ríkissáttasemjari sagði í Pallborði í gær að samningurinn tryggi innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og í almennum kjarasamningum. Þá sé munur á milli markaða viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist inn á að greiða inn á vegferð til að jafna hann. Óttast vanefndir Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. „Við höfum þurft að verja okkur sem fagmenn og svo er ekki staðið við það sem er samið um. Kennarar eru orðnir langþreyttir á því hvað er verið að draga þetta á langinn. Það er galið að ekki sé komin niðurstaða í virði starfstéttarinnar. Reynslan hefur sýnt það að það er gengið á bak orða sinni í síðustu kjarasamningum. Af hverju ættu kennarar að treysta að samningurinn verði efndur nú þegar reynslan sýnir annað,“ segir Rakel. Hún segist treysta samninganefndinni sem skilar niðurstöðunni á morgun. „Stéttin treystir sinni forystu til að taka ákvörðun um innanhússtillöguna,“ segir hún. Skorti stuðning frá forráðamönnum barna Rakel segir skorta á stuðning frá forráðamönnum barna í deilunni og einnig varðandi skólastarfið í heild. „Mér finnst ekki hafa heyrst nógu mikið í aðstandendum barna. Mér finnst fólk þurfa að velta fyrir sér hvernig samfélag við viljum byggja fyrir börn. Mér finnst skorta það að það sé horft á skólastarfið öðruvísi en bara gæslu,“ segir hún. Dómur í máli leikskólaforeldra sem kalla sig Málsóknarfélag barna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða kennara verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Samninganefndir Kennarasambandsins og ríkis- og sveitarfélaga hafa sólahring til að ákveða hvort þær fallast á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem var lögð fram í gær sem ígildi kjarasamnings. Verði hún samþykkt fá deiluaðilar tvær vikur til að kynna hana og setja í atkvæðagreiðslu. Ríkissáttasemjari sagði í Pallborði í gær að samningurinn tryggi innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og í almennum kjarasamningum. Þá sé munur á milli markaða viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist inn á að greiða inn á vegferð til að jafna hann. Óttast vanefndir Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. „Við höfum þurft að verja okkur sem fagmenn og svo er ekki staðið við það sem er samið um. Kennarar eru orðnir langþreyttir á því hvað er verið að draga þetta á langinn. Það er galið að ekki sé komin niðurstaða í virði starfstéttarinnar. Reynslan hefur sýnt það að það er gengið á bak orða sinni í síðustu kjarasamningum. Af hverju ættu kennarar að treysta að samningurinn verði efndur nú þegar reynslan sýnir annað,“ segir Rakel. Hún segist treysta samninganefndinni sem skilar niðurstöðunni á morgun. „Stéttin treystir sinni forystu til að taka ákvörðun um innanhússtillöguna,“ segir hún. Skorti stuðning frá forráðamönnum barna Rakel segir skorta á stuðning frá forráðamönnum barna í deilunni og einnig varðandi skólastarfið í heild. „Mér finnst ekki hafa heyrst nógu mikið í aðstandendum barna. Mér finnst fólk þurfa að velta fyrir sér hvernig samfélag við viljum byggja fyrir börn. Mér finnst skorta það að það sé horft á skólastarfið öðruvísi en bara gæslu,“ segir hún. Dómur í máli leikskólaforeldra sem kalla sig Málsóknarfélag barna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða kennara verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent