Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2025 18:31 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Inga Rún Ólafsdóttir hafa tæpa tvo sólarhringa til að fara yfir innanhússtillögu ríkissátasemjara. Vísir/Vilhelm Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að langt hafi verið á milli deiluaðila og ríkissáttasemjari sé með þessu að reyna að höggva á hnútinn. Ríflega vika er frá síðasta formlega fundi í kjaradeilunni en þá var lýst yfir að deilan væri komin á endastöð. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast að óbreyttu á mánudaginn í ríflega fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Umboðsmaður barna tók undir ályktun fimm félagasamtaka í morgun og lýsti yfir áhyggjum af börnum í viðkvæmri stöðu í fyrirhuguðum verkföllum. Staðan í kjaraviðræðunum valdi vonbrigðum og grundvallarhagsmunamál að deiluaðilar leiti allra leiða við að ná sáttum. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands í samninganefnd kennara sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þrátt fyrir að hann væri bjartsýnn væru samninganefndirnar ekki búnar að koma sér saman um mat á réttindum kennara og við hvaða laun eigi að miða á almennum markaði í kjaraviðræðunum. Hafa frest til klukkan eitt á laugardag Tíminn fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir er að renna út og boðaði ríkissáttasemjari samninganefndirnar til sín klukkan fjögur í dag þar sem hann lagði fram innanhússtillögu að kjarasamningi. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að í raun hafi lítið annað verið mögulegt í stöðunni. „Við eigum eftir að fara yfir innanhússtillöguna og það á eftir að koma í ljós hvernig okkur líst á hana. Það er ýmislegt í þessu. Það er mjög langt á milli samningsaðila og ríkissáttasemjari er að reyna að höggva á hnútinn með tillögunni þannig að við munum skoða hana vel. Við höfum tíma til að svara þar til á laugardag klukkan eitt,“ segir Inga. Ef nefndirnar samþykkja tillöguna verður henni vísað til almennrar atkvæðagreiðslu sem stendur til 14. febrúar og verður verkföllum frestað á meðan. Ýmsu vön Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands sagðist ekki mega tjá sig um innanhússtillöguna en nú liggi fyrir að fara yfir hana með sínu fólki. „Nú höfum við það verkefni að fara heim í félögin okkar og skoða tillöguna. Ég má ekki tjá mig um tillöguna það er einn hluti samkomulagsins,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann hafi búist við miðlunartillögu á þessum tímapunkti svarar Magnús: „Ég held við séum ýmsu vön. Landslag samningamála er þannig.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Kjaramál Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Ríflega vika er frá síðasta formlega fundi í kjaradeilunni en þá var lýst yfir að deilan væri komin á endastöð. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast að óbreyttu á mánudaginn í ríflega fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Umboðsmaður barna tók undir ályktun fimm félagasamtaka í morgun og lýsti yfir áhyggjum af börnum í viðkvæmri stöðu í fyrirhuguðum verkföllum. Staðan í kjaraviðræðunum valdi vonbrigðum og grundvallarhagsmunamál að deiluaðilar leiti allra leiða við að ná sáttum. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands í samninganefnd kennara sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þrátt fyrir að hann væri bjartsýnn væru samninganefndirnar ekki búnar að koma sér saman um mat á réttindum kennara og við hvaða laun eigi að miða á almennum markaði í kjaraviðræðunum. Hafa frest til klukkan eitt á laugardag Tíminn fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir er að renna út og boðaði ríkissáttasemjari samninganefndirnar til sín klukkan fjögur í dag þar sem hann lagði fram innanhússtillögu að kjarasamningi. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að í raun hafi lítið annað verið mögulegt í stöðunni. „Við eigum eftir að fara yfir innanhússtillöguna og það á eftir að koma í ljós hvernig okkur líst á hana. Það er ýmislegt í þessu. Það er mjög langt á milli samningsaðila og ríkissáttasemjari er að reyna að höggva á hnútinn með tillögunni þannig að við munum skoða hana vel. Við höfum tíma til að svara þar til á laugardag klukkan eitt,“ segir Inga. Ef nefndirnar samþykkja tillöguna verður henni vísað til almennrar atkvæðagreiðslu sem stendur til 14. febrúar og verður verkföllum frestað á meðan. Ýmsu vön Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands sagðist ekki mega tjá sig um innanhússtillöguna en nú liggi fyrir að fara yfir hana með sínu fólki. „Nú höfum við það verkefni að fara heim í félögin okkar og skoða tillöguna. Ég má ekki tjá mig um tillöguna það er einn hluti samkomulagsins,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann hafi búist við miðlunartillögu á þessum tímapunkti svarar Magnús: „Ég held við séum ýmsu vön. Landslag samningamála er þannig.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Kjaramál Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira