Mjög langt í milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2025 18:31 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Inga Rún Ólafsdóttir hafa tæpa tvo sólarhringa til að fara yfir innanhússtillögu ríkissátasemjara. Vísir/Vilhelm Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að langt hafi verið á milli deiluaðila og ríkissáttasemjari sé með þessu að reyna að höggva á hnútinn. Ríflega vika er frá síðasta formlega fundi í kjaradeilunni en þá var lýst yfir að deilan væri komin á endastöð. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast að óbreyttu á mánudaginn í ríflega fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Umboðsmaður barna tók undir ályktun fimm félagasamtaka í morgun og lýsti yfir áhyggjum af börnum í viðkvæmri stöðu í fyrirhuguðum verkföllum. Staðan í kjaraviðræðunum valdi vonbrigðum og grundvallarhagsmunamál að deiluaðilar leiti allra leiða við að ná sáttum. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands í samninganefnd kennara sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þrátt fyrir að hann væri bjartsýnn væru samninganefndirnar ekki búnar að koma sér saman um mat á réttindum kennara og við hvaða laun eigi að miða á almennum markaði í kjaraviðræðunum. Hafa frest til klukkan eitt á laugardag Tíminn fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir er að renna út og boðaði ríkissáttasemjari samninganefndirnar til sín klukkan fjögur í dag þar sem hann lagði fram innanhússtillögu að kjarasamningi. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að í raun hafi lítið annað verið mögulegt í stöðunni. „Við eigum eftir að fara yfir innanhússtillöguna og það á eftir að koma í ljós hvernig okkur líst á hana. Það er ýmislegt í þessu. Það er mjög langt á milli samningsaðila og ríkissáttasemjari er að reyna að höggva á hnútinn með tillögunni þannig að við munum skoða hana vel. Við höfum tíma til að svara þar til á laugardag klukkan eitt,“ segir Inga. Ef nefndirnar samþykkja tillöguna verður henni vísað til almennrar atkvæðagreiðslu sem stendur til 14. febrúar og verður verkföllum frestað á meðan. Ýmsu vön Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands sagðist ekki mega tjá sig um innanhússtillöguna en nú liggi fyrir að fara yfir hana með sínu fólki. „Nú höfum við það verkefni að fara heim í félögin okkar og skoða tillöguna. Ég má ekki tjá mig um tillöguna það er einn hluti samkomulagsins,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann hafi búist við miðlunartillögu á þessum tímapunkti svarar Magnús: „Ég held við séum ýmsu vön. Landslag samningamála er þannig.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Kjaramál Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Sjá meira
Ríflega vika er frá síðasta formlega fundi í kjaradeilunni en þá var lýst yfir að deilan væri komin á endastöð. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast að óbreyttu á mánudaginn í ríflega fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum. Umboðsmaður barna tók undir ályktun fimm félagasamtaka í morgun og lýsti yfir áhyggjum af börnum í viðkvæmri stöðu í fyrirhuguðum verkföllum. Staðan í kjaraviðræðunum valdi vonbrigðum og grundvallarhagsmunamál að deiluaðilar leiti allra leiða við að ná sáttum. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands í samninganefnd kennara sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þrátt fyrir að hann væri bjartsýnn væru samninganefndirnar ekki búnar að koma sér saman um mat á réttindum kennara og við hvaða laun eigi að miða á almennum markaði í kjaraviðræðunum. Hafa frest til klukkan eitt á laugardag Tíminn fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir er að renna út og boðaði ríkissáttasemjari samninganefndirnar til sín klukkan fjögur í dag þar sem hann lagði fram innanhússtillögu að kjarasamningi. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir að í raun hafi lítið annað verið mögulegt í stöðunni. „Við eigum eftir að fara yfir innanhússtillöguna og það á eftir að koma í ljós hvernig okkur líst á hana. Það er ýmislegt í þessu. Það er mjög langt á milli samningsaðila og ríkissáttasemjari er að reyna að höggva á hnútinn með tillögunni þannig að við munum skoða hana vel. Við höfum tíma til að svara þar til á laugardag klukkan eitt,“ segir Inga. Ef nefndirnar samþykkja tillöguna verður henni vísað til almennrar atkvæðagreiðslu sem stendur til 14. febrúar og verður verkföllum frestað á meðan. Ýmsu vön Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands sagðist ekki mega tjá sig um innanhússtillöguna en nú liggi fyrir að fara yfir hana með sínu fólki. „Nú höfum við það verkefni að fara heim í félögin okkar og skoða tillöguna. Ég má ekki tjá mig um tillöguna það er einn hluti samkomulagsins,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann hafi búist við miðlunartillögu á þessum tímapunkti svarar Magnús: „Ég held við séum ýmsu vön. Landslag samningamála er þannig.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Kjaramál Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Sjá meira