Kennarar svara umboðsmanni barna Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2025 18:07 Salvör Nordal er umboðsmaður barna og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Einar og Anton Brink Kennarasamband Íslands furðar sig á því að umboðsmanni barna sé tíðrætt um það að verkfallsaðgerðir kennara mismuni börnum en ekki um þá staðreynd að nánast enginn leikskóli uppfylli kröfur landslaga um mönnun kennara. Þetta segja kennarar í yfirlýsingu á heimasíðu Kennarasambands Íslands nú síðdegis. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sagði fyrr í dag stöðuna í kjaradeilu kennara valda miklum vonbrigðum og það sé þungbært að aðgerðir kennara, hefjist þær á mánudag að nýju, bitni aftur á sömu leikskólabörnunum og það gerði í síðustu verkfallsaðgerðum. „Umboðsmaður barna hefur látið vinnudeilu KÍ til sín taka, nú síðast með yfirlýsingu á vefsíðu sinni, sem var birt samdægurs og fram fór málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem málsóknarfélag krefst þess að verkföll, sem umboðsmaður tiltekur, verði dæmd ólögmæt. Hvort tímasetning birtingar yfirlýsingarinnar er tilviljun, skal ósagt látið,“ segir í tilkynningu kennara. Umboðsmaður átti sig ekki á heildarsamhenginu Þá segja þau umboðsmanni tíðrætt um rétt barns til menntunar og að hann sé stjórnarskrárvarinn. „Það virðist þó eins og hún horfi ekki á heildarsamhengið. Hún átti sig ekki á því að ef laun kennara eru ekki samkeppnishæf og standist ekki samanburð við aðra sérfræðinga – þá verði enn frekari atgervisflótti úr greininni. Hvers virði verða réttindi barna þá? Eða metur hún réttindi barna þannig að kennarar verði þvingaðir til vinnu gegn vilja sínum og án kjarasamnings?“ spyrja þau í tilkynningu sinni. Þau segja ástæðu til að staldra við þegar staðan sé þannig á leikskólum landsins að nánast engin þeirra uppfylli kröfur í lögum um mönnun. „Það er eins og umboðsmanni barna sé alveg sama um það, allavega er hún ítrekað búin að tjá sig opinberlega án þess að víkja að því orði. Hún hefur heldur ekki vikið orði að því að ríkinu og sveitarfélögum beri að efna samningsloforð við kennara frá árinu 2016, sem er megintilefni verkfallsaðgerða,“ segir að lokum. Sáttasemjari lagði fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara klukkan 16 í dag. Deiluaðilar hafa til klukkan 13 á laugardag til að svara en þá hefur sáttasemjari boðað til annars fundar. Samþykki deiluaðilar tillöguna verður verkföllum aflýst og tillagan sent í atkvæðagreiðslu. Réttindi barna Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sagði fyrr í dag stöðuna í kjaradeilu kennara valda miklum vonbrigðum og það sé þungbært að aðgerðir kennara, hefjist þær á mánudag að nýju, bitni aftur á sömu leikskólabörnunum og það gerði í síðustu verkfallsaðgerðum. „Umboðsmaður barna hefur látið vinnudeilu KÍ til sín taka, nú síðast með yfirlýsingu á vefsíðu sinni, sem var birt samdægurs og fram fór málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem málsóknarfélag krefst þess að verkföll, sem umboðsmaður tiltekur, verði dæmd ólögmæt. Hvort tímasetning birtingar yfirlýsingarinnar er tilviljun, skal ósagt látið,“ segir í tilkynningu kennara. Umboðsmaður átti sig ekki á heildarsamhenginu Þá segja þau umboðsmanni tíðrætt um rétt barns til menntunar og að hann sé stjórnarskrárvarinn. „Það virðist þó eins og hún horfi ekki á heildarsamhengið. Hún átti sig ekki á því að ef laun kennara eru ekki samkeppnishæf og standist ekki samanburð við aðra sérfræðinga – þá verði enn frekari atgervisflótti úr greininni. Hvers virði verða réttindi barna þá? Eða metur hún réttindi barna þannig að kennarar verði þvingaðir til vinnu gegn vilja sínum og án kjarasamnings?“ spyrja þau í tilkynningu sinni. Þau segja ástæðu til að staldra við þegar staðan sé þannig á leikskólum landsins að nánast engin þeirra uppfylli kröfur í lögum um mönnun. „Það er eins og umboðsmanni barna sé alveg sama um það, allavega er hún ítrekað búin að tjá sig opinberlega án þess að víkja að því orði. Hún hefur heldur ekki vikið orði að því að ríkinu og sveitarfélögum beri að efna samningsloforð við kennara frá árinu 2016, sem er megintilefni verkfallsaðgerða,“ segir að lokum. Sáttasemjari lagði fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara klukkan 16 í dag. Deiluaðilar hafa til klukkan 13 á laugardag til að svara en þá hefur sáttasemjari boðað til annars fundar. Samþykki deiluaðilar tillöguna verður verkföllum aflýst og tillagan sent í atkvæðagreiðslu.
Réttindi barna Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira