Innlent

Umfang skuldaniðurfærslunnar enn ekki ljóst

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Bjarni ætlar að flytja skýrslu um aðgerðirnar á vorþingi.
Bjarni ætlar að flytja skýrslu um aðgerðirnar á vorþingi. Vísir/Ernir
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svarar ekki nokkrum spurningum sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Björn Valur Gíslason, varaþingmaður og varaformaður Vinstri grænna, lögðu fyrir hann í haust um skuldaniðurfellingar ríkisstjórnarinnar. Þess í stað vísar Bjarni til þess að hann muni fljótlega leggja fram ítarlega skýrslu um málið.

Skýrslan sem Bjarni talar um verður væntanlega kynnt á vorþingi en hún mun byggjast á stöðu úthlutunar eins og hún verður við lok samþykkisfrests á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar, að því er segir í svörum hans. Í dag vantar enn mikið upp á endanlegar niðurstöður til að skynsamlegt sé að draga nægilega marktækar ályktanir um aðgerðina.

Eina spurningin sem Bjarni svarar er um hvort ríkisábyrgð sé á greiðslujöfnunarreikningum skuldara hjá fjármálastofnunum. Svarið við því er einfalt: „Nei, ekki er ríkisábyrgð á greiðslujöfnunarreikningum skuldara hjá fjármálastofnunum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×