Umfjöllun og myndir: Ísland - Makedónía 29-27 | Annar sigur strákanna í röð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2014 13:43 Upp úr sauð í fyrri hálfleik í dag. Vísir/Daníel Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. Íslenska liðið situr nú í 2. sæti riðilsins, stigi á eftir Dönum og stigi á undan Spánverjum. Bæði lið eiga þó leik inni á eftir þegar Spánverjar mæta Austurríki og Danir mæta Ungverjum. Íslenska liðið hefði kosið að vinna stærri sigur þar sem Ungverjar, sem höfðu jafnmörg stig og Íslendingar fyrir leik dagsins, unnu sex marka sigur á Makedónum á dögunum. Markatala gæti ráðið úrslitum fari svo að Ísland og Ungverjaland ljúki leik í riðlinum með jafnmörg stig. Okkar menn mættu værukærir til leiks og lentu 4-0 undir. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tók í kjölfarið leikhlé og í kjölfarið bættu strákarnir leik sinn. Þeir skoruðu sex mörk gegn einu upp úr miðjum hálfleiknum og breyttu stöðunni úr 7-3 í 8-10. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson dró vagninn í sókninni. Íslenska liðið hélt dampi út hálfleikinn og mark Snorra Steins Guðjónssonar á lokasekúndu hálfleiksins gaf liðinu þriggja marka forskot í hálfleik, 14-11. Aftur mættu okkar menn illa stemmdir til leiks í síðari hálfleik og Makedóníumenn voru fljótir að jafna í 14-14. Íslenska liðið hélt frumkvæðinu en forskotið varð aldrei þægilegt. Mótherjinn andaði ofan í hálsmálið á strákunum okkar allt til enda en mark Gunnars Steins Jónssonar skoraði tuttugu sekúndum fyrir leikslok og tryggði tveggja marka sigur. Íslenska liðið getur spilað mun betur en það gerði í dag. Það er þó jákvætt að sigur vannst þrátt fyrir það. Tæpur sigur gæti kostað liðið þegar uppi verður staðið enda unnu Ungverjar þægilegan sigur á Makedóníumönnum. Ásgeir Örn og Björgvin stóðu upp úr hjá íslenska liðinu auk þess sem Róbert Gunnarsson nýtti færi sín á línunni vel. Flest allir geta leikið miklu betur og þurfa að gera það gegn Dönum á miðvikudag.Lazarov var markahæstur Makedóníumanna eins og svo oft áður.Vísir/DaníelBjörgvin átti frábæran leik í íslenska markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik.Vísir/Daníel EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Karlalandslið Íslands í handbolta er komið í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í Danmörku eftir 29-27 sigur á Makedóníu á Evrópumótinu í Danmörku í dag. Liðið spilaði sinn slakasta leik á mótinu en landaði engu að síður sigri. Íslenska liðið situr nú í 2. sæti riðilsins, stigi á eftir Dönum og stigi á undan Spánverjum. Bæði lið eiga þó leik inni á eftir þegar Spánverjar mæta Austurríki og Danir mæta Ungverjum. Íslenska liðið hefði kosið að vinna stærri sigur þar sem Ungverjar, sem höfðu jafnmörg stig og Íslendingar fyrir leik dagsins, unnu sex marka sigur á Makedónum á dögunum. Markatala gæti ráðið úrslitum fari svo að Ísland og Ungverjaland ljúki leik í riðlinum með jafnmörg stig. Okkar menn mættu værukærir til leiks og lentu 4-0 undir. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tók í kjölfarið leikhlé og í kjölfarið bættu strákarnir leik sinn. Þeir skoruðu sex mörk gegn einu upp úr miðjum hálfleiknum og breyttu stöðunni úr 7-3 í 8-10. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson dró vagninn í sókninni. Íslenska liðið hélt dampi út hálfleikinn og mark Snorra Steins Guðjónssonar á lokasekúndu hálfleiksins gaf liðinu þriggja marka forskot í hálfleik, 14-11. Aftur mættu okkar menn illa stemmdir til leiks í síðari hálfleik og Makedóníumenn voru fljótir að jafna í 14-14. Íslenska liðið hélt frumkvæðinu en forskotið varð aldrei þægilegt. Mótherjinn andaði ofan í hálsmálið á strákunum okkar allt til enda en mark Gunnars Steins Jónssonar skoraði tuttugu sekúndum fyrir leikslok og tryggði tveggja marka sigur. Íslenska liðið getur spilað mun betur en það gerði í dag. Það er þó jákvætt að sigur vannst þrátt fyrir það. Tæpur sigur gæti kostað liðið þegar uppi verður staðið enda unnu Ungverjar þægilegan sigur á Makedóníumönnum. Ásgeir Örn og Björgvin stóðu upp úr hjá íslenska liðinu auk þess sem Róbert Gunnarsson nýtti færi sín á línunni vel. Flest allir geta leikið miklu betur og þurfa að gera það gegn Dönum á miðvikudag.Lazarov var markahæstur Makedóníumanna eins og svo oft áður.Vísir/DaníelBjörgvin átti frábæran leik í íslenska markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik.Vísir/Daníel
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira