Handbolti

Króatar fóru létt með Rússa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Igor Vori á línunni í dag.
Igor Vori á línunni í dag. Vísir/AFP
Króatía er í góðri stöðu í milliriðli 2 eftir sannfærandi sigur á Rússlandi í fyrsta leik dagsins á EM í handbolta, 33-25.

Króatar gerðu út um leikinn strax í upphafi en staðan var orðin 11-3 eftir sextán mínútna leik. Staðan í hálfleik var 16-11 og komust Rússarnir aldrei nálægt því að ógna forystu Króatanna í síðari hálfleiknum.

Zlatko Horvat skoraði sjö mörk fyrir Króata í dag og Igor Vori fimm. Hjá Rússlandi var Aleksei Poliakov markahæstur með fimm mörk.

Króatía er með sex stig, rétt eins og Frakkland sem leika við Hvíta-Rússland síðar í dag. Svíar og Pólverjar eru svo með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×