Handbolti

Danir í vandræðum á vítapunktinum á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hans Lindberg hefur ekki fagnað eftir vítaköstin sín á EM í Danmörku.
Hans Lindberg hefur ekki fagnað eftir vítaköstin sín á EM í Danmörku. Mynd/NordicPhotos/Getty
Danir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á EM í handbolta með sannfærandi hætti og það er ekki hægt að finna að miklu í leik liðsins nema kannski frammistöðu vítaskyttnanna.

Danir hafa aðeins nýtt 3 af 7 vítum sínum í fyrstu tveimur leikjunum sem er aðeins 43 prósent vítanýting og lakasta vítanýtingin í mótinu til þessa.

Danir klikkuðu á öllum þremur vítum sínum í sigrinum á Makedóníu og einu af fjórum vítum sínum á móti Austurríki.

Hinn íslensk ættaði Hans Lindberg hefur klikkað á öllum þremur vítum sínum á mótinu en Bo Spellerberg klikkaði líka á eina víti sínu.

Línumaðurinn Jesper Noddesbo fór á vítalínuna eftir þriðja klikk Lindberg í mótinu og skoraði Noddesbo úr öllum þremur vítum sínum á móti Austurríki.

Íslenska landsliðið hefur nýtt 5 af 7 vítum í fyrstu tveimur leikjum sínum sem gerir 71 prósent vítanýtingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×