Patrekur: Naut þess ekki að horfa á Ísland spila í kvöld Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 18. janúar 2014 20:04 Patti áhyggjufullur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, var nokkuð léttur er blaðamaður Vísis hitti á hann eftir leikinn gegn Íslandi í kvöld. Hann sagði að sitt lið hefði einfaldlega tapað fyrir betra liði. "Íslenska liðið spilaði vel og lét okkur líta illa út. Þeir voru mjög einbeittir og ég var búinn að vara mína menn við því. Það er stundum erfiðara að framkvæma þá hluti. Ísland var sterkara," sagði Patrekur en var mikil þreyta í hans liði? "Það gæti verið. Ísland er með atvinnumenn og helmingurinn af mínu liði er áhugamenn þannig að það hefur sitt að segja." Patrekur er eftir sem áður stoltur af sínu liði en það hefur staðið sig vel á EM. Hann er með marga menn í liðinu sem spila í Austurríki. "Það er enginn úr Olís-deildinni hérna með Íslandi. Það eru allt atvinnumenn þar. Ég er með stráka sem eru að gera margt annað. Það er einn framkvæmdastjóri hjá okkur og svona. Menn eiga samt að hafa meira súrefni." Ísland afgreiddi leikinn mjög snemma og Patrekur var eðlilega súr yfir því. "Ég vissi nákvæmlega hvernig leikurinn myndi spilast. Ég hef horft á þetta í mörg ár. Ísland refsar og við verðum að vera tilbúnari en við vorum. Ég held að mínir menn hafi viljað en hafi einfaldlega ekki getað þetta. Ég tók smá rispu í hálfleik á strákana. "Ég naut þess ekki að horfa á Ísland spila í dag en ég mun njóta þess það sem eftir lifir mótsins. Ísland er með frábært lið og liðið á eftir að bíta áfram frá sér. Þeir eiga að vinna Makedóna en gætu lent í vandræðum ef dómararnir leyfa þann göngubolta sem þeir vilja spila." EM 2014 karla Tengdar fréttir Björgvin: Vörnin gerði mína vinnu auðveldari Björgvin Páll Gústavsson átti sannkallaðan stórleik gegn Austurríki í kvöld en það virtist á tímabili vera ómögulegt að skora gegn honum. 18. janúar 2014 19:48 Aron: Allir gáfu allt sitt í leikinn Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Austurríki í kvöld. 18. janúar 2014 19:16 Frábær sigur á Austurríki | Myndir Strákarnir eru komnir á beinu brautina í milliriðlakeppninni í Herning á EM í Danmörku eftir glæsilegan sigur á Austurríki í dag, 33-27. 18. janúar 2014 19:48 Sverre: Gáfum tóninn strax í byrjun "Við vorum svakalega einbeittir. Undirbjuggum okkur vel og ætluðum okkur aldrei neitt annað en sigur," sagði Sverre Andreas Jakobsson eftir sigurinn stóra á Austurríki. 18. janúar 2014 19:37 Aron Kristjánsson: Gat ekki beðið um það betra Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var að vonum kátur eftir sigurinn á Austurríki enda gekk nánast allt upp hjá Íslandi í leiknum. 18. janúar 2014 19:55 Danir hafa áhyggjur af Íslendingum "Íslensk aðvörðun,“ segir í umfjöllun danska ríkisútvarpsins á vef um sigur Íslands á Austurríki á EM í handbolta. 18. janúar 2014 19:57 Arnór Þór: Það var smá skrekkur í mér Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson kom inn í íslenska hópinn í morgun í stað nafna síns Atlasonar. Reyndar er ekki útilokað að Arnór Atlason komi aftur inn í hópinn síðar. 18. janúar 2014 19:40 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 27-33 | Patti átti ekkert svar Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik. 18. janúar 2014 12:19 Guðjón Valur með hundrað prósent skotnýtingu í öðrum leiknum í röð Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, nýtti öll sjö skotin sín í sigrinum á Austurríki í kvöld en þetta var fyrsti leikur strákanna okkar í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. 18. janúar 2014 19:09 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, var nokkuð léttur er blaðamaður Vísis hitti á hann eftir leikinn gegn Íslandi í kvöld. Hann sagði að sitt lið hefði einfaldlega tapað fyrir betra liði. "Íslenska liðið spilaði vel og lét okkur líta illa út. Þeir voru mjög einbeittir og ég var búinn að vara mína menn við því. Það er stundum erfiðara að framkvæma þá hluti. Ísland var sterkara," sagði Patrekur en var mikil þreyta í hans liði? "Það gæti verið. Ísland er með atvinnumenn og helmingurinn af mínu liði er áhugamenn þannig að það hefur sitt að segja." Patrekur er eftir sem áður stoltur af sínu liði en það hefur staðið sig vel á EM. Hann er með marga menn í liðinu sem spila í Austurríki. "Það er enginn úr Olís-deildinni hérna með Íslandi. Það eru allt atvinnumenn þar. Ég er með stráka sem eru að gera margt annað. Það er einn framkvæmdastjóri hjá okkur og svona. Menn eiga samt að hafa meira súrefni." Ísland afgreiddi leikinn mjög snemma og Patrekur var eðlilega súr yfir því. "Ég vissi nákvæmlega hvernig leikurinn myndi spilast. Ég hef horft á þetta í mörg ár. Ísland refsar og við verðum að vera tilbúnari en við vorum. Ég held að mínir menn hafi viljað en hafi einfaldlega ekki getað þetta. Ég tók smá rispu í hálfleik á strákana. "Ég naut þess ekki að horfa á Ísland spila í dag en ég mun njóta þess það sem eftir lifir mótsins. Ísland er með frábært lið og liðið á eftir að bíta áfram frá sér. Þeir eiga að vinna Makedóna en gætu lent í vandræðum ef dómararnir leyfa þann göngubolta sem þeir vilja spila."
EM 2014 karla Tengdar fréttir Björgvin: Vörnin gerði mína vinnu auðveldari Björgvin Páll Gústavsson átti sannkallaðan stórleik gegn Austurríki í kvöld en það virtist á tímabili vera ómögulegt að skora gegn honum. 18. janúar 2014 19:48 Aron: Allir gáfu allt sitt í leikinn Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Austurríki í kvöld. 18. janúar 2014 19:16 Frábær sigur á Austurríki | Myndir Strákarnir eru komnir á beinu brautina í milliriðlakeppninni í Herning á EM í Danmörku eftir glæsilegan sigur á Austurríki í dag, 33-27. 18. janúar 2014 19:48 Sverre: Gáfum tóninn strax í byrjun "Við vorum svakalega einbeittir. Undirbjuggum okkur vel og ætluðum okkur aldrei neitt annað en sigur," sagði Sverre Andreas Jakobsson eftir sigurinn stóra á Austurríki. 18. janúar 2014 19:37 Aron Kristjánsson: Gat ekki beðið um það betra Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var að vonum kátur eftir sigurinn á Austurríki enda gekk nánast allt upp hjá Íslandi í leiknum. 18. janúar 2014 19:55 Danir hafa áhyggjur af Íslendingum "Íslensk aðvörðun,“ segir í umfjöllun danska ríkisútvarpsins á vef um sigur Íslands á Austurríki á EM í handbolta. 18. janúar 2014 19:57 Arnór Þór: Það var smá skrekkur í mér Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson kom inn í íslenska hópinn í morgun í stað nafna síns Atlasonar. Reyndar er ekki útilokað að Arnór Atlason komi aftur inn í hópinn síðar. 18. janúar 2014 19:40 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 27-33 | Patti átti ekkert svar Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik. 18. janúar 2014 12:19 Guðjón Valur með hundrað prósent skotnýtingu í öðrum leiknum í röð Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, nýtti öll sjö skotin sín í sigrinum á Austurríki í kvöld en þetta var fyrsti leikur strákanna okkar í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. 18. janúar 2014 19:09 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Björgvin: Vörnin gerði mína vinnu auðveldari Björgvin Páll Gústavsson átti sannkallaðan stórleik gegn Austurríki í kvöld en það virtist á tímabili vera ómögulegt að skora gegn honum. 18. janúar 2014 19:48
Aron: Allir gáfu allt sitt í leikinn Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Austurríki í kvöld. 18. janúar 2014 19:16
Frábær sigur á Austurríki | Myndir Strákarnir eru komnir á beinu brautina í milliriðlakeppninni í Herning á EM í Danmörku eftir glæsilegan sigur á Austurríki í dag, 33-27. 18. janúar 2014 19:48
Sverre: Gáfum tóninn strax í byrjun "Við vorum svakalega einbeittir. Undirbjuggum okkur vel og ætluðum okkur aldrei neitt annað en sigur," sagði Sverre Andreas Jakobsson eftir sigurinn stóra á Austurríki. 18. janúar 2014 19:37
Aron Kristjánsson: Gat ekki beðið um það betra Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var að vonum kátur eftir sigurinn á Austurríki enda gekk nánast allt upp hjá Íslandi í leiknum. 18. janúar 2014 19:55
Danir hafa áhyggjur af Íslendingum "Íslensk aðvörðun,“ segir í umfjöllun danska ríkisútvarpsins á vef um sigur Íslands á Austurríki á EM í handbolta. 18. janúar 2014 19:57
Arnór Þór: Það var smá skrekkur í mér Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson kom inn í íslenska hópinn í morgun í stað nafna síns Atlasonar. Reyndar er ekki útilokað að Arnór Atlason komi aftur inn í hópinn síðar. 18. janúar 2014 19:40
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 27-33 | Patti átti ekkert svar Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik. 18. janúar 2014 12:19
Guðjón Valur með hundrað prósent skotnýtingu í öðrum leiknum í röð Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, nýtti öll sjö skotin sín í sigrinum á Austurríki í kvöld en þetta var fyrsti leikur strákanna okkar í milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. 18. janúar 2014 19:09