Hestar á hlaupabretti með bleiu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2014 20:45 Íslensk vatnshlaupabretti fyrir veðhlaupahesta í Ástralíu og Dubai eru nú smíðuð á sveitabæ í Flóanum en alls hafa verið smíðuð 14 bretti á síðustu þremur árum, sem hafa farið til þriggja heimsálfa. Tvö brettanna í Dubai keypti konungsfjölskyldan. Hestarnir fá sérstaka bleiu á sig áður en þeir fara á brettið svo þeir skíti ekki ofan í vatnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson skoðaði í dag nýjast brettið. Það er fyrirtækið Formax, sem smíðar vatnahlaupabrettin en eigendur þess eru þeir Helgi Friðrik Halldórsson og Bjarni Sigurðsson. Eftir að fyrsta brettið var smíðað og stóðs allar prófanir árið 2010 fóru hjólin að snúast og nú hafa verið seld 14 bretti til þriggja heimsálfa, eða til Evrópu, Asíu og Ástralíu. Bretta jarpur er hesturinn kallaður frá Bjarna, sem hefur prófað öll brettin og gefur sinn gæðastimpil á þau áður en þau fara í gám og úr landi. „Við erum í Danmörku, Svíþjóð, Frakklandi, Sviss, Hollandi og svo núna í desember voru við að setja upp tvö tæki í Dubai og þetta tæki sem þið sjáið fyrir aftan mig er að fara til Bretlands í Landbúnaðarháskóla, hestadeildina þar og síðan förum við til Ástralíu með eitt tæki í mars,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að það hafi verið sérstaklega skemmtilegt að selja tvö bretti til Dubai fyrir veðhlaupahesta. „Þetta er Sheikh Hamdan, krónprinsinn í Dubai, sem keypti af okkur tvö tæki. Hann er með mikinn hestabúgarð, 400 til 500 hesta og mikið af starfsfólki, þannig að þetta er gríðarlega stórt í sniðum hjá þeim í mið Austurlöndum, mikill markaður,“ segir Bjarni. Formax er í sérstöku samstarfi við Tækniþróunarsjóðs um hönnun á brettum fyrir stærri hestakyn. Aðal þungamiðjan í því er að kortleggja vöðvavinnslu hestsins og gera mælingar á því með tilliti til stillinga á tækinu þannig að viðskiptavinirnir fá ekki bara tækið, heldur leiðbeiningar um það hvernig það nýtist þeim sem best í þjálfuninni. Hestarnir fá sérstaka bleiu áður en þeir fara á brettið því það þykir æskilegt að halda vatninu hreinu. Hesturinn er með svona poka aftan á sér til að skíturinn fari ekki í vatnið, það er mikið lagt upp úr hreinlæti eins og í löndum þar sem vatnið er dýrmætt. Hestar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Íslensk vatnshlaupabretti fyrir veðhlaupahesta í Ástralíu og Dubai eru nú smíðuð á sveitabæ í Flóanum en alls hafa verið smíðuð 14 bretti á síðustu þremur árum, sem hafa farið til þriggja heimsálfa. Tvö brettanna í Dubai keypti konungsfjölskyldan. Hestarnir fá sérstaka bleiu á sig áður en þeir fara á brettið svo þeir skíti ekki ofan í vatnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson skoðaði í dag nýjast brettið. Það er fyrirtækið Formax, sem smíðar vatnahlaupabrettin en eigendur þess eru þeir Helgi Friðrik Halldórsson og Bjarni Sigurðsson. Eftir að fyrsta brettið var smíðað og stóðs allar prófanir árið 2010 fóru hjólin að snúast og nú hafa verið seld 14 bretti til þriggja heimsálfa, eða til Evrópu, Asíu og Ástralíu. Bretta jarpur er hesturinn kallaður frá Bjarna, sem hefur prófað öll brettin og gefur sinn gæðastimpil á þau áður en þau fara í gám og úr landi. „Við erum í Danmörku, Svíþjóð, Frakklandi, Sviss, Hollandi og svo núna í desember voru við að setja upp tvö tæki í Dubai og þetta tæki sem þið sjáið fyrir aftan mig er að fara til Bretlands í Landbúnaðarháskóla, hestadeildina þar og síðan förum við til Ástralíu með eitt tæki í mars,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að það hafi verið sérstaklega skemmtilegt að selja tvö bretti til Dubai fyrir veðhlaupahesta. „Þetta er Sheikh Hamdan, krónprinsinn í Dubai, sem keypti af okkur tvö tæki. Hann er með mikinn hestabúgarð, 400 til 500 hesta og mikið af starfsfólki, þannig að þetta er gríðarlega stórt í sniðum hjá þeim í mið Austurlöndum, mikill markaður,“ segir Bjarni. Formax er í sérstöku samstarfi við Tækniþróunarsjóðs um hönnun á brettum fyrir stærri hestakyn. Aðal þungamiðjan í því er að kortleggja vöðvavinnslu hestsins og gera mælingar á því með tilliti til stillinga á tækinu þannig að viðskiptavinirnir fá ekki bara tækið, heldur leiðbeiningar um það hvernig það nýtist þeim sem best í þjálfuninni. Hestarnir fá sérstaka bleiu áður en þeir fara á brettið því það þykir æskilegt að halda vatninu hreinu. Hesturinn er með svona poka aftan á sér til að skíturinn fari ekki í vatnið, það er mikið lagt upp úr hreinlæti eins og í löndum þar sem vatnið er dýrmætt.
Hestar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira